Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 73

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 73
unum niður og mokuðu síðan vel að svo þær gætu ekki fokið eða fallið um koll nelgdu síðan þverspýtu ofarlega á svo myndaðist eins og handleggir, á þetta hengdu þeir föt svo oft líktist þetta mönnum, þetta voru kallaðar hræður.Ég heyrði talað um að sumstaðar hefðu verið settar upp klukkur og bjöllur sem samhringdu ef hvasst var veður og gáfu þá frá sér ýmsa tóna, þetta átti að laða fuglinn að varpinu ég gæti trúað að þetta hafi fuglinum líkað vel og kunnað að meta því hann er mikið gefinn fyrir allskonar tóna. Konumar hófust strax handa við að hreinsa hreiðrin taka burt blautt hey frá fyrra ári og setja nýtt og þurrt hey í staðinn væri kominn tvö egg í hreiðrið var annað eggið tekið en búið vel um það em eftir var skilið, einnig reistu þær upp steina sem fallið höfðu um koll, en mikið af hreiðrunum var hólfað í sundur með steinum sem reistir voru upp á rönd og hafði því hver æðarkolla sitt heimili út af fyrir sig en svo var byggðin þétt að hafa varð alla gát á að stíga ekki of nærri hreiðrinu svo steinamir færu ekki um koll. Þegar þessum störfum var lokið fór fuglinn óðum að setjast upp og eftir nokkra daga var hólmar og eyjar orðin hvít af fugli, hver bliki sat hjá sinni frú, þá var varptíminn fyrir alvöru hafinn. Venjulega var farið tvisvar í viku í varpið fyrst til að taka egg og dálítið af dún ef eggin voru fá en dúnn mikill ef mikið var af eggjum í hreiðri voru tekin egg en skilið eftir svo sem 5 — 6 egg í hreiðri ef fleiri bættust við þá varð að skyggna eggin og var það gert þannig að hendi var brugðið yfir víðari enda eggsins og horft í gegnum það í birtuna væri eggið nýtt var það hreint að sjá í gegn en væri það stropað eða ungað sást dökkur skuggi innan í því, nýja eggið var tekið og látið í ílát sem haft var undir eggin en hin voru látin vera eftir í hreiðrinu. Dúnninn var látinn í poka, þegar komið var í land var byrjað að skipta eggjunum og tók það töluverðan tíma því þá var varpið mikið og þótti gott búsílag að fá þennan mikla matarforða svo snemma vors. Dúnninn var losaður úr pokanum breiddur til þurrks hrist úr honum mesta ruslið og honum snúið og hagrætt svo að hann nyti sem best sólar þannig var hann þurrkaður í marga daga áður en hann var tekinn til hreinsunar. Oftast fór sama fólkið í varpið yfir vorið og virtist sem fuglinn þekkti það, það var gaman að sjá blessaðar æðarkollurnar vappa af hreiðr- 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.