Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 33
Lengd á árefti fór eftir því hve langt var á milli skáldrafta, í árefti
var hægt að nota allskonar viðarrusl en þó þurfti að gæta þess að
hnúskar eða miklar ójöfnur væru ekki á því, svo undirþakið yrði
sem sléttast.
Þá var komið að því að tyrfa húsið, sett var tvöfalt torfþak og
var kallað undirþak og yfirþak, fyrst var undirþakið sett á og var
grasflöturinn á torfinu látinn snúa niður eða inn í húsið, þá var
að mylda þakið, það fólst í því að sett var myldin mold á
undirþakið svo mikil að hún fyllti allar holur og dældir í undir-
þakinu, því næst var sett lag af húsdýraáburði það var gert til
þess að þökin gréru betur saman og svo var mjög áríðandi að gras
gæti vaxið á torfþaki. Grasið vamaði því að þakið ofþornaði og
blési upp, ennfremur að vel gróið þak varðist miklu betur regni
og minni hætta á að það læki. Þá var yfirþakið sett á og snéri
grasflöturinn á torfinu út, áríðandi var að tyrfa vel út á veggja-
brúnir svo vatn kæmist ekki í vegginn. Torfið var lagt langsum á
húsið og var mjög áríðandi að það skaraðist vel, byrjað var að
leggja torfið neðst og svo upp eftir þekjunni. Torf þurfti að
skarast minnst þrjár tommur, torfuendarnir urðu líka að skarast
eins og hliðamar og voru torfuendarnir látnir skarast undan
þeirri vindátt er hættulegust þótti með að rífa þakið af á meðan
það var að gróa. Að síðustu var svo húsdýraáburður settur á
yfirþakið svo það gréri fljótar og grasmyndun yrði sem mest á
þakinu.
Þegar byggt var með klumbuhnaus voru undirstöður venju-
lega hlaðnar úr torfi og grjóti í minnst álnar hæð stundum
hærra. Þegar hlaðið var úr klumbuhnaus var hnausunum raðað
upp á rönd og látnir hallast ofurlítið ýmist til hægri hvert lag í
veggnum eða vinstri, þegar búið var að hlaða allan hringinn var
tyrft yfir hleðsluna til að binda hnausinn í veggnum og var tyrft
yfir hvert hnausalag allan vegginn upp úr, klumbuhnausarnir
voru lagaðir til með beittu eggjárni, venjulega beittum ljá svo
þeir féllu betur hvor að öðrum og fengju öruggt sæti í veggnum.
Þegar búið var að hlaða klumbuveggi voru þeir snyrtir og lagaðir
með beittum ljá svo þeir urðu rennsléttir utan og innan og voru
þessir veggir mjög fallegir á að líta. Klumbuveggir þurftu að
31