Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 81
greind kona og skemmtileg, og varð okkur stofusystrum tíðrætt
um ólíkustu hluti. Meðal annars um forspár og spádóma og
sýndist sitt hvorri um áreiðanleik þeirra. Guðrún varð glettnisleg
til augnanna og sagðist skyldi segja okkur litla sögu til sönnunar
um það, að ekki væri allt hégilja sem spákonur segðu.
Þegar hún var ung og ógefin stúlka norður í Hrísey ætlaði hún,
ásamt fleira fólki á strandferðabát til Dalvíkur. Kvöldið áður fór
hún í hús til kunningjafólks síns og sat þar ásamt fleirum fram
eftir kvöldi. Meðal gestanna var kona, sem þótti glúrin að spá
bæði í spil og bolla og var hún að líta í kaffibolla fyrir þá sem
þarna voru, sérstaklega yngra fólkið. Er hún lítur í bolla Guð-
rúnar, verður hún undirfurðuleg á svip eins og henni sé dillað, og
gekk þá Guðrún á hana um það hvað hún sæi.
„Ég skal segja þér kerli mín, að ferðin á morgun hefur ári
mikla þýðingu fyrir þig, því sá fyrsti sem tekur í hendi þína þegar
þú kemur til Dalvíkur, verður maðurinn þinn.“
Að sjálfsögðu vakti spádómurinn mikla kátínu og ertni í allri
vinsemd, en gleymdist svo í önnum ferðalagsins daginn eftir.
Er yfir undir Dalvík kom, hvessti og var töluverður sláttur við
bryggjuna þegar lagst var að. Fólkið staulaðist að landgöngu-
brúnni og handstyrkti sig upp eftir henni.
Þegar svo Guðrún er að paufast upp brúna er allt í einu tekið í
hendi hennar og hún studd upp á bryggju.
Um leið og hún var örugglega komin með fast undir fót leit
hún upp og mætti þá augum ungs og gjörfulegs manns sem hélt
í hönd hennar. Flaug henni þá spádómurinn í hug, enda lét hann
ekki að sér hæða, því innan árs voru þau gift, hún og ungi
maðurinn sem svo drengilega studdi hana í hvassviðrinu.
Lítið var
I Saurbæ í Dalasýslu var í lok síðustu aldar vinnukona, sem
Kristín hét. Ekki veit ég á hvaða bæ hún var er húsbóndi hennar
missá sig á henni og gerði henni barn. Reyndi Kristín að leyna
þunga sínum og vildi ekki við hann kannast fyrir neinum. Bóndi
79