Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 82

Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 82
nákvæmni og samviskusemi. Virðist úttekt hans á Staðarkirkju sumarið 1856 staðfesta það álit fullkomlega. I fyrrnefndri Morgunblaðsgrein séra Gísla Brynjólfssonar segir meðal annars svo: „Þar er þessu reisulega guðshúsi skýrt og skilmerkilega lýst, enda tekur úttektin yfir fimm blaðsíður í vísitazíubókinni. Þar segir meðal annars á þessa leið: Kirkjan er reist á góðu grjóthlaði, sem stendur hvarvetna gilda alin út frá húsinu. Hún er 17 álnir 10 og V2 þumlungur á lengd, 6 álnir 22 þumlungar á breidd, hæð undir sperrukverk 7 álnir og 6 þumlungar, innanmál. Síðan er húsgrindinni og einstökum hlutum hennar nákvæmlega lýst. Hún er öll úr góðum og vönduðum viði eftir því sem föng voru á, tilhlýðilega sterk og í álitlegu fyrirkomulagi. Súðin er úr kaup- staðarborðum en veggir úr rekavið mest nýtt efni, en þó nokkuð úr hinni eldri kirkju. Gaflar eru úr dönskum borðum, flestum nýjum, breið og væn kaupstaðarborð. Allir veggir eru listaðir utan. Gólf er í allri kirkjunni, fast og staðgott þótt úr fornu efni sé. . . . Smíði kirkjunnar var að öllu leyti lokið nema þak þ.e. ytri súð vantaði á þriðja hluta, en staðarhaldari hefur í hyggju að fullgera það á þessu sumri. Alls nam byggingarkostnaður 670 ríkisdölum og 64 skildingum. Efniskaup aðallega timbur var 387 ríkisdalir, þar í mastur af franskri skútu 18 álna langt á 18 ríkisdali, annar rekaviður í grind frá Magnúsi á Finnbogastöð- um 60 ríkisdalir. Smiðir voru Einar Einarsson Sandnesi, Grundtvig snikkari frá ísafirði, Jakob Jónsson og Magnús Gunnlaugsson. Þeirra laun og uppihald nam 264 ríkisdölum. Skuld við fjárhaldsmenn þ.e. séra Sigurð var 239 ríkisdalir og 6 skildingar. Þegar séra Sigurður fór frá Stað 12 árum síðar var skuld þessi að fullu goldin og 22 ríkisdalir í sjóði. Ekki gerði séra Sigurður það endasleppt við kirkju sína. Við ítarlega úttekt á Stað 22. ágúst 1868 er þess getið, að hann hafi gefið henni vandaðan baldíraðan korporal-dúk úr dökku silkiflaueli með rauðri umgerð og fóðraðan. Það voru síðustu afskipti séra Sig- urðar Gíslasonar af Staðarkirkju.“ Hér með lýkur beinum og orðréttum tilvitnunum í fyrrnefnda blaðagrein, um byggingu Staðarkirkju fyrir 127 árum. Manna á meðal var það löngum haft fyrir satt í Staðarprestakalli, að 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.