Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 151

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 151
riti um það efni ófullgerðu, þegar hann féll frá mjög fyrir aldur fram sumarið 1935, lét svo um mælt, að sér hefði heyrzt á mönnum norður þar nær þeir töluðu um Tröllatunguætt, þá meintu þeir eingöngu niðja séra Björns Hjálmarssonar, sem þjónaði Tröllatunguprestakalli svo að segja allan fyrri hluta 19. aldar. Svo var það þá og svo er það ennþá. Enginn innfæddur Strandamaður með nokkum kunnleik á mannfræði héraðsins, skilur annað við Tröllatunguætt en afkomendur séra Björns Hjálmarssonar. Auðvitað mætti þó með fullum sanni kenna fleiri ættir héraðsins við Tröllatungustað, til dæmis niðja séra Snorra og Ásgeirs prests föður hans, er samfellt voru þar þjón- andi prestar í 84 ár (1633—1717) og áttu fjölda afkomenda. Það hefur þó ekki verið gert, en aftur á móti eins og fyrr segir talin sérstök ætt frá einum niðja þeirra, það er Einari Jónssyni dannebrogsmanni og kennd við óðal hans Kollafjarðarnes. Nú- lifandi Strandamönnum má vissulega skipta og skipa niður í fleiri ættir og er stundum gert, þótt hér séu eigi að umtalsefni gerðar. Enda flestar yngri og fámennari enn sem komið er, samanborið við þær tvær gömlu ættir, sem hér að framan hafa verið nefndar. I sambandi við hina fjölmennu Tröllatunguætt frá séra Birni Hjálmarssyni er fyrr var getið, er fyrst frá því að segja, að feðg- amir séra Hjálmar Þorsteinsson og Björn elzti sonur hans, voru hvor eftir annan prestar og staðarhaldarar í Tröllatungu í rúm 70 ár (1776—1847). Séra Hjálmar var fæddur árið 1743 í Tálknafirði vestur. Var hann af ýmsum talinn launsonur séra Björns Halldórssonar i Sauðlauksdal, sem mtin einkum hafa verið dregið af því, að hann ólst upp þar í grenndinni og lét elzta son sinn heita Bjöm. Fleira mun og hafa valdið þeim misskiln- ingi, því að ugglaust hefur fólk ruglað þeim saman séra Birni í Sauðlauksdal og fósturföður séra Hjálmars, sem einnig hét Björn og var Halldórsson eins og prófasturinn í Sauðlauksdal. En Björn fósturfaðir séra Hjálmars var kallaður „Brútus“, var stúdent úr Skálholtsskóla, þótti tregur námsmaður og gegndi aldrei neinu embætti, bjó lengi i Stóra-Laugardal í Tálknafirði og síðast á Sveinseyri í sömu sveit. Kona Björns „Brútusar“ hét 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.