Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Unnardalur 1-11, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán
6 íbúða fjölbýli, 3ja herbergja íbúðir.
Staðsett við nýjan og glæsilegan grunn- og leikskóla.
Fullbúnar eignir, með öllum gólfefnum og eldhústækjum.
Næsta umsóknartímabil HMS er frá 1.9 til 15.9 nk.
Sjá vefsíðu, unnardalur.is.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Afhending áætluð vor 2022 Verð 43.500.000
ATH.
28 íbúðir
seldar
Ó
lympíuleikar eru nýafstaðnir með öllum sínum hetjudáðum, ör-
mögnun og óvæntu vendingum. Að venju var keppt í aðskilj-
anlegustu greinum, frá hjólreiðum til hestaíþrótta, frá fim-
leikum til flúðasiglinga. Ég horfði tilviljanakennt, það er
ákveðin aðferð, og eitt sinn er ég tendraði sjónvarpsgeislann stóð yfir
keppni í grjótglímu. Það var orð sem ég hafði aldrei heyrt fyrr. Fljótt
kom þó í ljós að grjótglíma tilheyrir klifri enda stóð þá sem hæst glæný
þríþraut í innanhússklifri kvenna. Eða, þríþrautin sjálf er ekki ný, held-
ur var klifur í fyrsta sinn keppnisgrein á Ólympíuleikum, staðreynd sem
vakti ómælda lukku í röðum klifurfólks heimsins. Og skemmst er frá því
að segja að í lok útsendingar þótti mér ég beinlínis tilheyra klifurfólki
heimsins, svo vel lýstu fagþulirnir því sem fór fram.
Lýsendurnir, tvær ungar konur, hrifu í senn með leikgleði og mál-
sniði. Margir þekkja hversu
snúið getur verið að færa
inn í móðurmálið menning-
arkima sem á kannski rætur
í öðru landi og á öðru máli.
Ótal dæmi eru um að lýs-
ingar á nýrri tækni, áhuga-
málum eða öðrum nýj-
ungum litist fyrsta kastið af slangri, beinum slettum eða alþjóðaorðum
sem löguð eru að málkerfinu í hita leiks eða fljótheitum. Og það er ekki
endilega ótækt. Það vakti bara aðdáun mína, í beinni sendingu frá nýrri
ólympíugrein, að henni skyldi lýst (af fulltrúum iðkenda) eins og keppt
hefði verið í innanhússklifri á Íslandi frá landnámi. Hugtökin voru þann-
ig að ég skildi þau um leið. Klifrarar lentu t.d. oft í vandræðum í 40 gráðu
yfirhanginu, stilltu sig af með hnédýfu, voru fegnir að hvíla sig í hálf-
mánagripinu, eða náðu með axlapressu að snerta merkta milligripið til
að fá stig. Stöku stúlka náði samhæfðum stökkhreyfingum, aðrar beittu
tákrók og þannig dönsuðu þær á veggnum, þrátt fyrir þá sturluðu stað-
reynd sem fram kom að „meirihluti klifrara er oft lofthræddur“ … Í þrí-
þraut í innanhússklifri er keppt í leiðsluklifri (e. lead), grjótglímu (e.
boulder) og hraðaklifri (e. speed). Sérhvert orð lýsir greininni giska vel,
og ég veit að þetta hljómar einfalt svona eftirá, en það hefði vel verið
hægt að klúðra þessum þýðingum í upphafi. Leiðarsmiðir var líka hug-
tak sem lýsurum var tamt, það vísar í þá sem hanna hinar sífellt nýju
brautir. Þá má ennfremur hrósa þeim Hjördísi Björnsdóttur og Bjarn-
heiði Kristinsdóttur fyrir að hafa þýtt fyrirfram öll sögubrotin úr lífi
keppenda, í stað þess að lesþýða með tilheyrandi töfum eins og ja, tíðk-
ast í sumum útvarpstækjum.
Sem sagt, ég lærði ekki eitt erlent klifurorð (nema af stigatöflunni), en
fjölmörg íslensk, og svo ótal margt annað um þessa íþrótt sem greinilega
hefur skotið slíkum rótum hér að jafnvel íslensk málstefna er höfð í há-
vegum, en sú stefna gengur einmitt út á að tungumálið skuli notað á öll-
um sviðum daglegs lífs. Líka hinu lóðrétta.
Gengið á vegg
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
V
íkingur Heiðar Ólafsson telst nú meðal
fremstu píanóleikara heims. Það staðfestir
þátttaka hans á tónleikum BBC Proms fyrir
viku og undirtektir áheyrenda og gagnrýn-
enda.
Það segir ákveðna sögu um tónlistarkennsluna hér
og það umhverfi sem tónlistarfólk starfar í að ein-
staklingur frá svo fámennu samfélagi skuli komast í
hóp þeirra Rubinsteins, Horowitch og Argerich, svo
nokkur nöfn séu nefnd.
Og þess vegna er þetta rétti tíminn til þess að gera
knýjandi verkefni í menningarlífi okkar að umtals-
efni, ekki sízt vegna þess að kosningar eru fram und-
an.
Fyrir nokkrum árum tóku æskuvinir Atla Heimis
Sveinssonar tónskálds og vinir hans úr tónlistar-
heiminum höndum saman um að láta skrá öll tónverk
hans, hvort þau hefðu verið flutt og þá hvar og af
hverjum.
Í því sambandi fannst mér fróðlegt að sjá í ævi-
sögu Clöru Wieck-Schumann, eiginkonu Roberts
Schumanns, sem Sif, kona Atla, gaf
mér á þeim árum, að Clara var að
láta vinna það sama með verk eigin-
manns síns undir lok 19. aldar.
Robert Schumann átti við geð-
rænan vanda að stríða en dr. Kay
Redfield Jamison hefur sýnt fram á
það í einni bóka sinna að mörg af mestu verkum hans
urðu til í maníu. Og það er í raun stórfurðulegt að
slík fegurð skuli geta orðið til í því sem við teljum
sjúkan hugarheim.
Clara fékk ekki að heimsækja mann sinn á geð-
veikrahælið en vinur þeirra, Brahms, flutti henni
fréttir af honum. Hún fékk að heimsækja hann
tveimur dögum áður en hann dó, en álitamál hvort
hann þekkti hana.
Clara var þekktur píanóleikari í Evrópu á 19. öld
en þar að auki tónskáld. Verk hennar vekja vaxandi
athygli. Þeir sem þekkja til geðsýki gera sér grein
fyrir hvernig líf hennar hefur verið á tímum, þegar
engin lyf voru til eða neitt annað sem gat hjálpað.
Það væri við hæfi að t.d. Geðhjálp minntist þess-
arar konu með árlegum tónleikum, þar sem verk
hennar væru flutt.
Þessar upplýsingar í ævisögu Clöru gerðu okkur
ljóst að það væru ekki verk Atla Heimis eins sem
þyrfti að skrá heldur allra íslenzkra tónskálda fyrr
og síðar, þar á meðal þeirra Sigvalda Kaldalóns og
Jóns Leifs, sem báðir voru í miklu uppáhaldi hjá
Atla.
Þetta menningarlega framtak þarf að taka fyrir á
nýju þingi og í fjárlaganefnd fyrir áramót þannig að
verkið hefjist á næsta ári og við hæfi að Alþingi
heiðri árangur Víkings Heiðars með ýmsum hætti og
þar á meðal þessum.
Það er merkilegt hvernig tónlistarlíf hefur sprottið
upp úr samfélagi sjómanna og bænda. Eitt það fyrsta
sem ég tók eftir, þegar ég kom í sveit að Hæl í
Flókadal í Borgarfirði 12 ára gamall, var að þar var
orgel. Og síðar fann ég í fjölskylduskjölum kvittun,
sem sýndi að afi minn, Árni Eiríksson, kaupmaður
og leikari og einn af stofnendum Leikfélags Reykja-
víkur, hafði tekið píanó á leigu og síðar keypt það,
fyrir dóttur sína af fyrra hjónabandi, Dagnýju, sem
síðar flutti til Vesturheims og vann þar fyrir sér sem
píanókennari.
Gamli bóndinn í minni sveit, Guðmundur Bjarna-
son, varð svo einn helzti leikari í sveitinni og ein
dætra hans, Margrét, varð síðar leikkona við Þjóð-
leikhúsið.
Svona sprettur menningin upp úr lífi alþýðu
manna í þessu landi.
Skrásetning verka allra íslenzkra tónskálda fyrr
og síðar leiðir svo hugann að því
að sambærilega vinnu þarf að inna
af hendi varðandi leiklist, að svo
miklu leyti sem það hefur ekki
þegar verið gert. Í þeim efnum
hefur Sveinn Einarsson, fyrrver-
andi þjóðleikhússtjóri, unnið mikið
afrek.
Þótt leiklistin hafi sprottið upp úr grasrótinni hér
sótti hún mikið til Kaupmannahafnar. Fyrrnefnd
fjölskylduskjöl sýna m.a. tíðar ferðir forráðamanna
Leikfélags Reykjavíkur til Kaupmannahafnar, til
þess að kynna sér verkefnaval Det Kongelige
Teater.
Bréfaskipti Árna Eiríkssonar og frú Stefaníu Borg
á fyrstu árum 20. aldar snúast mikið um þessar
Hafnarferðir. Sömu daga og þessi grein var í vinnslu
birtist í Morgunblaðinu frétt um að Sunna Borg væri
þátttakandi í leiksýningu á næstunni. Þar er væntan-
lega á ferð þriðji eða fjórði ættliður Borgarættar-
innar sem stendur á leiksviði. Geri aðrir betur.
Hvort sem um er að ræða tónlist eða leiklist er á
bak við þetta mikil saga og sennilega er Anna Borg
einna fyrsti Íslendingurinn sem nær árangri í listum
á erlendri grund.
Þessi grein er hugsuð sem hvatning til nýrra þing-
manna um að sýna þessari merkilegu sögu ræktar-
semi. Við eigum að halda þessari sögu til haga, hvort
sem um er að ræða tónlist, leiklist eða aðrar list-
greinar. Þetta er hluti af okkar sögu.
Við Atli Heimir kynntumst í átta ára bekk í Mela-
skólanum og byrjuðum svo saman hjá dr. Edelstein í
tónlistarnámi á sama aldri. Það var ævintýralegt að
fylgjast með ferli hans. Sum tónverka hans munu
lifa svo lengi sem íslenzk þjóð lifir í þessu landi. Og
það á við um fleiri tónskáld okkar.
Verðandi þingmenn og þá sérstaklega fjárlaga-
nefndarmenn mega búast við því að sótt verði að
þeim úr öllum áttum. Svo vill til að klíka okkar Atla
átti og á fulltrúa í öllum flokkum.
Menning og pólitík
Um Víking Heiðar,
Clöru Wieck-Schumann
og Atla Heimi
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Skömmu eftir að Sigríður Bene-
diktsdóttir var í árslok 2008 skip-
uð í rannsóknarnefnd Alþingis á
bankahruninu sagði hún í bandarísku
stúdentablaði: „Mér finnst sem þetta
sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi
margra sem hlut eiga að máli og tóm-
látu andvaraleysi þeirra stofnana sem
hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu
og sjá áttu um fjármálalegan stöð-
ugleika í landinu.“ Sigríður átti við
tvær stofnanir, Fjármálaeftirlitið,
sem skyldi hafa eftirlit með fjár-
málakerfinu, og Seðlabankann, sem
skyldi vinna að fjármálastöðugleika.
Hún hafði þannig fellt dóm fyrirfram.
Páll Hreinsson, formaður rannsókn-
arnefndarinnar, hringdi því í Sigríði
22. apríl 2009 og bað hana að víkja úr
nefndinni. Hún neitaði, og Páll glúpn-
aði.
En Seðlabankinn verður ekki sak-
aður um „tómlátt andvaraleysi“. Þeg-
ar Davíð Oddsson var nýorðinn seðla-
bankastjóri haustið 2005 varaði hann
ráðherrana Halldór Ásgrímsson og
Geir H. Haarde við því, að bankakerf-
ið gæti hrunið. Það væri orðið stærra
en svo, að íslenska ríkið fengi bjargað
því í lánsfjárkreppu. Hann stakk upp
á því við bankastjóra viðskiptabank-
anna (eins og fram kemur í skýrslu
rannsóknarnefndarinnar), að Kaup-
þing flytti höfuðstöðvar sínar úr
landi, Glitnir seldi hinn stóra banka
sinn í Noregi og Landsbankinn færði
Icesave-reikninga í Bretlandi úr
útibúi í dótturfélag. Auðvitað gat
hann ekki látið áhyggjur sínar í ljós
opinberlega. Í nóvember 2007 sagði
Davíð þó á morgunverðarfundi Við-
skiptaráðs, að bankakerfið væri
„örugglega við ytri mörk þess sem
fært er að búa við til lengri tíma“. Í
árslok 2007 varaði hann ráðherrana
Geir H. Haarde og Þorgerði K. Gunn-
arsdóttur enn við hugsanlegu hruni
bankakerfisins. Seðlabankinn fékk í
febrúar 2008 enska fjármálafræðing-
inn Andrew Gracie til að gera skýrslu
um vanda bankakerfisins, og komst
hann að þeirri niðurstöðu, að það
gæti hrunið í október.
Fram eftir ári 2008 margreyndi
Seðlabankinn að gera gjaldeyris-
skiptasamninga við aðra seðlabanka,
en var víðast hafnað. Bankinn ákvað
því að bjarga því sem bjargað yrði
með því að takmarka eftir föngum
skuldbindingar hins opinbera. Stofn-
aður var í kyrrþey starfshópur um
lausafjárstýringu, sem undirbjó
neyðarráðstafanir. Bankinn þurfti að
senda einkaþotu eftir fjármálaráð-
gjöfum J.P. Morgan, svo að þeir gætu
sannfært hikandi ráðherra Samfylk-
ingarinnar á næturfundi um þá lausn,
sem valin var með neyðarlögunum 6.
október 2008. Fátt af þessu vissi Sig-
ríður, þegar hún tilkynnti dóm sinn
um „tómlátt andvaraleysi“ í hinu
bandaríska stúdentablaði.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Tómlátt andvaraleysi?