Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 73
unum niður og mokuðu síðan vel að svo þær gætu ekki fokið eða fallið
um koll nelgdu síðan þverspýtu ofarlega á svo myndaðist eins og
handleggir, á þetta hengdu þeir föt svo oft líktist þetta mönnum, þetta
voru kallaðar hræður.Ég heyrði talað um að sumstaðar hefðu verið
settar upp klukkur og bjöllur sem samhringdu ef hvasst var veður og
gáfu þá frá sér ýmsa tóna, þetta átti að laða fuglinn að varpinu ég gæti
trúað að þetta hafi fuglinum líkað vel og kunnað að meta því hann er
mikið gefinn fyrir allskonar tóna.
Konumar hófust strax handa við að hreinsa hreiðrin taka burt
blautt hey frá fyrra ári og setja nýtt og þurrt hey í staðinn væri kominn tvö
egg í hreiðrið var annað eggið tekið en búið vel um það em eftir var
skilið, einnig reistu þær upp steina sem fallið höfðu um koll, en mikið af
hreiðrunum var hólfað í sundur með steinum sem reistir voru upp á
rönd og hafði því hver æðarkolla sitt heimili út af fyrir sig en svo var
byggðin þétt að hafa varð alla gát á að stíga ekki of nærri hreiðrinu svo
steinamir færu ekki um koll.
Þegar þessum störfum var lokið fór fuglinn óðum að setjast upp og
eftir nokkra daga var hólmar og eyjar orðin hvít af fugli, hver bliki sat
hjá sinni frú, þá var varptíminn fyrir alvöru hafinn. Venjulega var farið
tvisvar í viku í varpið fyrst til að taka egg og dálítið af dún ef eggin voru
fá en dúnn mikill ef mikið var af eggjum í hreiðri voru tekin egg en
skilið eftir svo sem 5 — 6 egg í hreiðri ef fleiri bættust við þá varð að
skyggna eggin og var það gert þannig að hendi var brugðið yfir víðari
enda eggsins og horft í gegnum það í birtuna væri eggið nýtt var það
hreint að sjá í gegn en væri það stropað eða ungað sást dökkur skuggi
innan í því, nýja eggið var tekið og látið í ílát sem haft var undir eggin
en hin voru látin vera eftir í hreiðrinu. Dúnninn var látinn í poka, þegar
komið var í land var byrjað að skipta eggjunum og tók það töluverðan
tíma því þá var varpið mikið og þótti gott búsílag að fá þennan mikla
matarforða svo snemma vors.
Dúnninn var losaður úr pokanum breiddur til þurrks hrist úr honum
mesta ruslið og honum snúið og hagrætt svo að hann nyti sem best sólar
þannig var hann þurrkaður í marga daga áður en hann var tekinn til
hreinsunar.
Oftast fór sama fólkið í varpið yfir vorið og virtist sem fuglinn þekkti
það, það var gaman að sjá blessaðar æðarkollurnar vappa af hreiðr-
71