Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 110
vel til vegar fer ég mér hægt, lofa gömlum atburðum að líða hjá
með norðanfarinu, um leið og andvarinn strýkur kinn mína,
verður mér hugsað til baka.
Á hæð einni, sunnan við bæinn „Hlíð“ sést aðeins á tum
Kollafjarðarneskirkju, þá kirkju sem verður mér ætíð minnis-
stæðust af öllum þeim sem ég hef í setið.
Þar hef ég oft hlýtt messu, kannski eftirtektarlítill sem ung-
lingi er tamt, og alls ódómbær um innihald ræðu prests, en eitt
stendur eftir og verður svo alla tíð. Mér fannst séra Jón Brands-
son tóna allra presta best. Stólræðurnar voru í þá tíð alllangar
sem títt var, og ég illa dómbær þar á hversu góðar þær máttu
teljast. Ekki vil ég sverja fyrir að mér hafi orðið á að dotta undir
ræðu. en hafi svo verið, þá var þeirri blæju fljótt af mér svift um
leið og söngurinn byrjaði, en hann var á þeirri tíð talinn góður í
kirkju séra Jóns.
Kollafjarðarnes var gert að kirkjujörð rétt um 1908. Þá var um
leið lögð niður kirkjan á Felli í Kollafirði en hún hafði þar lengi
staðið. Árin næstu á undan 1908 áttu og bjuggu í Kollafjarðar-
nesi foreldrar mínir Guðbjörg Jónsdóttir og Magnús Jónsson
einnig var í sambúð með þeim afi minn og amma, Jón og Sólveig
frá Litla Fjarðarhorni. Foreldrar mínir stóðu upp af jörðinni,
þegar hún var gerð að kirkjujörð, og fluttust þá að Hvalsá, næsta
bæ, og bjuggu þar til þess að faðir minn lést 1915 en á Hvalsá er
ég og flest systkini mín fædd.
Þetta rifja ég hér upp, aðeins til að sýna, að báðir þessir bæir er
mér kærir, þó ekki af langdvölum fremur frá bernsku minningu.
Sjálfsagt hafa lesendur mínir aldrei sofið í kirkju utan þess
að dotta undir langri stólræðu, og lái ég þeim það ekki. Aftur á
móti hef ég sofið í alvöru í kirkju tvær nætur í röð, og það var í
Kollafjarðarneskirkju.
Svo bar til að á útmánuðum 1924 brann íbúðarhúsið á
Kollafjarðarnesi til grunna ofan af þeim prófasthjónunum séra
Jóni Brandssyni og Guðnýju Magnúsdóttur sem áttu þá allstór-
an hóp bama.
Sumarið næsta á eftir var hafist handa um að byggja nýtt
íbúðarhús og var móðir mín ráðskona þar það sumar. Heimilis-
108