Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 69
auki hafði Símon legið i lungnabólgu veturinn 1920 og var mjög
hætt kominn og var okkur í fersku minni nú ári seinna.
Heimafólk var ekki annað en móðir mín, alsystkini mín fyrir
innan fermingu og hálfsystur, smábörn og sú yngsta nýlega
fædd, svo og afi minn Guðmundur Ólafsson og Kristín þor-
steinsdóttir bæði við aldur, en voru máttarstólpar alls þess er að
heimilinu laut. Ég var þá tvítug og hafði gift mig þá um sumarið
Alexander Ámasyni og vorum við í svokölluðu sjávarhúsi niður
við sjóinn rétt við lendinguna. Alexander hafði farið með skipi
inn að Borðeyri og hans var ekki bráðlega að vænta. „Hvað er nú
til ráða?“. Mér hugkvæmdist þá að ég gæti farið gangandi út á
Gjögur, en dagurinn entist ekki til baka svo ég hlaut að gista á
Gjögri. eg vakti máls á þessu við heimafólk og var því vel tekið.
Stutt stund leið þar til ég var ferðbúin, ekki voru tiltök að flýta
ferð minni með því að flytja mig yfir fjörðinn í Klakk, það var
ekki unnt að koma bátnum upp aftur, hann var þungur í setn-
ingu, ár voru vatnsmiklar en þó varð strax að vaða Kjósarána svo
og Reykjafjarðarána sem var vatnsmeiri í Naustvík kom ég
meðan húslesturinn stóð yfir og settist eins og venja var þar til
húslestrinum lauk, þá var fólkinu heilsað. Eftir þeginn greiða var
mér fylgt út fyrir Sætrakleif sem var ill yfirferðar og ég aldrei
farið fyrr og ekki heldur síðar, kvaddi ég piltinn og þakkaði
honum fyrir hjálpina sem aldrei brást við gesti og gangandi á
þessum bæ. Nú var ég komin út á Sætur, þaðan er fagurt yfir
fjörðinn að sjá, eins er upp til hlíðarinnar, þó hún sé há og
hrikaleg þá var eitthvað svo milt og unaðslegt í litskrúði hausts
— blíðunnar, sefandi og rótt.
Eftir því sem utar dró varð ég kvíðnari er ég hugsaði til þess
sem gæti borist mér þó að vísu ekki fyrsta frostnótt hausts á
skammri ævi. Áður en varði var ég komin að Kjörvogi og barði
þar á dyr þrjú högg eins og venja var til, húsmóðirin Guðrún
kom sjálf til dyra, sá ég strax á yfirbragði hennar að um góð
tíðindi væri að ræða, Simon var á batavegi. Fékk ég þar hinar
bestu móttökur enda heimilið rómað fyrir myndarskap og
hjartahlýju, hvíldist ég þar góða stund hélt svo ferð minni áfram
glöð í huga. Kom aðeins við hjá Lýð frænda mínum á Víganesi.
67