Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
OLVO XC90
T8 INSCRIPTION
TWIN ENGINE
Raðnúmer 396729
Árgerð 2018
Ekinn 45 Þ.KM
Nýskráður 3/2018
Næsta skoðun 2022
Verð kr. 9.490.000
Aðfellanlegir hliðarspeglar
Aðgerðahnappar í stýri
Aksturstölva
Álfelgur
Bakkmyndavél
Bluetooth hljóðtengi
Filmur
Fjarlægðarskynjarar
Hiti í framrúðu
Hraðastillir
Hraðatakmarkari
Leðuráklæði
Leðurklætt stýri
Leiðsögukerfi
Loftkæling
Lykillaus ræsing
Lykillaust aðgengi
Minni í framsætum
Nálægðarskynjarar
Rafdrifið lok farangursrýmis
Rafdrifin framsæti
Rafdrifnir hliðarspeglar
Stafrænt mælaborð
Topplúga
V
Nútímaþjóðfélög
byggjast á því, að
þegnar borga skatta
en fá á móti ýmsa
þjónustu, svo sem
menntun, heilbrigð-
isþjónustu, velferð-
arkerfi að ógleymdum
innviðum á borð við
vegi, flugvelli og hafn-
ir, löggæslu og al-
menna stjórnsýslu.
Flest erum við sammála um að í slíku
þjóðfélagi viljum við búa en við höf-
um misjafna sýn á hvar mörkin liggi
milli þess sem er sameiginlegt og
þess sem við fáum að ráðstafa hvert
og eitt, af eigin sjálfsaflafé.
Áratugum saman ríkti nokkur sátt
um hvar þessi mörk lægju, þ.e.
hversu mikil sú skattheimta væri
sem stjórnmálamenn hvers tíma
hefðu til að moða úr á kostnað for-
ræðis fjölskyldna yfir eigin fjáröflun
og eignum. Þessu óskrifaða sam-
komulagi var snarlega rift af ríkis-
stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og
þegar við bætist skattagleði rík-
isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er
niðurstaðan sú, að við erum í þeirri
stöðu að vera í hópi þeirra þjóða sem
greiða hæstu skatta. Er aukin skatt-
heimta í samræmi við vilja kjósenda
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?
Eru háir skattar leiðin til að fá vel
menntað fólk aftur heim til starfa eft-
ir langt nám erlendis?
„Báknið“ hefur verið þanið út í tíð
ríkisstjórnar Katrínar, það virðist
óseðjandi, stækkar bara og stækkar
og ríkisstjórn VG og Sjálfstæðis-
flokks bregst við með sífelldum refsi-
sköttum, auknu flækju-
stigi, boðum og bönnum.
Ég vil stemma stigu
við óhóflegri skatt-
heimtu, setja „báknið“ á
megrunarkúr, lækka
beina og óbeina skatta og
auka sjálfsákvörð-
unarrétt íslenskra fjöl-
skyldna yfir sjálfsaflafé
og eignum.
Í áratugi bjuggum við
Íslendingar við einfalt og
auðskiljanlegt skattkerfi,
eitt skattþrep og ein
skattprósenta á allar
tekjur, en skattar á þá tekjulægstu
lækkaðir umtalsvert með persónu-
afslætti. Nú er tekjuskattur þrepa-
skiptur, þrjú skattþrep eru í kerfinu í
dag og flækjustig hefur aukist í sam-
ræmi við það. Fæstir geta reiknað út
með einföldum hætti hve miklu ein-
staklingur heldur eftir af launum sín-
um þegar skatturinn hefur hirt sinn
hlut og ekki er minna flækjustigið
fyrir fyrirtæki þegar kemur að út-
greiðslu launa. Ríkisstjórn Katrínar
og Bjarna hefur tekist að flækja
skattkerfið til muna til viðbótar við
það flækjustig sem Steingrímur inn-
leiddi í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu. Í
tíð þeirrar ríkisstjórnar voru inn-
leiddar á annað hundrað breytingar á
skattalögum, allar hugsaðar til að
auka skattheimtu og gera skattkerfið
illskiljanlegra fyrir almenning og
fyrirtæki.
Í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Dav-
íðs var byrjað að vinda ofan af of-
sköttun en í tíð núverandi ríkis-
stjórnar virðist viljann skorta til
jákvæðra hvata og skattalækkana.
Ef viljann skortir gerist lítið.
Fjármagnstekjuskattur hefur ver-
ið hækkaður um 120% frá því hann
var innleiddur, sú hækkun hlýtur að
vera met í skattahækkun. Skatturinn
var einfaldur og sanngjarn, eitt
skattþrep 10% og engar undanþágur.
Fjármálaráðherra ræðir um að koma
til móts við skattgreiðendur vegna
þessara ofboðslegu hækkana með því
að leyfa frádrátt frá skattstofni, allt í
þeim anda að gera skatta flóknari og
illskiljanlegri fyrir allan almenning.
Sanngirni og meðalhóf virðist
heyra sögunni til þegar kemur að
skattlagningu þegnanna sem réttlætt
er með sívaxandi fjárþörf „báknsins“.
En hverju hefur þessi aukna skatt-
heimta og vöxtur „kerfisins“ skilað?
Eru börnin okkar að fá betri mennt-
un? Nei, því miður er langt í frá að
svo sé. skv. PISA-könnunum hefur
árangri skólakerfisins farið aftur í tíð
núverandi ríkisstjórnar undir forystu
menntamálaráðherra. Ekki er við
kennara að sakast heldur ofvaxið
kerfi sem stöðugt leitar að minnsta
samnefnara og kemur í veg fyrir að
metnaðarfullir skólastjórar og kenn-
arar fái notið sín.
Er heilbrigðiskerfið orðið betra?
Nei, því miður er staðan sú að í tíð
núverandi heilbrigðisráðherra hafa
biðlistar eftir sjálfsagðri heilbrigð-
isþjónustu lengst svo að óforsvar-
anlegt er. Ríkisstjórnin leggur stein í
götu þess að sjálfstætt starfandi heil-
brigðisþjónusta fái þróast með eðli-
legum hætti. Nánast allir fréttatímar
eru yfirfullir af frásögnum um vanda
sjúkrahúsa, engu að síður má alls
ekki semja við einkastofur á Íslandi,
frekar er flogið með sjúklinga á
einkastofur í Svíþjóð. Á sama tíma og
aðeins nauðsynlegustu aðgerðir eru
framkvæmdar, lengjast biðlistar og
sjúklingar líða fyrir en samt klárar
ríkisstjórnin ekki samninga við sjálf-
stætt starfandi stofur sem hafa að-
stöðuna og geta bætt við sig verk-
efnum strax.
Hefur til að mynda samgöngukerfi
höfuðborgarinnar batnað? Nei, í
þeim efnum miðast allt við, að telja
okkur trú um að samgöngur batni ef
tekst að gera bíleigendum svo erfitt
fyrir að þeir neyðist til að leggja
einkabílnum og taka strætó sem fær
nafnið Borgarlína.
Nefskattar eru sérstakt fyrirbæri
sem lagðir eru á utan við og til við-
bótar við hefðbundinn tekjuskatt.
Nefskattar byggjast ekki á
greiðslugetu skattgreiðanda, þá skal
greiða nánast út á það eitt að hafa
fengið kennitölu frá ríkisvaldinu.
Ráðherrar sem vilja komast hjá því
að sækja fjármagn til sérstakra
hugðarefna til fjárveitingarvalds Al-
þingis hafa náð að innleiða nefskatta
til að fjármagna slík verkefni.
Nefskattar eru notaðir til að fjár-
magna jafn ólík verkefni og Fram-
kvæmdasjóð aldraðra og rekstur
RÚV. Að baki stofnun Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra er góð hugs-
un og eldri borgarar þessa lands eiga
vissulega skilið að þjóðin geri vel við
eldri borgara. En að fjármagna slíka
starfsemi með sérstökum nefskatti
er ekki gallalaust. Hlutverk alþing-
ismanna er m.a. að ákvarða hvernig
skatttekjur ríkissjóðs eru notaðar en
hættan er sú að þingmenn fari að
nota það sem afsökun að gera ekki
nægjanlega vel í brýnum málum eins
og uppbyggingu hjúkrunarheimila
aldraðra með því að segja: „nefskatt-
urinn gaf ekki meiri tekjur“.
Hitt dæmið sem ég nefndi, að fjár-
magna samkeppnisrekstur RÚV
með nefskatti á hvert mannsbarn er
einfaldlega ósvífin leið til að komast
hjá því að fjárveitingarvald Alþingis
spyrji og geri athugasemdir við bruðl
í rekstri ríkisstofnunar. Telji Alþingi
brýna nauðsyn til að hver ein-
staklingur og hvert fyrirtæki borgi
með sér skatt til fjölmiðils er lág-
markskrafa að viðkomandi greiðandi
hafi val um til hvaða miðils sá skattur
rennur.
Skattheimta er þegar komin yfir
öll þolmörk. Engin merki eru um að
þjónusta við borgarana hafi batnað í
samræmi við aukna tekjuöflun
„báknsins“. Nú þarf að staldra við og
spyrja áleitinna spurninga hvort ekki
séu aðrar leiðir betri til að auka þjón-
ustu kerfisins en síaukin skatt-
heimta. Ljóst er að hvorki VG né
Sjálfstæðisflokkur er tilbúinn að tak-
ast á við það verkefni að ótalinni
Framsókn sem hefur enga skoðun.
Segja eitt fyrir kosningar en gera
annað fyrir stólana, nýjasta dæmið
er ein fyrsta kosningaauglýsing
Framsóknar þar sem þau gagnrýna
bann á plaströrum, allir þingmenn
Framsóknar kusu hins vegar með
banninu á Alþingi. Af þeim flokkum
sem nú bjóða fram til Alþingis er
Miðflokkurinn eini flokkurinn sem er
treystandi til að ráðast í það verkefni
að setja „báknið“ í megrun og auka
forræði fjölskyldna yfir tekjum sín-
um. Það, sem við segjumst ætla að
gera, gerum við.
Eftir Nönnu
Margréti
Gunnlaugsdóttur
ȃg vil stemma stigu
við óhóflegri skatt-
heimtu, setja „báknið“ á
megrunarkúr, lækka
beina og óbeina skatta
Nanna Margrét
Gunnlaugsdóttir
Höfundur skipar 2. sætið á lista Mið-
flokksins í Suðvesturkjördæmi.
www.facebook.com/nannaxm/
Hærri skattar, stærra bákn, verri þjónusta