Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 31
sporum og ungbarnið, á allt sitt undir miskunn annarra þar til
yfir lýkur. Það ber að muna tvenna tíma hjá öldnu fólki, og mun
sú upprifjun vera æði ólík, þar ræður mestu um hvernig lífið
hefur ráðist hjá hverjum og einum.
Til er fólk sem hugleiðir, hvort höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg. Það eru margir örðugleikar, sem mæta
öldnu fólki bæði andlega og líkamlega, er því verðugt verkefni að
hlynna að þörfum þess, sem er nú þegar gert eftir bestu getu. Ef
litið er þó ekki sé nema 40 ár aftur í tímann, finnst mér með
eindæmum hvernig þátíma fólk gat öllu komið í verk sem eftir
það liggur, svo að segja verkfæra-laust, sem sagt með berum
höndum miðað við það sem nú er. Fyrst aðeins skófla og gaffall
og ristuspaði. Ekki man ég eftir öðrum verkfærum til að byrja
með, en allt stóð þetta til bóta.
Vorið 1929 kaupum við hjónin hálfa bújörðina Gautshamar í
Strandasýslu, nánar tiltekið á Selströnd í Steingrímsfirði.
Helmingur túnsins var kargaþýfi, hitt var votlendi, sem þurfti að
þurrka, varð að ræsa með skurðum. Þetta var 1929, en 1948
flytjum við til Hólmavíkur. Þá var túnið fjórum sinnum stærra
og allt véltækt í fallegri grænni breiðu. Þar var engin kyrrstaða á
því heimili þessi ár. Eg átti dugnaðar mann, þó mátti segja að
búskapurinn væri ekki hans aðalstarf. Hann tók á móti fiski af
bátum sem komu að vestan yfir sumartímann til róðra fyrir
Magnús heitinn Thorberg á Isafirði. Sá fiskur var vaskaður og
þurrkaður vorið eftir. Einnig tók hann á móti fiski fyrir Kaup-
félag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hann átti trillubát, sem
hann gerði út, en þá voru drengirnir okkar orðnir það stórir að
þeir fiskuðu og sáu um útgerðina. Árin sem við bjuggum á
Hamri voru ár mikilla átaka og umsvifa. Við áttum 12 börn og í
nógu var að sýsla, en börnin fóru fljótt að hjálpa til. Ég var svo
lánsöm að annað barnið okkar hjóna var stúlka, sem stóð mér við
hlið sem önnur húsmóðir, ef með þurfti. Hún var 19 ára þegar
hún fór að heiman. Það barst mikill fiskur á land á þessum árum.
Þá var gnægð fiskjar í Húnaflóa og jafnvel inni á Steingrímsfirði.
Þá varð að fá mannskap að til að fiskurinn skemmdist ekki áður
en hann kæmist í salt. Róið var frá byrjun júní til haustnótta, en
29