Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 151
riti um það efni ófullgerðu, þegar hann féll frá mjög fyrir aldur
fram sumarið 1935, lét svo um mælt, að sér hefði heyrzt á
mönnum norður þar nær þeir töluðu um Tröllatunguætt, þá
meintu þeir eingöngu niðja séra Björns Hjálmarssonar, sem
þjónaði Tröllatunguprestakalli svo að segja allan fyrri hluta 19.
aldar. Svo var það þá og svo er það ennþá. Enginn innfæddur
Strandamaður með nokkum kunnleik á mannfræði héraðsins,
skilur annað við Tröllatunguætt en afkomendur séra Björns
Hjálmarssonar. Auðvitað mætti þó með fullum sanni kenna
fleiri ættir héraðsins við Tröllatungustað, til dæmis niðja séra
Snorra og Ásgeirs prests föður hans, er samfellt voru þar þjón-
andi prestar í 84 ár (1633—1717) og áttu fjölda afkomenda. Það
hefur þó ekki verið gert, en aftur á móti eins og fyrr segir talin
sérstök ætt frá einum niðja þeirra, það er Einari Jónssyni
dannebrogsmanni og kennd við óðal hans Kollafjarðarnes. Nú-
lifandi Strandamönnum má vissulega skipta og skipa niður í
fleiri ættir og er stundum gert, þótt hér séu eigi að umtalsefni
gerðar. Enda flestar yngri og fámennari enn sem komið er,
samanborið við þær tvær gömlu ættir, sem hér að framan hafa
verið nefndar.
I sambandi við hina fjölmennu Tröllatunguætt frá séra Birni
Hjálmarssyni er fyrr var getið, er fyrst frá því að segja, að feðg-
amir séra Hjálmar Þorsteinsson og Björn elzti sonur hans, voru
hvor eftir annan prestar og staðarhaldarar í Tröllatungu í rúm
70 ár (1776—1847). Séra Hjálmar var fæddur árið 1743 í
Tálknafirði vestur. Var hann af ýmsum talinn launsonur séra
Björns Halldórssonar i Sauðlauksdal, sem mtin einkum hafa
verið dregið af því, að hann ólst upp þar í grenndinni og lét elzta
son sinn heita Bjöm. Fleira mun og hafa valdið þeim misskiln-
ingi, því að ugglaust hefur fólk ruglað þeim saman séra Birni í
Sauðlauksdal og fósturföður séra Hjálmars, sem einnig hét Björn
og var Halldórsson eins og prófasturinn í Sauðlauksdal. En
Björn fósturfaðir séra Hjálmars var kallaður „Brútus“, var
stúdent úr Skálholtsskóla, þótti tregur námsmaður og gegndi
aldrei neinu embætti, bjó lengi i Stóra-Laugardal í Tálknafirði
og síðast á Sveinseyri í sömu sveit. Kona Björns „Brútusar“ hét
149