Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 AF LESTRI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is S nemmsumars var endurflutt sem kvöldsaga á Rás 1 hinn snilldarlegi lestur Óskars Halldórssonar á Grettis sögu. Ósk- ar var á sínum tíma einn dáðasti lesari útvarpsins en hann lést árið 1983, er lestur hans á Grettlu hafði nýlega verið hljóðritaður. Upp- takan var fyrst send út ári síðar og síðan allnokkrum sinnum. Og lest- ur Óskars á ævintýralegri harm- sögu heljarmennisins úr Miðfirði fylgdi mér inn í sumarið; ég hef verið talsvert á vegum úti við vinnu og náði stundum lestrunum í rauntíma í bílnum, annars í Sarpi RÚV. Og naut þess heldur betur að hlusta. Það var ekki eins og ég væri að kynnast Gretti í fyrsta skipti. Það gerðist í styttri skólaútgáfu og hafa kynnin oft verið endurnýjuð síðan. Og fyrir alvöru sumarið 2003 þegar ég var – í kjölfar þess að hafa um skeið unnið að eins konar eigin útgáfu af Njáls sögu með ljósmyndum af sögustöðum Njálu – fenginn til að mynda sögu- staði Grettlu. Með söguna í hönd fór ég sumarlangt milli fjölmargra þeirra staða sem nefndir eru í henni og myndaði með mínum hætti. Afraksturinn var sýndur ári síðar á hátíð til hliðar við óperuhá- tíðina miklu í Bayreuth í Þýska- landi, þegar flutt var þar ópera Þorkels Sigurbjörnssonar um Gretti. Sögustaðir alla leið norður En ég yfirgaf Gretti ekki í sumar þótt lestrunum 20 á RÚV lyki í júní. Nokkrum vikum síðar ókum við hjónin austur í Öxarfjörð (eða Axarfjörð eins og Sigurður Pálsson, skáld frá Skinnastað, hafði það) í árlegan leiðangur að veiða silung. Og þá hlustuðum við á Óskar lesa söguna. Þegar ég ók svo á dögunum austur á Vopna- fjörð, suðurleiðina, með viðkomu á ýmsum stöðum vegna myndataka, þá hlýddi ég enn og aftur á valda kafla úr harmsögunni. Og á heim- leið, með góðum vini, sótti ég enn og aftur fleiri eftirlætiskafla, nú á Spotify, sem Óskar las fyrir okkur. Sagan af Gretti á annars ein- staklega vel við á leið norður eftir landinu. Ég áttaði mig á því fyrst sumarið 2004 þegar dæturnar voru sjö og fjögurra ára gamlar og við fjölskyldan héldum, eins og ár hvert, í Öxarfjörðinn til veiða. Þá var ég kominn með söguna í blóð- ið, eftir að hafa ferðast um með Gretti sumarið áður og myndað, og þegar við komum upp úr Hvalfjarðargöngunum fór ég að segja dætrunum söguna af þessum vægast sagt baldna, unga manni, sem átti eftir að drepa draug og tröll, svo ekki sé minnst á fjölda manna. Og endaði líf sitt myrkfæl- Grettla er myrkt, módernískt stöff inn á eyju, felldur af göldrum. Dæturnar voru á þessum tíma að heillast af Harry Potter og svona sögur höfðuðu til þeirra. Og þær vildu sífellt vita meira og sviðs- myndin á norðurleiðinni studdi snilldarlega við frásögnina. Í Borgarfirði gat ég til að mynda bent til vesturs á Fagraskógafjall og Grettisbæli, þar sem Grettir var lengi til vandræða Mýramönnum, og til austurs þar sem hann dvaldi í Þórisdal og á Arnarvatnsheiði, og sagt þær sögur. Þegar komið var yfir Holtavörðuheiði var til að mynda brunað hjá Þóroddsstöðum og Spjótsmýri þar sem Grettir drap Þórodd bónda og son hans (og tapaði spjóti sínu við drápin: eins og segir í sögunni fannst spjótið það, sem Grettir hafði týnt, „eigi fyrr en í þeirra manna minn- um, er nú lifa“ – semsagt á fjór- tándu öld, ritunartíma sögunnar). Svo var vitaskuld farið um Mið- fjörð, æskuslóðir Grettis, og bent heim að Bjargi og hvar hestaatið átti sér stað. Þá kom Miðfjarðar- vatn, hvar Auðunn sló Gretti með knattgildrunni, og svo Auðunar- staðir í Víðidal. Í Skagafirði var vitaskuld bent út í Dragney, í átt að Reykjum og að Hegranesi, og svo lá leiðin enn austar og þá var hægt að rifja upp söguna af skess- unni í Sandhaugum í Bárðardal og segja af rimmum þeirra Grettis og Þóris í Garði í Kelduhverfi. Núpur- inn með Grettisbæli blasti svo við þar sem við dvöldum næstu daga fjölskyldan. Það kom síðan iðulega fyrir á norðurleið næstu ár á eftir að dæturnar báðu um söguna af Gretti – og það var hin besta skemmtan að ferðast með þeim og hinu harmræna hálftrölli. Las söguna í húsbíl á Íslandi Það eru eflaust margir sem njóta þess að hlýða á Íslend- ingasögurnar á flakki um landið (og örugglega fleiri en ég sem eru með Njálu á 10 geisladiskum í bíln- um, í fínum lestri Hallmars Sig- urðssonar). En það kom á óvart að lesa á dögunum fjörlegt viðtal í The New York Times við banda- ríska skáldið Ritu Dove og sjá að hún er í hópi unnenda Grettlu. Dove er allþekkt og dáð, var til að mynda lárviðarskáld Bandaríkj- anna í forsetatíð Baracks Obama. Í viðtalinu var hún spurð út í eftir- lætis bækur og höfunda, og hvaða bókmenntaverk hafi haft áhrif á hana. Þegar hún er spurð að því í hvaða bækur hún geti leitað aftur og aftur þá nefnir hún fyrst „Víti“ eftir Dante, svo „The Changing Light“ eftir James Merrill og „Tí- dægru“ Boccaccio sem eigi vel við í heimsfaraldrinum. Og svo: „Ís- lendingasöguna um Gretti hinn sterka sem ég las upphátt fyrir manninn minn fyrir nokkrum ár- um þegar við ókum hringinn kringum Ísland eina nóttlausa há- sumarsviku í húsbíl sem við höfð- um leigt. Ég endurlas svo valda kafla úr sögunni fyrir hann nokkr- um mánuðum seinna, þegar við vorum aftur komin til Íslands en þá nærri dagsbirtulitlum vetrar- sólstöðum í desember.“ Og um Grettis sögu segir Rita Dove: „Þetta er heillandi epík – jafn knúin áfram af hefndarskyldu og grísku harmleikirnir, með bar- dagasenum sem jafnast fyllilega á við ofurhetjumyndir samtímans; en það er svolítill „Óperudraugur“ í blöndunni.“ Dove segir síðan að Grettir sé fúllynt heljarmenni sem geti hæglega drepið bátsfylli af mönnum og kasti svo fram vísu um gjörðir sínar. En hann líði einnig fyrir óverðskuldaða bölvun og verður ofsóttur útlagi sem óttast myrkrið og er dæmdur til einsemd- ar þar sem hann þvælist rótlaus frá einum stað til annars. „Þetta er myrkt, módernískt stöff!“ segir Dove, og að það bregðist ekki að það að snúa aftur að endurteknum svikunum og grimmdinni í sögunni um Gretti lyfti anda sínum. Bæirnir í sögunni standa enn Þegar ég las viðtalið við Dove velti ég fyrir mér hvort hún hafi áttað sig á því, þar sem þau hjón óku hringinn kringum landið með Gretti, að enn má koma á og sjá alla þá staði sem nefndir eru. Það hefði án efa styrkt upplifun þeirra enn betur. Eins og hjá erlendum veiðimanni sem ég kynntist fyrir mörgum árum í Vatnsdal. Hann sagðist geta veitt hvar sem væri í heiminum en hann hefði heillast af Vatnsdæla sögu og kaus að snúa alltaf aftur í dalinn þar sem sömu bæir og nefndir eru í sögunni stóðu enn, þúsund árum síðar. Það fannst honum heillandi. Og það er einmitt endalaust heillandi að ferðast um landið og skynja tím- ann gegnum þann fjársjóð sem sögurnar eru. » Þetta er heillandi epík – jafn knúin áfram af hefndarskyldu og grísku harmleik- irnir. Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson Sögustaðir Þórhallsstaðir í Forsæludal, þar sem Grettir Ásmundarson á að hafa glímt við drauginn Glám, og uppgangan í Drangey þar sem Grettir var í útlegð síðustu æviárin. Úr 36 mynda röð sem ljósmyndarinn gerði árið 2003 af sögustöðum Grettis sögu og var sýnd fyrst í Bayreuth í Þýskalandi 2004. Kappinn Grettir Ásmundarson í handritinu AM426 frá 17. öld. Lárviðarskáld Rita Dove las Grettlu upphátt á Íslandi. Lokatónleikar Orgelsumars í Hallgrímskirkju verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 17. Þá mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hall- grímskirkju, flytja verk eftir íslensk tónskáld og verður m.a. frumflutt nýtt verk Steingríms Þórhallssonar sem Félag íslenskra organ- leikara pantaði af tónskáld- inu til að heiðra Hauk Guð- laugsson níræðan. Björn Steinar er einnig skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Björn Steinar hef- ur haldið fjölda einleiks- tónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku og hefur leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveitum Íslands og Norðurlands, Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Orgelsumri lýkur með tónleikum organistans Björns Steinars Leikur Björn Steinar Sólbergsson. Myndlistarkonan Arngunn- ur Ýr sýnir málverk sín í Hörpu í ágúst og septem- ber á sýningunni Umbreyt- ingar. Í dag, laugardag, kl. 14 munu tónlistarkonan GDRN og strengjakvartett- inn Ethos flytja tónlist GDRN í útsetningu Þórðar Magnússonar á sýningunni. Er hugmyndin að mynda samtal á milli tónlistar og myndlistar, að því er fram kemur í tilkynningu um viðburðinn. Arngunnur Ýr hefur um árabil einblínt á fegurð og stórfengleika íslenskrar náttúru, að því er segir í tilkynningu og sýna nýj- ustu verk hennar staði á landinu þar sem jöklar eru á hröðu undanhaldi og minnka ört með ári hverju vegna loftslagshlýnunar. GDRN og Ethos halda tónleika á sýningu Arngunnar Ýrar í Hörpu Listakona Arngunnur Ýr. Myndlistarkonan Anna Lín- dal mun nú um helgina taka yfir byggingarkrana við Súðarvog sem þessa dagana eru notaðir við uppbygg- ingu á Vogabyggð, nýju íbúðarhverfi í Vogunum. Verða kranarnir teknir úr gír og í þá hengdir litríkir borðar sem hreyfast og dansa í vindinum, skv. til- kynningu. Er yfirtakan sögð samtal við verkið „Annars konar tími“ eftir Önnu sem stend- ur hinum megin við Elliða- árnar, inni á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Snarfara við Naustavog. Þar verður á morgun kl. 15 boðið upp á listamannaspjall við Önnu og rætt um framlag hennar til Hjólsins, fyrrnefnds verks. Safnast verður saman við Siglingaklúbbinn Snar- fara og gengið að verkinu. Anna tekur yfir byggingarkrana og spjallar um verk sitt Yfirtaka Anna Líndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.