Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 41
Íslenska liðið hefur ekki spilað frá því
síðasti listi kom út fyrir tveimur mán-
uðum, en þrátt fyrir það fer íslenska
liðið upp fyrir Kína.
_ Alfreð Finnbogason, landsliðs-
maður Íslands í knattspyrnu og leik-
maður Augsburg í þýsku 1. deildinni,
er áfram á meiðslalista þýska félags-
ins. Þetta staðfesti Markus Wein-
zierl, þjálfari Augsburg, á blaða-
mannafundi í gær. Alfreð glímir við
meiðsli í ökkla og er óvíst hversu
lengi hann verður frá en Alfreð hefur
verið afar óheppinn með meiðsli und-
anfarin ár. Hann gæti misst af lands-
leikjum Íslands í næsta mánuði.
_ Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
bolta skipað leik-
mönnum 18 ára og
yngri tryggði sér í
gær annað sætið á
Norðurlanda-
mótinu í Finnlandi
með 60:53-sigri á
Svíþjóð í lokaleik
sínum á mótinu.
Emma Sóldís Hjör-
dísardóttir skoraði 13 stig fyrir Ísland
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson
hafnaði í 61. sæti á Sydbank Esbjerg-
mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í
golfi. Hann lék fjórða og síðasta hring-
inn í gær á 73 höggum, tveimur högg-
um yfir pari, og lýkur leik á samanlagt
sjö höggum yfir pari. Hann var eini Ís-
lendingurinn sem fór í gegnum niður-
skurðinn en þeir Bjarki Pétursson,
Andri Þór Björnsson og Haraldur
Franklín Magnús féllu úr leik eftir tvo
hringi.
_ Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rún-
arsdóttir tryggði sér í gærmorgun
sæti í úrslitum í sleggjukasti á HM-
U20 ára í frjálsíþróttum sem fram fer í
Nairobi í Keníu. Elísabet kastaði
sleggjunni lengst 59,78 metra. Hún
keppir í úrslitum í dag klukkan 13.
Rétt á undan hefur Kristján Viggó Sig-
finnsson leik í úrslitum í hástökki á
sama móti.
_ Íslenska karlalandsliðið í handbolta
skipað leikmönnum 19 ára og yngri
tapaði fyrir Portú-
gal á EM í Króatíu
í gær, 30:33. Ís-
land leikur því við
Svíþjóð um sjö-
unda sætið á
sunnudag. Símon
Michael Guð-
jónsson átti afar
góðan leik fyrir Ís-
land og skoraði níu mörk.
_ Jóhann Árni Gunnarsson gerði sér
lítið fyrir og skoraði fimm mörk fyrir
Fjölni í 7:0-sigri á Víkingi frá Ólafsvík á
útivelli í Lengjudeild karla í fótbolta, 1.
deild, í gærkvöldi. Andri Freyr Jónas-
son og Hans Viktor Guðmundsson
skoruðu einnig fyrir Fjölni.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Seltjarnarnes Haukar unnu sterkan útisigur á Gróttu í gærkvöldi.
ÍA komst í gærkvöldi upp úr fallsæti
í Lengjudeild kvenna í fótbolta, 1.
deild, með 3:2-sigri á Grindavík á
heimavelli. Fyrir vikið féll HK niður
í fallsæti. Bryndís Rún Þórólfsdóttir,
Unnur Ýr Haraldsdóttir og Dana
Scheriff skoruðu mörk ÍA og
Christabel Oduro og Helga Guðrún
Kristinsdóttir mörk Grindavíkur.
Á sama tíma höfðu Haukar betur
gegn Gróttu á útivelli, 2:1. Grótta er
því aðeins einu stigi fyrir ofan fall-
sæti. Berglind Þrastardóttir og
Hildur Karítas Gunnarsdóttir komu
Haukum í 2:0 áður en María Lovísa
Jónasdóttir klóraði í bakkann í lokin.
Skagakonur úr fallsæti
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
TÓKÝÓ 2021
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Hjólreiðakonan Arna Sigríður Al-
bertsdóttir úr Hjólreiðafélagi
Reykjavíkur verður fyrst Íslendinga
til þess að keppa í handahjólreiðum
á Ólympíumóti fatlaðra þegar hún
keppir í tímatöku og götuhjólreiða-
keppni í H3-flokki handahjólara í
Tókýó. Arna hlaut eitt umsókn-
arsæta sem Alþjóðahjólreiða-
sambandið úthlutaði og keppir á
sínu fyrsta Ólympíumóti. „Ég er
bara spennt,“ sagði Arna við Morg-
unblaðið, en hún hefur rutt brautina
í handahjólreiðum á Íslandi und-
anfarin ár.
Þótt Arna, sem varð fyrir mænu-
skaða í skíðaslysi 16 ára gömul, sé
elst þeirra sex íslensku ólympíufara
sem keppa á mótinu, 31. árs, þykir
hún afar efnileg í handahjólreiðum.
„Bestu konurnar í mínum flokki eru
um fimmtugt. Málið er að í svona út-
haldsgreinum er þetta eitthvað sem
þú þarft að byggja upp yfir langan
tíma og verður oftast góður í seinna
á ævinni samanborið við til dæmis
sprettgreinar.
Plús það að langflestar konurnar
sem ég er að keppa við eru með
mænuskaða og það er eitthvað sem
þú fæðist ekki með, þú þarft að
lenda í slysi til að fá mænuskaða. Þú
færð þá skaða seinna í lífinu, byrjar
seinna að æfa. Svo eru allir bara að
nota hendurnar þannig að það tekur
svolítið langan tíma að byggja upp
úthald í svona keppni,“ útskýrði
Arna.
Bæði keppt á braut og malbiki
Þar sem hún er fyrsti Íslending-
urinn til að keppa í handahjólreiðum
á Ólympíumóti var Arna beðin um að
fara aðeins í saumana á greinunum
tveimur sem hún tekur þátt í. „Fyrst
tek ég þátt í tímatöku. Þá er maður
að fara á braut, þetta eru tveir
hringir og þú reynir að vera eins
fljótur og þú getur. Þú mátt ekki
koma nálægt neinum öðrum, það á
bara að vera einn í einu að taka
hring.
Svo daginn eftir er götu-
hjólreiðakeppnin. Þá byrja allir á
sama tíma og þá er þetta svolítið
eins og hópur í Tour de France eða
álíka. Þá má vinna saman og taka
vind hver fyrir annan. Þú mátt þá
vera nær keppinautum þínum. Sá
sem er fremstur í tímatökunni dag-
inn áður, fljótastur, hann fær að
byrja fremst í götuhjólreiðakeppn-
inni og svo er öllum raðað eftir það.“
Hef alltaf getað æft
Undirbúningur fyrir mótið hefur
verið með besta móti fyrir utan það
að Arna hefur ekki getað farið út að
keppa að undanförnu. „Það góða við
þetta hjá mér er að ég er bara úti að
hjóla, ég þarf ekki að fara í neina
sundlaug eða á neina braut. Þannig
að það er alltaf hægt að fara út að
hjóla. Á veturna er ég alltaf inni að
hjóla á „trainer“. Ég hef alltaf getað
æft, hvernig sem er, en það er bara
svo langt síðan ég fór út að keppa,“
sagði hún.
Arna hefur ekki meitlað í stein
nein markmið fyrir Ólympíumótið,
en segist munu gera það þegar nær
dregur keppni. „Ég er ekkert endi-
lega búin að setja mér markmið
strax, en þau verða þá einhvern veg-
inn tengd frammistöðunni, að ná ein-
hverjum hraða eða einhverjum
krafti, eitthvað svoleiðis. Þau verða
þá bara tengd mér frekar en hópn-
um. Svo sé ég meira til hvernig það
verður þegar ég kem út,“ sagði hún
að lokum við Morgunblaðið.
Sú elsta en
efnilegasta
í hópnum
- Arna Sigríður brýtur blað og keppir
fyrst Íslendinga í handahjólreiðum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Handahjólreiðar Ísfirðingurinn keppir á Paralympics í fyrsta sinn.
Hér í blaðinu fyrir viku birtist
viðtal við Véstein Hafsteinsson,
frjálsíþróttaþjálfarann sigur-
sæla. Þar kom margt fróðlegt
fram.
Vésteinn hefur þjálfað tvo
kringlukastara sem orðið hafa
heims- og ólympíumeistarar;
Gerd Kanter frá Eistlandi og
Daniel Ståhl frá Svíþjóð. Merki-
leg er frásögn Vésteins af því
hversu lítill áhugi var fyrir því að
þjálfa þessa menn þegar þeir
voru að mótast sem íþrótta-
menn. Þegar þeir nálguðust tví-
tugt þóttu þeir ekki nógu efnileg-
ir og því ekki líklegir til að
komast í heimsklassa sam-
kvæmt „spekingum“.
Íþróttasagan kennir okkur
hins vegar að þeir hæfileikarík-
ustu eru ekki endilega þeir sem
verða bestir í heimi. Breyturnar
eru svo margar. Andlega hliðin,
keppnisharkan, agi, vinnusemi,
líferni, bakland og fleira.
Vésteinn benti einnig á að
þegar þessir menn höfðu sigrað
heiminn þá var það ekki vegna
þess að hann hefði unnið krafta-
verk með einhverju áhlaupaverki.
Í báðum tilfellum var dæmið sett
upp sem tíu ára verkefni. Með
markvissum framförum gæti
leiðin á toppinn orðið greið með
árunum. Eins og fram kom hjá
Vésteini var allan þennan tíma
hægt að vinna með styrktarþjálf-
urum, sjúkraþjálfurum, sálfræð-
ingum og öðrum sem afreksfólk
þarf að geta leitað til.
„Að skapa sér aðstæður til að
ná heimsafrekum í frjáls-
íþróttum er eitt. Að hafa festu,
hjartalag og hugarró til að fylgja
hugsjónum sínum svona alla leið
áratug eftir áratug er einstakt,“
skrifaði Gísli Sigurðsson frjáls-
íþróttaþjálfari um Véstein á
Facebook að Ólympíuleikunum í
Japan loknum.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska kvenna-
landsliðið í körfu-
knattleik mætir
Spáni, Ungverja-
landi og Rúmeníu
í undankeppni
Evrópumótsins
2023 en dregið
var í riðla í höfuð-
stöðvum FIBA í
Evrópu í Münch-
en í Þýskalandi í
gærmorgun.
Ísland leikur í C-riðli undan-
keppninnar en íslenska liðið var í
áttunda styrkleikaflokki þegar dreg-
ið var í riðla.
Leikið verður í þremur gluggum,
heima og að heiman, í undankeppn-
inni; 11.-14. nóvember 2021, 24.-27.
nóvember 2022 og 24.-27. febrúar
2023.
Spánverjar eru með sterkasta lið
riðilsins en liðið hefur þrívegis orðið
Evrópumeistari á undanförnum átta
árum og fjórum sinnum alls en Evr-
ópumót kvenna er haldið á tveggja
ára fresti.
Lokamótið fer fram í Slóveníu og
Sviss árið 2023. Serbía er ríkjandi
meistari eftir sigur á Frakklandi í
úrslitaleik 27. júní síðastliðinn. Þar á
undan vann Spánn tvisvar í röð og
þrisvar á síðustu fjórum mótum.
Frakkland hefur tapað úrslitaleik
EM í fimm skipti í röð.
Mæta fjór-
földum
meisturum
Helena
Sverrisdóttir
Knattspyrnusamband Evrópu til-
kynnti í gær þá leikmenn og þjálfara
sem koma til greina sem besti leik-
maður og þjálfari ársins í karla- og
kvennaflokki. Alls voru sex leik-
menn, þrír úr karlaflokki og þrír úr
kvennaflokki, og sex þjálfarar, einn-
ig þrír úr karlaflokki og þrír úr
kvennaflokki, tilnefndir.
Sigurvegararnir verða opinber-
aðir í Istanbúl í Tyrklandi næstkom-
andi fimmtudag. Verðlaunin eru
veitt í samstarfi við Samtök evr-
ópskra íþróttafjölmiðla.
Í karlaflokki var Belginn Kevin
De Bruyne, leikmaður Manchester
City, tilnefndur ásamt Jorginho og
N’Golo Kanté hjá Chelsea. Roberto
Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, og
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri
Chelsea, voru tilnefndir sem þjálfari
ársins. Í kvennaflokki voru þær
Jennifer Hermoso, Lieke Martens
og Alexia Putellas tilnefndar en þær
leika allar með Evrópumeistaraliði
Barcelona. Þjálfarinn þeirra Lluís
Cortés var tilnefndur sem þjálfari
ársins í kvennaflokki. _ Fjallað er
nánar um verðlaunin á mbl.is/sport/
fotbolti
Tólf þóttu skara fram
úr í Evrópufótboltanum
AFP
Góð Hollenska sóknarkonan Lieke
Martens átti afar gott tímabil.