Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 101
stöku stað var fært upp á fjallið sökum kletta. Ekki fékk sá maður
sem á fjallinu var færi á rebba, sem nú hendist niður og fram
hlíðina en bróðir Betúels var vel á verði og lét hann vita af sér, að
hér skyldi enginn fara nema með sínu leyfi. Snýr nú rebbi við
aftur og tekur síðasta og versta kostinn að fara yfir gilið allt
uppundir klettum, en fram að þessu veigraði hann sér við gilinu,
sem bæði var nokkuð djúpt og klettótt. En yfir fór hann og ætlaði
sér að stinga sér niður með gilinu, en þar mætti hann fyrirstöðu
sem Betúel var, þó í þeirri fjarlægð að skoti varð ekki viðkomið.
Hendist nú rebbi upp aftur og ætlar út með klettabeltinu upp-
undir brúninni en maður sá sem þar var fylgdist vel með öllu og
gat komið í veg fyrir að rebbi kæmist þá leið. Nú fór að þrengjast
að rebba og rýkur hann til baka í gilið, en áður en yfir það var
komið verður hann mannsins var sem fyrir sunnan hann er og
snýr í ofboði við aftur og til sama lands og verður nú ekki neitt
var við Betúel sem komið hafði sér vel fyrir og reiknað rétt út á
hvern veg rebbi mundi haga sér, og þegar rebbi á hendingskasti
kemur nokkuð út fyrir gilið er hann kominn í færi og Betúel
bíður ekki boðanna og hleypir af og rebbi steinlá. Nú þegar þetta
skaðræðis dýr var að velli lagt og þessir þrír menn sem þar áttu i
hlut að máli, fóru að skoða dýrið kom 1 ljós að svona stóran ref
höfðu þeir aldrei séð eða heyrt um að til væri, helst líktist hann
úlfi að stærð eins og þeir eru sagðir vera. En nokkuð var það að
hann líktist ekki venjulegum ref, mikið frekar stórum hundi eða
þá úlfi. Hárlaus var hann á snoppu og aftur á háls. Helst var
hallast að því að hann væri svona af blóðinu sem hann drakk og
sleikti og eða af því kindurnar höfðu stangað hann. Skottið var
ekki skorið af rebba eins og vanalegt er í svona tilfellum, hann
var tekinn í heilu lagi og farið með hann heim á næsta bæ til
frekari athugunar. Vegna erfiðra samgangna var ekki tiltækt að
senda skrokkinn af rebba suður til skilgreiningar á hverslags dýr
þetta væri, en þess í stað var hann mældur og veginn og nákvæm
lýsing gefin af þar til gerðum mönnum ef ske kynni að upplýsa
mætti hvaða dýr þetta væri. Eftir þeirri lýsingu sem gefin var átti
ekkert slíkt afbrigði að vera til hér á landi af íslenskum ref.
Trúlega var hann líkastur úlfi eða úlfi og hundi. Helst var hallast
99