Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 136
Sigríði Guðmundsdóttur frænku sína, sem þá var vinnukona á
Kollafjarðarnesi og seinna varð kona Gríms Benediktssonar á
Kirkjubóli, til að hjálpa sér með barnið. Sigríður var dóttir
Þorbjargar systur Vigdísar móður Kristjáns. Eg held að hún hafi
farið með frænda sínum alla leið inn að Heydalsá. Svo þegar
barnið var skírt, lét Kristján það heita eftir þeim frændsystkin-
um. Barnið var skírt Kristjana Sigríður og seinna alltaf kallað
Sigríður.
Fjögur börn Vigdisar á Smáhömrum fóru til Ameríku. Það
var Kristján og Jósteinn og þær systur Sigfríður og Marsilia.
Hvort þau hafa farið öll jafnt eða ekki fylgst öll man ég ekki, en
þau fóru um svipað leyti. Það hefur verið mikið sár fyrir móður
þeirra að sjá á eftir fjórum mannvænlegum börnum fara til
annarrar heimsálfu og vita að hún átti aldrei eftir að sjá þau
aftur, og hún þá orðin gömul og vesæl. En það var töggur í
gömlu konunni eins og hennar fólki. En auðvitað skrifaðist þetta
fólk á og það var þó munur. Þessu fólki farnaðist öllu vel í
Ameríku, enda úrvals fólk. Þau systkini giftust þegar vestur kom,
en Kristján var giftur áður en hann fór. Marsilia fékk fyrir mann
Ingimund Jónsson frá Steinadal, bróður Kristjönu sem síðast var
á Broddanesi og dó þar (30. okt. 1932). Jósteinn og Sigriður
giftust líka íslenskum landnemum þar vestra. Það mun hafa
verið um 1888 sem Kristján og þau hjón fluttu til Ameríku.
Svo líður tíminn til 1930. Þá kemur Kristján heim til íslands
ásamt fjölda af Vestur-íslendingum sem voru við hátíðarhöld
alþingishátíðarinnar. Þúsund ára afmæli alþingis á Islandi.
Kristján kom hingað norður að hitta systkini sín og svo settist
hann að á Hólmavík og hafði þar atvinnu eftir það. Þegar
Kristján kom hingað norður eftir alþingishátíðina kom Ingi-
mundur maður Marsilíu líka. Kristjana systir hans var þá lif-
andi. Ingimundur fór svo aftur vestur til Ameríku en ég veit ekki
hvort Marsilía var lifandi þá. Þegar þetta var þá var Kristján
löngu búinn að missa konu sina og börn hans löngu uppkomin,
svo hann settist hér að eins og fyrr er sagt.
Það var þó nokkrum sinnum að Kristján kom til okkar
mömmu minnar hér í Naustavíkina. Ég hafði alltaf gaman að
134