Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 52
saltpækli, svo þetta urðu mikil fjárútlát fyrir hreppsbúa, og
kannski hefur það eitthvað skyggt á ánægjuna.
Fyrst ég er að rifja upp sitthvað um skemmtanahald á mínum
ungdómsárum, þá má alls ekki gleyma því, að það var ekki bara
vetrinum sem fólkið kom saman til að skemmta sér, heldur
einnig á öðrum tímum ársins.
Til dæmis var það föst regla, að halda skemmtun að loknu
sundnámskeiði í Hveravík, á hverju vori eftir að sundlaug var
byggð þar. Aðalprófgrammið var þá auðvita sundkeppni og
ýmsar útiíþróttir og einnig var dansað á palli, — mér er þetta
kannski minnisstæðara vegna þátttöku tveggja systkina minna,
Hermanns sem var sundkennari þarna í mörg ár, og Vigdísar
sem var jafn ómissandi með vinsælu veitingamar sínar, ég hef oft
hugsað um það á fullorðnisárunum hvað mikinn dugnað og
skipulagsgáfu hefur þurft til að framkvæma veitingasölu við svo
frumstæð skilyrði sem þama voru, — en hvað sem um það var,
þá fullyrði ég að ávaxtagrauturinn og kaffið hennar Dísu systur
mun ekki gleymast þeim, sem svangir nutu.
Á árunum milli 1920 — 30 var það orðin fastur siður að halda
samkomu seint í júní, sem nefnd var kappsláttur eins og nafnið
bendir til var þetta keppni um það hver væri duglegasti sláttu-
maðurinn í hverri sveit, — og einnig tóku konur þátt í rakstar-
keppni sem fór þá fram um leið. Ýmislegt fleira var þá haft til
skemmtunar t.d. ræðuhöld og söngur og að sjálfsögðu dans.
Seinna var svo líka, farið að halda upp á sjómannadaginn með
kappróður, reiptog og pokahlaupi og allskonar sprelli sem varla
tekur að nefna, enda eitthvað breytilegt frá ári til árs.
Einnig man ég eftir því, að farið var í reiðtúra að sumrinu inn
í skóg, þar er að segja inn á Selárdal. Misjafnir voru nú hestarnir,
og ekki allir neinir gæðingar. eitt sinn reið ég hryssu, sem Vinda
hét, hún var svo fælin að það var næstum lífsháski, að koma
henni á bak, já svo fælin að stundum þurfti ekki annað, en að
hún sjálf eða einhver annar hestur leysti vind, — þá hrökk hún í
kút og stökk út undan sér, það var einmitt það sem gerðist í
reiðtúmum þeim, þess vegna datt ég af baki — og mátti teljast
lánsöm að stórslasast ekki, þetta varð til þess, að einn af ungu
50