Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 110

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 110
vel til vegar fer ég mér hægt, lofa gömlum atburðum að líða hjá með norðanfarinu, um leið og andvarinn strýkur kinn mína, verður mér hugsað til baka. Á hæð einni, sunnan við bæinn „Hlíð“ sést aðeins á tum Kollafjarðarneskirkju, þá kirkju sem verður mér ætíð minnis- stæðust af öllum þeim sem ég hef í setið. Þar hef ég oft hlýtt messu, kannski eftirtektarlítill sem ung- lingi er tamt, og alls ódómbær um innihald ræðu prests, en eitt stendur eftir og verður svo alla tíð. Mér fannst séra Jón Brands- son tóna allra presta best. Stólræðurnar voru í þá tíð alllangar sem títt var, og ég illa dómbær þar á hversu góðar þær máttu teljast. Ekki vil ég sverja fyrir að mér hafi orðið á að dotta undir ræðu. en hafi svo verið, þá var þeirri blæju fljótt af mér svift um leið og söngurinn byrjaði, en hann var á þeirri tíð talinn góður í kirkju séra Jóns. Kollafjarðarnes var gert að kirkjujörð rétt um 1908. Þá var um leið lögð niður kirkjan á Felli í Kollafirði en hún hafði þar lengi staðið. Árin næstu á undan 1908 áttu og bjuggu í Kollafjarðar- nesi foreldrar mínir Guðbjörg Jónsdóttir og Magnús Jónsson einnig var í sambúð með þeim afi minn og amma, Jón og Sólveig frá Litla Fjarðarhorni. Foreldrar mínir stóðu upp af jörðinni, þegar hún var gerð að kirkjujörð, og fluttust þá að Hvalsá, næsta bæ, og bjuggu þar til þess að faðir minn lést 1915 en á Hvalsá er ég og flest systkini mín fædd. Þetta rifja ég hér upp, aðeins til að sýna, að báðir þessir bæir er mér kærir, þó ekki af langdvölum fremur frá bernsku minningu. Sjálfsagt hafa lesendur mínir aldrei sofið í kirkju utan þess að dotta undir langri stólræðu, og lái ég þeim það ekki. Aftur á móti hef ég sofið í alvöru í kirkju tvær nætur í röð, og það var í Kollafjarðarneskirkju. Svo bar til að á útmánuðum 1924 brann íbúðarhúsið á Kollafjarðarnesi til grunna ofan af þeim prófasthjónunum séra Jóni Brandssyni og Guðnýju Magnúsdóttur sem áttu þá allstór- an hóp bama. Sumarið næsta á eftir var hafist handa um að byggja nýtt íbúðarhús og var móðir mín ráðskona þar það sumar. Heimilis- 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.