Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 159
er hinn svonefnda Hólavallarskóla, er reistur var á Hólavelli í
Reykjavík, þegar biskupsstóll og skóli var flutt frá Skálholti,
vegna afleiðinga Skaftárelda og Móðuharðindanna.
Upphaflega var ætlunin að piltar hefðu heimavist í skólanum,
en mötuneyti er stofnað var fyrsta haustið leystist strax upp, þar
sem gleymzt hafði að ætla því húsnæði. Skólasveinar urðu þá
sjálfir að sjá sér fyrir fæði, en svefnpláss höfðu þeir í skólahúsinu.
Flestir þeirra hafa víst haft lítið annað til að lifa af en náms-
styrkinn (þ.e. ölmusuna), sem var 56 skildingar á viku hverri.
Það var þeim mikil bót í máli, að fátæklingarnir í Reykjavíkur-
kotunum voru ekki kröfuharðir, tóku aðeins 3 ríkisdali fyrir
matreiðslu og þjónustu yfir allan veturinn. Bjarni Þorsteinsson,
síðar amtmaður og faðir Steingríms skálds Thorsteinssonar, sem
var nemandi í Hólavallarskóla á árunum 1795—1800 segir svo
um vist sína þar: „Fyrsta veturinn las ég að kalla mátti alls ekkert
í skólanum, því honum var þá í mesta máta niður hrakað.
Rektor var drykkfelldur mjög og konrektor sömuleiðis. Piltarnir
nálega allir, nema hinir allra hraustustu, urðu sjúkir af kláða og
öðrum kvillum, sem stafaði af kulda og illu mataræði. I skól-
anum var um þær mundir jafnilla séð fyrir líkama og sál.“
Haustið 1805 var skólinn fluttur að Bessastöðum, enda var
skólahúsið á Hólavelli þá svo af sér gengið, að heita mátti að
engu nýtt.
í æviminningum sínum er séra Björn yfirleitt ákaflega orðvar,
og um skólavistina á Hólavelli hefur hann aðeins þetta að segja:
„Ég settist næstur þeim efsta í neðra bekk, eftir haldið lær-
dómspróf, undir kennslu þáverandi konrektors Páls Jakobsson-
ar. Þann vetur var lítið framhald um lærdóm í skólanum margra
orsaka vegna, seint byrjað um haustið, margt ógert við húsið,
margur dagur og stund eftirgefin til ónauðsynlegra fríheita
o.s.frv.“ Björn útskrifaðist og tók stúdentspróf með góðri eink-
unn vorið 1789. Næsta ár á eftir var hann heima hjá foreldrum
sínum, og stundaði þá meðal annars um haustið fiskiróðra frá
bænum Heydalsá þar í sveitinni, en vorið eftir þ.e. 1790 var
hann við róðra vestur í Oddbjarnarskeri á Breiðafirði. Þá bauðst
honum kennslustarf suður á Bátsöndum, sem þó brást þegar til
157