Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 134
voru geymslurnar kistur, sem flestar voru geymdar út í skemmu
eða í eldhúsinu, og koffort, sem stóðu við rúmin.
Á þriðja áratugnum var ný skarsúð sett á baðstofuna, því sú
sem var, var orðin fúin og lek. f938 var síðan byggt járnvarið
timburhús, rétt fyrir ofan gamla bæinn, var það þrjú herbergi,
eldhús og búr. Miðstöðvarhitun var lögð út frá steinsteyptum
katli í eldhúsi, og gekk smiðurinn frá því öllu. Húsið allt var
þiljað innan með panel og síðan málað, í einu herberginu voru
innbyggðir skápar með fatahengi og hillur undir tau. Smiður var
Sigurður Lýðsson í Bakkaseli, var faðir hans stundum með hon-
um fyrst. Smíði hússins varð ekki nema um hálft annað hundrað
dagsverk, meðtalin aðstoð Jóhanns og Matthíasar. Unnið var tíu
tíma á dag. Inn í þessum tíma var öll smíði og málningarvinna,
miðstöðvarlögn, smíði á þremur rúmum og einu stofuborði.
Sigurður Lýðsson var dugnaðarmaður og góður smiður. Efni
var allt fengið um vorið til Borðeyrar með skipi, og þaðan flutt
með bíl ofan að túngirðingu í Jónsseli. Var efnið það nákvæm-
lega útreiknað hjá Sigurði, að varla gekk af fjöl eða nagli.
Vatnsból voru góð í Jónsseli. Fyrst var vatnið sótt í brunn
suður á túninu, en löngu áður en flutt var úr gamla bænum,
hafði vatnsleiðsla verið lögð í hann, og var hún svo auðvitað lögð
í nýja húsið.
Þegar Matthías dó 1960 lagðist búskapur af í Jónsseli, en
Jóhann sonur hans dvaldist þó oft þar, þangað til hann dó 1975.
Frá 1943, að kona Matthíasar dó, voru þeir feðgar lengst af tveir
einir, en um tíma höfðu þeir ráðskonu á sumrin. Þegar Jóhann
dó keypti Benóný Guðjónsson bóndi í Bæ jörðina, svo að segja
má að hún sé komin til upphafs síns.
Við hjónin dvöldum fáeina daga í Jónsseli hjá Jóhanni
Matthíassyni, í júlímánuði, sumarið sem hann dó. Eldri sonur
okkar hjónanna var fæddur í gamla bænum í Jónsseli 1937, oger
því síðasta barn, sem í Jónsseli hefur fæðst. Það var kalt og
hráslagalegt þessa daga, svo við hjónin fórum lítið út. En einn
daginn birti til eftir hádegið, og gengum við þá á nokkrar hæðir
í nágrenninu.
Fyrir ofan bæinn var djúpur hvammur, sem bæjarlækurinn
132