Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 137
hans komu, mér þótti svo skemmtilegt að heyra hann segja frá
ýmsu í Ameríku og gaman væri að muna það betur en ég man
nú. Þegar Kristján kom frá Ameríku var hann búinn að vera þar
í 42 ár og orðinn 72 ára, ennþá ótrúlega ern og tápmikill. Hann
hefur verið um þrítugt þegar hann fór. Hann sagðist aldrei hafa
orðið ríkur þar, en þó haft það sæmilegt. Hann varð líka fyrir
óhöppum tvisvar sem mikið hefur haft að segja fyrir hann. Það
brann tvisvar hjá honum. í fyrra sinnið var það sléttueldur sem
geisaði þar, og þá hafa náttúrlega fleiri býli orðið fyrir svipuðu
tjóni. En í seinna sinnið brann út frá þreskjuvél eða eitthvað í
sambandi við það.
Mamma var að segja hvort það hefði nú nokkuð verið betra
fyrir fólk að fara til Ameríku en reyna að vera hér, þó erfiðleikar
hefðu verið miklir að komast áfram á þeim árum. Hann sagði að
það hefði nú verið svo að fólk sem gifti sig hefði orðið að vera í
vinnumennsku, ef það gat ekki fengið eitthvert kot til að búa á,
og þá var lítið um jarðnæði yfirleitt. Ef hjónin hefðu orðið að
neyðast til að vera í vinnumennsku, hefði kaupið ekki verið
meira en það að þau hefðu getað unnið fyrir tveimur börnum, en
ef börnin hefðu orðið fleiri þá hefði sveitin orðið að sjá fyrir þeim.
Þessvegna hefði nú þetta verið svona, að ungt fólk hefði þá
heldur kosið að fara til Ameríku þó hvorugur væri kosturinn
góður. Og svo var nú af mörgum verið að gylla fyrir fólki hvað
gott væri að vera þar. En að koma allslaus að ónumdu landi væri
erfiðleikum bundið, enda hefði sú barátta sannarlega verið erfið.
Hann sagðist nú hafa haldið að hann hefði oft unnið mikið á
íslandi, en þó hefði það ekkert verið móts við það sem hann varð
að vinna i Ameríku. Þar varð annaðhvort að duga eða drepast.
Hann sagðist alltaf hafa þráð heim til Islands. Þegar fyrri
heimsstyrjöldin skall á sagðist hann hafa verið ákveðinn að fara
alfarinn heim til íslands. En svo varð það svo að þrír synir hans
fóru í stríðið og eitthvað í sambandi við það olli því, að hann gat
ekki farið. Þeir komu allir heilbrigðir úr styrjöldinni aftur nema
að Jón sonur hans hafði fengið kúlu i gegnum handlegginn, en þó
ekki sakað beinið, svo þetta fór nú vel. Eg man ekki hvað Kris-
tján átti af börnum en þeir voru þrír synir hans sem fóru í stríðið.
135