Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 33

Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 33
Lengd á árefti fór eftir því hve langt var á milli skáldrafta, í árefti var hægt að nota allskonar viðarrusl en þó þurfti að gæta þess að hnúskar eða miklar ójöfnur væru ekki á því, svo undirþakið yrði sem sléttast. Þá var komið að því að tyrfa húsið, sett var tvöfalt torfþak og var kallað undirþak og yfirþak, fyrst var undirþakið sett á og var grasflöturinn á torfinu látinn snúa niður eða inn í húsið, þá var að mylda þakið, það fólst í því að sett var myldin mold á undirþakið svo mikil að hún fyllti allar holur og dældir í undir- þakinu, því næst var sett lag af húsdýraáburði það var gert til þess að þökin gréru betur saman og svo var mjög áríðandi að gras gæti vaxið á torfþaki. Grasið vamaði því að þakið ofþornaði og blési upp, ennfremur að vel gróið þak varðist miklu betur regni og minni hætta á að það læki. Þá var yfirþakið sett á og snéri grasflöturinn á torfinu út, áríðandi var að tyrfa vel út á veggja- brúnir svo vatn kæmist ekki í vegginn. Torfið var lagt langsum á húsið og var mjög áríðandi að það skaraðist vel, byrjað var að leggja torfið neðst og svo upp eftir þekjunni. Torf þurfti að skarast minnst þrjár tommur, torfuendarnir urðu líka að skarast eins og hliðamar og voru torfuendarnir látnir skarast undan þeirri vindátt er hættulegust þótti með að rífa þakið af á meðan það var að gróa. Að síðustu var svo húsdýraáburður settur á yfirþakið svo það gréri fljótar og grasmyndun yrði sem mest á þakinu. Þegar byggt var með klumbuhnaus voru undirstöður venju- lega hlaðnar úr torfi og grjóti í minnst álnar hæð stundum hærra. Þegar hlaðið var úr klumbuhnaus var hnausunum raðað upp á rönd og látnir hallast ofurlítið ýmist til hægri hvert lag í veggnum eða vinstri, þegar búið var að hlaða allan hringinn var tyrft yfir hleðsluna til að binda hnausinn í veggnum og var tyrft yfir hvert hnausalag allan vegginn upp úr, klumbuhnausarnir voru lagaðir til með beittu eggjárni, venjulega beittum ljá svo þeir féllu betur hvor að öðrum og fengju öruggt sæti í veggnum. Þegar búið var að hlaða klumbuveggi voru þeir snyrtir og lagaðir með beittum ljá svo þeir urðu rennsléttir utan og innan og voru þessir veggir mjög fallegir á að líta. Klumbuveggir þurftu að 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.