Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 97
kvöld. Ég hafði ekki vitað um það, var úti við mest allt kvöldið.
En auðvitað hefur þetta verið svo, því að þegar mömmu var
eitthvað niðri fyrir, þá sat hún oft þögul og horfði fast fram fyrir
sig. Prjónarnir gengu dálítið hraðar í höndum hennar og hún
réri lítið eitt meira en hún var vön. Þegar þannig var ástatt fyrir
henni, var hún ekki iðjulaus í huganum. A þessu kvöldi þykist ég
vita að hugur hennar hafi farið víða. Ef til vill hefur henni
fundist að hún þyrfti að þakka einhverjum, einhversstaðar fyrir
eitthvað. Og kannske hefur hugurinn leitað inn að Kirkjubóli til
skyldfólks litlu telpnanna, til atburðar sem þar gerðist fyrir
mörgum árum. Og ekki er ólíklegt, að hún hafi minnst hins
skelfilega desemberdags þegar Þorsteinn bróðir hennar drukkn-
aði ásamt konu sinni og fleira fólki fyrir framan landsteinana á
Skriðnesenni í dúnalogni. Um þetta hvort tveggja getur í bók
hennar „Gömlum glæðum“.
Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Reykjavík, nánar til
tekið við jarðarför Sigríðar systur minnar, sem fram fór frá
Fossvogskirkju, og var þar samankomið mikið fjölmenni. Að
lokinni athöfninni, þegar flestir voru komnir út og stóðu á stétt-
inni fyrir framan kirkjuna, heyri ég þar sem ég stóð í mann-
fjöldanum, að kona spyr þá, sem næstir henni standa, hvort þeir
viti, hvort Þorsteinn frá Broddanesi sé staddur hér. Því var
svarað játandi og henni bent í áttina til mín. Ég gaf mig fram og
konan gekk til mín, heilsaði mér og spurði hvort ég þekkti sig. Ég
svaraði því neitandi, því ekki gat ég komið henni fyrir mig. Hún
sagðist heita Valgerður Jónsdóttir frá Skálholtsvík. Þarna var þá
komin önnur telpnanna minna frá sjóferðinni fyrrum. Mér varð
dálitið tregt um tungu, þegar ég stóð frammi fyrir þessari glæsi-
legu konu og fram í hugann kom mynd af ljóshærðri 12 ára
telpu, sem eitt sinn fyrir löngu deildi með mér þeim örlögum, að
eiga líf sitt að launa tveimur hellusteinum úr fjörunni á Kolla-
fjarðarnesi.
Hún spurði, hvort ég myndi eftir sjóferðinni um árið. Ég
svaraði því játandi, kvaðst muna þá ferð vel og eftir því betur
sem árunum fjölgaði síðan hún var farin. Mér skildist að þessu
95