Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 82
nákvæmni og samviskusemi. Virðist úttekt hans á Staðarkirkju
sumarið 1856 staðfesta það álit fullkomlega. I fyrrnefndri
Morgunblaðsgrein séra Gísla Brynjólfssonar segir meðal annars
svo: „Þar er þessu reisulega guðshúsi skýrt og skilmerkilega lýst,
enda tekur úttektin yfir fimm blaðsíður í vísitazíubókinni. Þar
segir meðal annars á þessa leið: Kirkjan er reist á góðu grjóthlaði,
sem stendur hvarvetna gilda alin út frá húsinu. Hún er 17 álnir
10 og V2 þumlungur á lengd, 6 álnir 22 þumlungar á breidd, hæð
undir sperrukverk 7 álnir og 6 þumlungar, innanmál. Síðan er
húsgrindinni og einstökum hlutum hennar nákvæmlega lýst.
Hún er öll úr góðum og vönduðum viði eftir því sem föng voru á,
tilhlýðilega sterk og í álitlegu fyrirkomulagi. Súðin er úr kaup-
staðarborðum en veggir úr rekavið mest nýtt efni, en þó nokkuð
úr hinni eldri kirkju. Gaflar eru úr dönskum borðum, flestum
nýjum, breið og væn kaupstaðarborð. Allir veggir eru listaðir
utan. Gólf er í allri kirkjunni, fast og staðgott þótt úr fornu efni
sé. . . . Smíði kirkjunnar var að öllu leyti lokið nema þak þ.e. ytri
súð vantaði á þriðja hluta, en staðarhaldari hefur í hyggju að
fullgera það á þessu sumri. Alls nam byggingarkostnaður 670
ríkisdölum og 64 skildingum. Efniskaup aðallega timbur var 387
ríkisdalir, þar í mastur af franskri skútu 18 álna langt á 18
ríkisdali, annar rekaviður í grind frá Magnúsi á Finnbogastöð-
um 60 ríkisdalir. Smiðir voru Einar Einarsson Sandnesi,
Grundtvig snikkari frá ísafirði, Jakob Jónsson og Magnús
Gunnlaugsson. Þeirra laun og uppihald nam 264 ríkisdölum.
Skuld við fjárhaldsmenn þ.e. séra Sigurð var 239 ríkisdalir og 6
skildingar. Þegar séra Sigurður fór frá Stað 12 árum síðar var
skuld þessi að fullu goldin og 22 ríkisdalir í sjóði. Ekki gerði séra
Sigurður það endasleppt við kirkju sína. Við ítarlega úttekt á
Stað 22. ágúst 1868 er þess getið, að hann hafi gefið henni
vandaðan baldíraðan korporal-dúk úr dökku silkiflaueli með
rauðri umgerð og fóðraðan. Það voru síðustu afskipti séra Sig-
urðar Gíslasonar af Staðarkirkju.“
Hér með lýkur beinum og orðréttum tilvitnunum í fyrrnefnda
blaðagrein, um byggingu Staðarkirkju fyrir 127 árum. Manna á
meðal var það löngum haft fyrir satt í Staðarprestakalli, að
80