Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 24

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 24
24 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Slökkviliðsmenn í La Garde-Freinel í Varhéraði í suðurhluta Frakklands hafa undanfarna daga barist við stærstu skógar- elda, sem þar hafa kviknað á þessu ári. Tvö dauðsföll eru meðal annars rakin til eldanna. Tekist hefur að hefta út- breiðslu eldanna að mestu en þeir loga enn á afmörkuðu svæði. Veðurspár gera ráð fyrir að það hvessi á komandi dög- um og því er óttast að eldarnir breiðist út að nýju. Í gær voru flugvélar notaðar til að dreifa eldvarnarefnum á nærliggjandi svæði Barist við skógarelda í Frakklandi AFP Stríðsátök og miklir þurrkar valda því, að yfir þriðjungur afgönsku þjóðarinnar, um 14 milljónir manna, á það á hættu að líða hungur á næstu mánuðum, að sögn Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Um tvær millj- ónir barna kunna að þjást af vannær- ingu. „Árið 2021 hefur verið afar erfitt í Afganistan,“ segir Mary-Ellen McGroarty, svæðisstjóri Matvæla- aðstoðarinnar í Afganistan, við AFP- fréttastofuna. Miklir þurrkar hafa verið í landinu í sumar og hveitifram- leiðsla hefur dregist saman um 40% af þeim sökum. „Vegna þessa og stríðsátakanna, sem breiðst hafa út um landið, hafa bændur ekki getað ræktað land sitt og þeir hafa flosnað upp og flúið frá heimilum sínum. Plantekrur hafa verið eyðilagðar og einnig innviðir eins og brýr, stíflur og vegir,“ segir McGroarty. Þetta, ofan á þurrkana, valdi því að matvælaverð hafi hækk- að mikið. Þannig sé hveitipoki nú 24% dýrari en að jafnaði undanfarin fimm ár. McGroarty sagði að Matvæla- aðstoðin legði aðaláherslu á að geta starfað áfram í landinu og ætti í við- ræðum við nýja valdhafa um að fá aðgang að svæðum og fólki í neyð. „Það er hræðileg mannúðarkrísa yfirvofandi og því er mikilvægt að við getum starfað óhindrað.“ Matvælaaðstoðin vonast til að geta aðstoðað níu milljónir Afgana fyrir lok ársins. McGroarty sagði að veturinn væri oft harður í Afganist- an og mörg svæði einangruðust og því væri nauðsynlegt að koma vist- um þangað í tæka tíð. Enn ríkir mikil ringulreið á flug- vellinum í höfuðborginni Kabúl þar sem fjöldi fólks hefur safnast saman í von um að komast úr landi. Margir eru hins vegar skilríkjalausir. Alls hafa Bandaríkjamenn flutt um sjö þúsund manns flugleiðis frá höfuðborginni Kabúl í vikunni og breski flugherinn hefur flutt um tvö þúsund manns á brott. gummi@mbl.is Hungursneyð vofir yfir í Afganistan - Þúsundir bíða við flugvöllinn í Kabúl í von um að komast burt AFP Á flótta Fjöldi manns hefur safnast saman við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í von um að komast úr landi. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP, og forsætisráð- herra skosku heimastjórnarinnar, til- kynnti í gær, að náðst hefði sam- komulag við Græningja um meirihlutasamstarf í skoska þinginu í Edinborg. Báðir flokkarnir hafa það á stefnuskrá sinni að ný þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um sjálf- stæði landsins. Stofnanir flokkanna þurfa að stað- festa samkomulagið, en það gerir ráð fyrir því, að ný þjóðaratkvæða- greiðsla verði haldin á fyrri hluta nú- verandi kjörtímabils, sem lýkur 2024, svo framarlega sem kórónuveiru- faraldurinn verði afstaðinn. Bresk stjórnvöld eru því mjög mótfallin, að slík atkvæðagreiðsla fari fram. „Ég er staðráðin í því, að fram fari atkvæðagreiðsla um sjálfstæði á þessu þingi,“ sagði Sturgeon á blaðamannafundi þar sem sam- starfssamningur- inn var kynntur. Gert er ráð fyr- ir því að Græn- ingjar fái ráðherrasæti í heimastjórn- inni en samt verður ekki um formlega samsteypustjórn að ræða. Græningj- ar ráða yfir átta þingsætum af 129 á skoska þinginu en SNP 64. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálf- stæði Skotlands var haldin árið 2014 en þá greiddu 55% þjóðarinnar at- kvæði gegn því að slíta tengslin við England, Wales og Norður-Írland. Stefna að sjálfstæði - Meirihlutasamstarf á skoska þinginu Nicola Sturgeon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.