Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 92
áfanginn á leið minni heim. Logn var enn svo að ég taldi engin
tormerki á að fara einn yfir fjörðinn. Ég barði að dyrum á Hvalsá
og út komu bæði hjónin Guðrún Einarsdóttir og Ágúst Bene-
diktsson. Þegar ég hafði heilsað þeim spurði ég Ágúst, hvort
hann vildi annaðhvort lána mér skektuna sína eða skjóta mér
yfir fjörðinn, ég ætli mér að koma til baka eftir helgina.
Ég hafði ekki fyrr borið upp erindið en Ágúst hvað það alveg
sjálfsagðan hlut, hvort sem ég vildi heldur. Ég kaus að fá bátinn
lánaðan og fara einn.
Þau hjónin buðu mér að koma inn og fá hressingu og var það
vissulega freistandi tilboð, því auk sérstakrar rausnar var þar
alltaf húsfyllir af gleði og góðmennsku. En mér fannst einhvern
veginn að ég mætti engan tíma missa og afþakkaði þetta góða
boð. Ég hraðaði mér svo inn grundirnar að Kollafjarðarnesi, en
þar var báturinn geymdur í lendingunni, örstutt leið er þar milli
bæjanna.
Þegar ég kom heim í hlaðið hitti ég einn af sonum prófasts-
hjónanna, Guðnýjar Magnúsdóttur og séra Jóns Brandssonar,
mig minnir að það væri Hjálmar. Ég beiddi hann nú að hjálpa
mér að setja niður bátinn því ég hefði fengið hann lánaðan yfir
fjörðinn. En þegar við erum að leggja af stað niður að sjónum, þá
kemur frú Guðný út á tröppumar, kallar til mín, heilsar og spyr
á hvaða leið ég sé. Ég segi henni það og spyr hún þá, hvort ég vilji
ekki vera svo góður, að taka tvær telpur, frænkur sínar með mér
yfir fjörðinn. Þær séu á leið heim til sín inn að Skálholtsvík í
Hrútafirði. Verði þær sóttar að Broddanesi morguninn eftir. Ég
hikaði aðeins og leit til lofts, en svaraði svo að það væri alveg
sjálfsagt, ef hún héldi að þær mundu vilja fara með mér einum út
á sjó. ,,Þær vilja það áreiðanlega“, sagði frú Guðný með sínum
fallega málrómi og mér fannst blessun fylgja því trausti sem hún
sýndi mér með þessum orðum. Við hinkruðum við og eftir litla
stund komu báðar telpurnar, bjartar og brosandi og heilsuðu
mér með handabandi. Þær voru dætur merkishjónanna Guð-
rúnar Grímsdóttur frá Kirkjubóli í Tungusveit og Jóns
Magnússonar frá Miðhúsum í Bæjarhreppi, sem þá voru búandi
90