Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 1
Fegurðiní sorginni Alls konarkynlíf Í Meyjarmissi, nýrri minningabók Ólafs Teits Guðnasonar, er sorgin skoðuð. Ólafur missti konu sína Engilbjörtu Auðunsdóttur fyrir rúmum tveimur árum af völdum veirusýkingar í hjarta. Í bókinni skrifar Ólafur um veikindin, sjúkrahúsleguna í Gautaborg, tilfinningar sínar, ótta og vonir. Eftir andlát Engilbjartar fann Ólafur fyrir miklum samhug og segir að þrátt fyrir allt megi finna fegurð í sorginni. 12 22. ÁGÚST 2021SUNNUDAGUR Sögur ferðamanna Netapótek LyfjaversFrí he Kynfræðing-urinn SiggaDögg ermeð nýjanþátt um allar hliðar kyn- lífs. 2 Leita sér síður hjálpar Rætt við sálfræðingaum andlega heilsuíþróttamanna. 8 Erlendir ferðamenn njóta lífsins á Íslandi, fegnir að fá að ferðast. 18 L A U G A R D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 195. tölublað . 109. árgangur . MIKLAR BREYT- INGAR Á 4. HÆÐ- INNI Í HÖRPU GRETTIR HREIF LÁRVIÐAR- SKÁLDIÐ FLAKKAÐ MILLI SÖGUSTAÐA 45LA PRIMAVERA 22 Spennandi heimur rafrænna og öruggra ferðamáta FjórhjóladrifinnHEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést í gær á heimili sínu við Marbakkabraut í Kópavogi, 83 ára að aldri, eftir baráttu við afleiðingar heilaslags snemma á þessu ári. Styrmir fæddist í Reykjavík hinn 27. mars 1938, sonur Salm- aníu Jóhönnu Jóhannesdóttur og Gunnars Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Kassagerðar Reykjavíkur; elstur fimm systkina. Eiginkona Styrmis var Sigrún Finnbogadóttir (Bista), dóttir Huldu Dóru Jakobsdóttur, bæjar- stjóra í Kópavogi, og Finnboga Rúts Valdimarssonar, bæjarstjóra og alþingismanns, en hún lést árið 2016. Þau eignuðust dæturnar Huldu Dóru, nú verkefnastjóra hjá Landspítala, og Hönnu Guðrúnu, prófessor í sýningagerð. Styrmir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1965. Styrmir gaf sig mjög að félags- störfum, einkum á yngri árum, og var m.a. formaður Orators 1960-61 og formaður Heimdallar 1963-66. Hann var varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1966-69 og sat í auðlindanefnd 1998-2000. Styrmir starfaði mestalla starfs- ævi sína á Morgunblaðinu. Hann fór raunar fyrst að skrifa í blaðið að staðaldri tvítugur að aldri en utan ritstjórnar. Hann hóf svo störf á ritstjórn sem blaðamaður 2. júní árið 1965 og tók þá þegar að fást við ritstjórnarskrif í Stak- steina og forystugreinar blaðsins. Hann varð aðstoðarritstjóri 1971 og var ráðinn ritstjóri 1972, en þar voru fyrir þeir Matthías Johann- essen og Eyjólfur Konráð Jónsson. Þar starfaði hann allar götur síðan, á mestu uppgangstímum blaðsins, allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 2. júní 2008, nákvæm- lega 43 árum eftir að hann hóf þar störf. Þá hafði hann verið einn rit- stjóri blaðsins um sjö ára skeið eft- ir að Matthías lét af störfum. Styrmir lét sig þjóðmálaumræðu miklu varða og átti trúnaðarmenn þvert á allar flokkslínur, þrátt fyrir að skoðanir hans færu alla tíð að mestu saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Styrmir lét þó ekki af ritstörfum og virkri þátttöku í þjóðmála- umræðu eftir að hann hvarf úr rit- stjórastóli Morgunblaðsins. Eftir hann liggja og allnokkrar bækur, allar um stjórnmálasögu landsins nema ein, Ómunatíð, sem er fjöl- skyldusaga um geðsjúkdóm eigin- konu hans og vakti mikla athygli, en Styrmir lét sig geðheilbrigðis- mál ávallt miklu varða. Jafnframt ritaði hann áfram vikulega og mikið lesna pistla í Morgunblaðið. Sá síðasti þeirra birtist í Morgunblaðinu í dag á blaðsíðu 28 og var það eitt hinsta verk Styrmis í gær að senda hann til blaðsins. Morgunblaðið og gamlir sam- starfsmenn þakka fyrir farsæla og heilladrjúga samfylgd og leiðsögn í 56 ár og er fjölskyldu Styrmis vottuð innileg samúð. Styrmir Gunnarsson látinn Perlan verður sveipuð fjólubláum ljóma næstu daga. Er það gert í tilefni alþjóðlega átaksins sem kennir sig við töluna fimmtán, WeThe15. Vísar það til þess að um fimmtán prósent jarðarbúa glíma við fötlun. Markmiðið með átakinu er að um- breyta lífi þessara 15 prósenta og enda mismunun gagnvart þeim í heimi íþrótta en Ólympíuleikar fatlaðra byrja 24. ágúst. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjólublá til heiðurs fimmtán prósentunum „Mér finnst þetta bara óviðunandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra um stöðuna sem foreldrar, nemendur og starfs- fólk Fossvogsskóla standa nú frammi fyrir. Enn ríkir óvissa um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefj- ast á mánudaginn nk. samkvæmt stundatöflu. „Það er alveg ljóst að það verð- ur að gera betur gagnvart skóla- samfélaginu hér í Fossvogi, bæði er varðar Fossvogs- skóla og Kvistaborg,“ segir hún, en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann. „Það er alveg með ólíkindum hvað þetta hefur tekið langan tíma og það er mjög miður fyrir börnin, for- eldra og kennara. Það er alveg ljóst í mínum huga að það þarf að taka á svona málum af mikilli festu og hafa velferð barnanna í forgangi.“ Innt eftir því segir Lilja þörf á að fara í allsherjar úttekt á skólum landsins og bæta eftirlit með skóla- byggingum. „Þegar svona mál koma upp þarf að taka á þeim með mikilli festu, auka eftirlitið og gæta þess að það sé verið að uppfylla þær reglugerðir sem um þau gilda.“ Óboðlegt sé hve langan tíma fram- kvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið, að sögn Lilju. „Þetta vandamál var umfangs- meira en menn héldu í fyrstu og frá- gangurinn reyndist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hefur þetta tekið svona langan tíma,“ segir hún. „Það er þó börnunum ekki boðlegt því að tíminn líður svo hratt og hver dagur skiptir máli.“ Þá segir hún foreldra ansi hrædda um að lausnin á húsnæðisvanda skól- ans sé ekki tímabundin. unnurfreyja@mbl.is Lilja gagnrýnir borgaryfirvöld MSegja mikla óvissu ríkja … »6 Lilja Alfreðsdóttir - Óboðleg tregða í máli Fossvogsskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.