Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Fylltu á flöskuna,
ekki á ruslafötuna.
Áfyllingarnar okkar nota að minnsta kosti
77% minna plast en venjulegar umbúðir.
K g 4 2 7 70 w o anrin lan -1 | s. 57 - 40 | ww.l ccit e.is
Sæl Harpa
(Se vuol ballare (Mozart)/Silence is
golden (Gaudio))
Tónlistarhúsið það trónir við sæinn.
Tígulegt mannvirkið prýðir nú bæinn.
Það held ég Ingólfur yrði’ alveg bit.
Þverhníptir glerveggir geislum út
varpa.
Gefur nú Harpa
lífinu lit.
Sæl elsku Harpa.
Sjá hvað þú ert fín!
Sæl elsku Harpa. Harpa,
þú ert harpan mín.
Með þessum línum eftir Jóhann
G. Jóhannsson hófst opnunarhátíðin
þegar Eldborg tónlistar- og ráð-
stefnuhússins Hörpu var vígð fyrir
10 árum. Fjórir óperusöngvarar
fluttu undir stjórn Jóhanns, sem
einnig útsetti þennan skemmtilega
söng, sem var reyndar talsvert
lengri.
10 ár eru stuttur tími í lífi tónlist-
arhúss. Forsagan að byggingu
Hörpu var miklu lengri og þar lögðu
sannarlega margir hönd á plóg. Það
var því mikil tilhlökkun í loftinu
þegar loks var komið að því að opna
húsið fyrir þjóðinni. Opnunin var
reyndar margþætt og tók yfir nokk-
urn tíma, eiginlega þrenna tónleika;
þá fyrstu þegar Sinfóníuhljómsveit
Íslands hélt sína fyrstu tónleika í
Eldborg hinn 4. maí 2011. Skömmu
síðar eða 13. maí var hin eiginlega
opnunarhátíð í Eldborg með mikl-
um fjölda tónlistarmanna; kórar,
djass, popptónlist, óperuatriði og
ávörp – og tengingarnar voru í
höndum söngvaranna sem sungu
ljóðið hér að framan. Húsið var þó
enn ekki fullklárað og það var síðan
á menningarnótt hinn 20. ágúst sem
öll byggingin var tilbúin, aðrir salir
vígðir og jafnframt var glerhjúpur
Ólafs Elíassonar lýstur í fyrsta sinn.
Ástæður þess að opnanirnar voru
svona margar voru fleiri en ein.
Tónlistarhúsin sem voru opnuð á
svipuðum tíma og Harpa, bæði í
Danmörku og Finnlandi, tóku sér
reyndar mun lengra opnunartíma-
bil, enda talið mikilvægt að hvert
rými fái sína athygli og undirbúning
þegar í fyrsta sinn er boðið upp á
tónleika. En Harpa var ekki byggð
á einum degi og vissulega voru
mörg ljón í veginum þegar opnun
hússins nálgaðist. Galli reyndist í
glerhjúpnum og þurfti að rífa hann
til grunna og byrja upp á nýtt. Það
voru mikil vonbrigði á sínum tíma,
ekki síst þar sem búið var að semja
við Sinfóníuna og Ashkenazy um að
opnunartónleikar SÍ yrðu 4. maí
enda Sinfónían komin út úr Há-
skólabíói og í raun á götunni. Því
var brugðið á það ráð að þrískipta
opnun hússins eins og skýrt er að
framan – og í ljós kom að það var
skynsamlegt þar sem fáliðað starfs-
fólk Hörpu gat þá einbeitt sér að
einu rými í einu. Hinn flókni tækni-
búnaður, einkum í Eldborg, fékk
nauðsynlegan tíma til stillingar með
erlendu sérfræðingunum, fyrst fyrir
sígilda tónlist og síðar einnig fyrir
uppmagnaða tónlist og beina út-
sendingu í sjónvarpi allra lands-
manna.
Handtökin voru mörg þetta opn-
unarsumar 2011. Starfsfólkið, sem
langflest kom til starfa eftir að
bygging hússins hafði verið stöðvuð
í hruninu, þurfti að læra á allt húsið,
mismunandi eiginleika hvers salar
og á hinn fullkomna tæknibúnað,
sem ekki líktist neinu sem hér hafði
sést.
Lokavígslan var svo á menning-
arnótt þegar allt húsið var opnað
fyrir almenningi, gler-
hjúpurinn var loks
tilbúinn og hægt að
lýsa hann í fyrsta sinn.
Tónleikar voru í hverju
horni í húsinu, ungir
sem eldri tónlistar-
menn prufukeyrðu
hvert rýmið á fætur
öðru og það voru
þreyttir en sælir starfs-
menn Hörpu sem lögð-
ust á koddann þegar
flugeldasýningin var á
enda og húsið þar með
opið opið þjóðinni.
Sagan á bak við byggingu tónlist-
arhúss í Reykjavík var löng og
ströng og eins og ég sagði – mörg
ljón á veginum allt til opnunar. Ríki
og borg stofnuðu Austurhöfn TR ár-
ið 2003 og Austurhöfn bauð verk-
efnið svo út sem einkaframkvæmd.
Árið 2006 eftir alþjóðlega sam-
keppni var samið við Portus um
hönnun, byggingu og rekstur húss-
ins, allt átti að vera einkafram-
kvæmd með Landsbankann sem
bakhjarl. Ríki og borg skyldu svo
eignast fasteignina að ákveðnum
tíma liðnum. Allar framkvæmdir við
bygginguna stöðvuðust síðan í
hruninu þegar eigendur Portusar
fóru í þrot. Veturinn 2008-9 var lítið
meira en grunnurinn risinn. Hann
beið mannlaus fram undir vor þegar
ríki og borg ákváðu að taka bygg-
inguna og reksturinn yfir og halda
áfram með framkvæmdina. Það var
djörf og skynsamleg ákvörðun og
ekki sjálfgefin á þeim
erfiðu tímum sem
fylgdu hruninu.
Það var fámennur
en samstæður hópur
sem ríki og borg settu
til verka við að koma
framkvæmdinni aftur í
gang, ráða fólk til að
standa við skuldbind-
ingar meðal annars við
verktaka, undirbúa
rekstur, dagskrárgerð
og erlenda markaðs-
setningu, endurgera
fjölmarga samninga, innlenda sem
erlenda, sem snertu byggingu húss-
ins, innréttingar og rekstur. Endur-
hugsa og endurhanna þurfti ýmis-
legt sem styrkti fjölbreytta notkun
hússins og hafði það áhrif bæði á
lokafrágang ýmissa rýma og rekstr-
arhugmyndir. Mikilvægt var að
standa við tímasetningar og láta
ekki margvíslegar tafir hefta fram-
kvæmdir og opnunaráform. Margir
höfðu mikla hagsmuni af því að ekki
yrði gefist upp þótt ýmislegt blési á
móti þessa mánuði. Ef til vill var
erfiðast að vinna áhuga almennings
að nýju á framkvæmdinni og byggja
upp væntingarnar hjá tónlistarfólki,
sem margt hafði misst móðinn í
hruninu þegar það sá sína lang-
þráðu byggingu rigna niður mann-
lausa og hálfkláraða mánuðum sam-
an.
Að lokum tókst að ljúka bygging-
unni og opna alla króka og kima
hennar fyrir þjóðinni. Nú 10 árum
síðar horfum við til baka og minn-
umst þeirra sem hita og þunga báru
af byggingu hússins. Á engan er
hallað þótt nefndir séu tveir for-
svarsmenn Austurhafnar, þeir Stef-
án Hermannsson og Stefán P. Egg-
ertsson, báðir nú látnir.
Fjöldamargir aðrir lögðu nótt við
dag við að undirbúa og ljúka þessu
gríðarmikla mannvirki og yrði að
æra óstöðugan að telja þau öll upp.
Árin hafa sýnt að þjóðin beið eftir
húsinu. Það hefur nýst til fjöl-
breyttra tónleika, ráðstefnuhalds,
fundarhalda og óperusýninga svo
eitthvað sé nefnt og má segja að þar
hafi verið fullt upp í rjáfur frá fyrsta
degi. Reksturinn hefur vissulega
verið þungur, enda var áherslan
kannski ekki öll á honum þegar
ákveðið var að halda áfram með
bygginguna. Fasteignin sjálf er stór
og þung í rekstri, en á hverjum tíma
hafa stjórnendur og starfsfólk þó
reynt að leggja mesta áherslu á
starfsemina sjálfa, það sem fram fer
innan veggja hússins. En það var
þrekraun að ljúka framkvæmdinni á
réttum tíma þrátt fyrir allt sem á
gekk, hrun, tafir, óhjákvæmileg
mistök, umfangsmikla endur-
fjármögnun og mörg og flókin félög
sem hvert um sig bar ábyrgð á
ákveðnum þáttum við byggingu,
starfsemi og rekstur hússins.
10 ár eru ekki langur tími í lífi
tónlistarhúss. Samt geymir Harpa
nú þegar ótrúlega sögu um þraut-
seigju og úthald, nú síðast og ekki
síst þegar veirufaraldur herjar á
landsmenn og heimsbyggðina alla.
Þá reynir enn á starfsfólk og stjórn-
endur Hörpu að sýna styrk, útsjón-
arsemi og ábyrgð.
Ánægjustundirnar og minning-
arnar sem Harpa geymir eru fjöl-
margar og þær verða miklu, miklu
fleiri. Að lokum óska ég öllum til
hamingju sem starfa í Hörpu og
hafa starfað þar, listamönnum sem
hafa komið þar fram og þjóðinni
allri. Við skulum heyra lok ljóðsins
sem vitnað var í hér í upphafi;
Kynslóðir koma og kynslóðir fara;
hverfult er flestallt, en eitt mun þó
vara:
Hljómlistin lifir og hér fær hún skjól,
skjól til að blómgast og ávöxt að bera,
alltaf að vera
Arnar við hól.
Eftir Þórunni
Sigurðardóttur » Árin hafa sýnt að
þjóðin beið eftir hús-
inu. Það hefur nýst til
fjölbreyttra tónleika,
ráðstefnuhalds, fund-
arhalda og óperusýn-
inga svo eitthvað sé
nefnt og má segja að þar
hafi verið fullt upp í
rjáfur frá fyrsta degi.Þórunn Sigurðardóttir
Höfundur er fyrrverandi stjórnar-
formaður Ago, rekstrarfélags
Hörpu.
Tónlistarhúsið Harpa 10 ára