Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 164

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 164
saman máttlaus, svo að hann nam staðar, og kvaðst ekki geta gengið lengra. Tók þa fylgdarmaður hans sem Tómas hét hann á bak sér og bar hann á herðum sér um hríð. Dró þá af presti og lagði Tómas hann niður, en veður var stillt. Hljóp þá Herdís, kona Tómasar og systir prests, sem með þeim var, sem harðast hún kunni heim til Kollafjarðarness og sagði frá hvar komið var. Fóru menn þá með henni og höfðu með sér voð, lögðu prest þar í báru hann heim til bæjar á Kollafjarðarnesi. Segja sumir að hann andaðist á leiðinni til bæjarins, en aðrir meina að hann væri þá enn með lífsmarki, er til bæjarins kom. En þar dó hann þann dag.“ Séra Jón Björnsson var skýrleiksmaður og góður prestur, en drykkfelldur nokkuð að mælt er, og átti ef til vill meðfram þess vegna jafnan við erfiðan efnahag að stríða, enda ómagamaður. Séra Jón og kona hans eignuðust 6 börn á þeim fáu árum, sem hann var aðstoðarprestur föður síns, og var hið yngsta þeirra aðeins nokkurra vikna gamalt er faðir þess féll frá, svo mjög fyrir aldur fram. Elzt barnanna var Guðbjörg, fædd á ísafirði árið 1826 og því aðeins tæpra 12 ára að aldri er faðir hennar lézt. I kringum tvítugsaldur mun hún hafa gifzt Jóni bónda Jónssyni á Bassastöðum í Steingrímsfirði og eignast með honum 5—6 börn, sem úr bernsku komust. Annað barn þeirra Bassastaðahjóna var hinn nafnkunni Jón Strandfjeld, brennivínsberserkur og barna- fræðari um miðbik ævi sinnar. Varð hann maður fjörgamall og öðlaðist því fjölbreytta og stundum bitra lífsreynslu. Einn hinna tilviljanakenndu duttlunga á æviferli hans var, þegar hann á efri árum lenti í hópi þeirra andríku originala, sem meistari Þór- bergur leitast við að sviðsetja í bókinni „Islenskur aðall“. Á yngri árum var Jón mikill myndarmaður og flestum öðrum betur gefinn til líkama og sálar, orðvís og jafnan nokkuð orðskár. Um nafnið Strandfjeld, er hann tók sér á fullorðinsárum, kvað hann svo að orði, að heita Jón Jónsson er ámóta og hundur hundsson. En sennilega er þó Strandfjelds nafnið aðallega sprottið af samvistum hans og allnánum kynnum við norska sjómenn norðanlands. Tiltölulega ungur að árum mun Jón hafa komizt í helzt til mikinn kunningsskap við „Bakkus“ konung, 162
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.