Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 85

Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 85
V Að því er varðar forna og merka muni (inventaríum) Staðar- kirkju er þess fyrst að geta, að elsti munurinn heima þar er kirkjuklukka frá því um f600, síðan má nefna rautt altarisklæði úr flaueli eða silkiflosi frá árinu 1722. Það er letrað gullnum stöfum, fyrst og fremst hinu alþekkta nafnmerki Krists I H S, þ.e. Jesús hominum salvator (Jesús frelsari mannanna) og upphafs- stöfum í nöfnum gefendanna I A G E D, þ.e. Jón Árnason og Guðrún Einarsdóttir, Jón biskup Arnason var prestur á Stað í 15 ár frá 1707 til 1722 er hann tók við biskupsembætti í Skálholts- stifti, næstur á eftir Jóni biskupi Vídalín. En kona Jóns Árna- sonar var Guðrún Einarsdóttir, biskups á Hólum í Hjaltadal Þorsteinssonar. Níu árum síðar 1731 gefa prestshjónin á Stað, séra Halldór Einarsson og Sigriður Jónsdóttir foreldrar hins þjóðkunna garðræktar- og gáfumanns séra Björns í Sauðlauks- dal, kirkjunni mjög vandaðan sjöstrendan predikunarstól með fagurlega máluðum og lituðum myndum, einni mynd á hverjum hinna sjö flata. Fyrst og fremst af frelsaranum, síðan af guð- spjallamönnunum fjórum og postulunum Pétri og Páli. Þá ber að nefna silfurkaleik og patínu frá miðri 18. öld (1746), smíðis- gripi gullsmiðsins Sigurðar Þorsteinssonar (1714—1794), sem lengstum sinnar ævi bjó i Kaupmannahöfn mikils metinn af öllum, og jafnan talinn meðal fremstu manna á Norðurlöndum í sinni iðngrein. Ókunnugt er mér um gefendur fyrrnefndra silfurgripa, en trúlega munu það vera feðgarnir séra Jón Pálsson og séra Ásgeir sonur hans, annar hvor þeirra eða ef til vill báðir sameiginlega, sem sátu Stað í 41 ár um miðbik 18. aldar. Þeir voru skörungar miklir og búsýslumenn, höfðinglegir og fríðir sýnum og höfðinglyndir. Gleðimenn og ástsælir af sóknarfólki sínu og ölkærir, sem yfirleitt var ekki talið embættismönnum til lýta á þeirri öld. Enn má nefna oblátudósir úr silfri, gefnar kirkjunni af séra Hjalta Jónssyni, sem prestur var og prófastur á Stað á árunum frá 1799 til dánardægurs 1827. Enn þá fleiri gamla kirkjumuni er hægt að telja, til dæmis altarið, sem vissu- lega er ævafornt að stofni til, með tveimur haglega skornum súlum, þykkt og þungt skírnarfat úr málmi með mynd af 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.