Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 139
setningin höfð „rennir kaðlaljóni“. Það er ekki rétt, enda breytist
við það hrynjandin í vísunni. Þar er getið um nokkrar for-
mannavísur úr Bolungavík. Bimi fannst víst full mikið sem hann
bar, svo hann biður Kristján bróður sinn að bera fyrir sig dálít-
inn brennivínskút, sem hann var með, og gerði Kristján það fyrir
bróður sinn. Svo segir ekki af ferðum þeirra fyrr en á fyrsta
viðkomustað í Staðardalnum. Þá ætlaði Björn að fá kútinn sem
hann líka gerði. En þá fannst honum kúturinn vera orðinn
grunsamlega léttur. Kristján taldi miklar líkur á að kútskollinn
hefði lekið með tappanum, en það vildi nú Björn ekki sam-
þykkja, taldi líklegt ef svo hefði verið að þá ætti að sjást einhver
væta og svo leyndi nú lyktin sér ekki. Kristján sagði þá bróður
sínum að honum hefði þá verið nær að bera kútinn sjálfur fyrst
svona illa hefði farið, heldur en að vera að koma honum á sig.
Hvort þeir hafa talað um þetta lengur eða skemur þá dæmdist
það nú víst svo að Kristján og þeir sem með honum voru, sem
heldur voru á eftir, hefðu hresst sig á kútnum, þar sem þeir voru
líka góðglaðir og svo hressir og hjartanlega ánægðir með allt og
alla. Ég gæti trúað að Kristján hafi verið smáglettinn ef svo bar
undir, en heiðarlegur drengskaparmaður var hann í öllu. Annars
var Kristján enginn vínmaður, það var Björn bróðir hans þó
frekar. Annað sumarið sem Kristján var hér eftir heimkomuna
fóru þeir bræðumir Aðalsteinn og Kristján suður á bernskuslóðir
sínar Skarðströnd. Því þó þeir væru mikið búnir að vera hér þá
var Skarðströndin þeirra æskustöðvar. „Og römm er sú taug sem
rekka dregur föðurtúna til“, eins og máltækið segir.
Þó Kristján væri farinn þetta að eldast með því sem hann var
búinn að vinna óskaplega mikið á langri æfi, þá var alveg ótrú-
legt hvað hann hafði mikið vinnuþrek og áræði til athafna.
Vorið sem hann var búinn að vera hér í eitt ár, gat hann fengið
keypta skektu, mig minnir norska, liðlega og góða, og á henni
réri hann til fiskjar ýmist með færi eða lóðir og það var auðséð að
þetta átti vel við gamla manninn. Til dæmis um að hann var
ekki mikið farinn að guggna af svo gömlum manni, ætla ég að
segja hér litla sögu. Það var seint um vor að Karl á Smáhömrum
sá hvar lítill bátur kom siglandi utan fyrir Smáhamra í bráð-
137