Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 108

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 108
Gamameistarinn og langatelpan ganga hjá, hún gefur mér íbyggið auga og rekur út úr sér tunguna. „Ur hverjum á nú að rekja gamirnar?“ kallar fláningsmaður- inn. „Flækið þið ykkur ekki í þeim, það er ekki hollt fyrir ástina.“ Ég get heldur ekki stillt mig um að senda þeim tóninn. Hópamir fjarlægjast. Við göngum út með sjónum, sandurinn marrar undir fótum okkar. Að baki okkar dynja þung stimpilslög frystivélanna eins og hjartsláttur. Þau ýta undir óró og ólgu blóðsins því líkingin er nákvæm og glögg. Ég get næstum fundið hjarta fláningsmannsins míns slá í takt við vélamar, og halla mér að honum til að segja honum það. Við brosum og horfumst í augu. Kyndarinn snýr við okkur baki og horfir fram á sjóinn. Því hann er skáld og verður með tímanum stórskáld, gefur máske út bók, sem verður rifist um í blöðunum. Það er indælt að hafa félaga, sem lifir aðeins að hálfu leyti í veruleikanum og gefur því aldrei gaum, sem hann á ekki að sjá. Kvöldið líður. Kannske sjáum við félaga okkar, kannske ekki, fleira er sagt og brotið til mergjar, sem svo geymist í dýrum sjóði minninganna sem aldrei er of fullur. Fáist til þess nothæf rusla- kompa er slegið upp balli og stofnaður hárgreiðukonsert. Stundum er hægt að slá einhvem um munnhörpu. En undir öllum glymjandanum og yfirborðsfroðunni leynist önn hins komandi dags. Okkur þykir, þrátt fyrir allar kvartanir vænt um vinnuna og allt það. Við kveðjumst með söknuði hvert haust og slæðumst þarna að að ári. Svo undir miðnættið förum við að tínast í kojuna til þess að vakna að morgni við: Halló, góðan daginn“ verkstjórans. Máske spyrja karlarnir „munkamir“ þá ungu: Hvar varst þú í nótt? eða eitthvað þvíumlíkt, en þetta er aldrei tekið alvarlega, því að það er bara meiningarlaus glettni. Við brosum aðeins og ypptum öxlum, því að það sem gerðist í gær er gleymt, en blaðsíða dagsins í dag er enn óskrifuð. Og yfir okkur dynja stimpilslögin, hjartsláttur tímans, sem telur jafnt aldir og augnablik. 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.