Strandapósturinn - 01.06.1983, Qupperneq 85
V
Að því er varðar forna og merka muni (inventaríum) Staðar-
kirkju er þess fyrst að geta, að elsti munurinn heima þar er
kirkjuklukka frá því um f600, síðan má nefna rautt altarisklæði
úr flaueli eða silkiflosi frá árinu 1722. Það er letrað gullnum
stöfum, fyrst og fremst hinu alþekkta nafnmerki Krists I H S, þ.e.
Jesús hominum salvator (Jesús frelsari mannanna) og upphafs-
stöfum í nöfnum gefendanna I A G E D, þ.e. Jón Árnason og
Guðrún Einarsdóttir, Jón biskup Arnason var prestur á Stað í 15
ár frá 1707 til 1722 er hann tók við biskupsembætti í Skálholts-
stifti, næstur á eftir Jóni biskupi Vídalín. En kona Jóns Árna-
sonar var Guðrún Einarsdóttir, biskups á Hólum í Hjaltadal
Þorsteinssonar. Níu árum síðar 1731 gefa prestshjónin á Stað,
séra Halldór Einarsson og Sigriður Jónsdóttir foreldrar hins
þjóðkunna garðræktar- og gáfumanns séra Björns í Sauðlauks-
dal, kirkjunni mjög vandaðan sjöstrendan predikunarstól með
fagurlega máluðum og lituðum myndum, einni mynd á hverjum
hinna sjö flata. Fyrst og fremst af frelsaranum, síðan af guð-
spjallamönnunum fjórum og postulunum Pétri og Páli. Þá ber
að nefna silfurkaleik og patínu frá miðri 18. öld (1746), smíðis-
gripi gullsmiðsins Sigurðar Þorsteinssonar (1714—1794), sem
lengstum sinnar ævi bjó i Kaupmannahöfn mikils metinn af
öllum, og jafnan talinn meðal fremstu manna á Norðurlöndum í
sinni iðngrein. Ókunnugt er mér um gefendur fyrrnefndra
silfurgripa, en trúlega munu það vera feðgarnir séra Jón Pálsson
og séra Ásgeir sonur hans, annar hvor þeirra eða ef til vill báðir
sameiginlega, sem sátu Stað í 41 ár um miðbik 18. aldar. Þeir
voru skörungar miklir og búsýslumenn, höfðinglegir og fríðir
sýnum og höfðinglyndir. Gleðimenn og ástsælir af sóknarfólki
sínu og ölkærir, sem yfirleitt var ekki talið embættismönnum til
lýta á þeirri öld. Enn má nefna oblátudósir úr silfri, gefnar
kirkjunni af séra Hjalta Jónssyni, sem prestur var og prófastur á
Stað á árunum frá 1799 til dánardægurs 1827. Enn þá fleiri
gamla kirkjumuni er hægt að telja, til dæmis altarið, sem vissu-
lega er ævafornt að stofni til, með tveimur haglega skornum
súlum, þykkt og þungt skírnarfat úr málmi með mynd af
83