Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 108
Gamameistarinn og langatelpan ganga hjá, hún gefur mér
íbyggið auga og rekur út úr sér tunguna.
„Ur hverjum á nú að rekja gamirnar?“ kallar fláningsmaður-
inn.
„Flækið þið ykkur ekki í þeim, það er ekki hollt fyrir ástina.“
Ég get heldur ekki stillt mig um að senda þeim tóninn.
Hópamir fjarlægjast. Við göngum út með sjónum, sandurinn
marrar undir fótum okkar. Að baki okkar dynja þung stimpilslög
frystivélanna eins og hjartsláttur. Þau ýta undir óró og ólgu
blóðsins því líkingin er nákvæm og glögg. Ég get næstum fundið
hjarta fláningsmannsins míns slá í takt við vélamar, og halla mér
að honum til að segja honum það. Við brosum og horfumst í
augu. Kyndarinn snýr við okkur baki og horfir fram á sjóinn. Því
hann er skáld og verður með tímanum stórskáld, gefur máske út
bók, sem verður rifist um í blöðunum. Það er indælt að hafa
félaga, sem lifir aðeins að hálfu leyti í veruleikanum og gefur því
aldrei gaum, sem hann á ekki að sjá.
Kvöldið líður. Kannske sjáum við félaga okkar, kannske ekki,
fleira er sagt og brotið til mergjar, sem svo geymist í dýrum sjóði
minninganna sem aldrei er of fullur. Fáist til þess nothæf rusla-
kompa er slegið upp balli og stofnaður hárgreiðukonsert.
Stundum er hægt að slá einhvem um munnhörpu.
En undir öllum glymjandanum og yfirborðsfroðunni leynist
önn hins komandi dags. Okkur þykir, þrátt fyrir allar kvartanir
vænt um vinnuna og allt það. Við kveðjumst með söknuði hvert
haust og slæðumst þarna að að ári.
Svo undir miðnættið förum við að tínast í kojuna til þess að
vakna að morgni við: Halló, góðan daginn“ verkstjórans. Máske
spyrja karlarnir „munkamir“ þá ungu: Hvar varst þú í nótt? eða
eitthvað þvíumlíkt, en þetta er aldrei tekið alvarlega, því að það
er bara meiningarlaus glettni. Við brosum aðeins og ypptum
öxlum, því að það sem gerðist í gær er gleymt, en blaðsíða
dagsins í dag er enn óskrifuð. Og yfir okkur dynja stimpilslögin,
hjartsláttur tímans, sem telur jafnt aldir og augnablik.
106