Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Veitingamenn telja algerlega órök- stutt af hverju þeir þurfa að sæta ströngum takmörkunum á meðan landsmenn fá að hópast saman á aðra staði án mikilla takmarkana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka fyrirtækja í veit- ingarekstri (Sveit) þar sem lýst er áhyggjum af framtíðarsýn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hafi lagt til að veitingastöðum, krám og skemmtistöðum skuli loka klukk- an 23 öll kvöld næstu misseri. „Þessi framtíðarsýn er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins sem hefur ver- ið meira og minna óstarfhæfur frá því að veiran kom fyrst til landsins. Krár og skemmtistaðir hafa þurft að lúta ströngustu sóttvarnarreglum með tilliti til opnunartíma, gesta- fjölda, skráningu gesta og grímu- skyldu. Á þeim tíma hafa ekki verið færð fyrir því nein rök að fleiri smit hafi komið upp hjá fyrirtækjum á veitingamarkaði en hjá öðrum hóp- um í samfélaginu,“ segir í yfirlýsing- unni. Rakið er að um tíu þúsund manns starfi í veitingageiranum og þar af sé stór hluti ungt fólk sem muni missa vinnuna við slíkar aðgerðir. Telja veitingamenn að erfitt verði að fara inn í veturinn með þeim ófyrirsjáan- leika sem þetta veldur. Veitingamenn kalla eftir rökum og gögnum um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma svo verulega. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum af því að skemmtunin færist einfaldlega ann- að, í heimahús eða annað húsnæði þar sem ekkert eftirlit er. Þar muni myndast svipuð eða meiri hætta á hópsmiti og nú þegar er fyrir hendi á veitinga- og skemmtistöðum. hdm@mbl.is Ósáttir við framtíðarsýn - Blaut tuska framan í veitingamenn Morgunblaðið/Eggert Úti Veitingamenn eru ósáttir við áform um skertan afgreiðslutíma. augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Vefverslun brynja.is Yfir 20 gerðir til á lager Verð frá 9.750,- Vandaðir póstkassar frá Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Sextíu og eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í fyrradag. Þar af voru þrjátíu í sóttkví við greiningu en þrjátíu og einn utan sóttkvíar. Í þrjá daga af fjórum þar á undan hafði yfir helmingur þeirra sem greindust þegar verið í sóttkví. Alls voru í gær 2.529 í sóttkví og 1.137 í einangrun. Í fyrradag voru 2.509 í sóttkví og 1.204 í einangrun. Um 4.500 sýni voru tekin í fyrra- dag og var hlutfall jákvæðra sýna því 1,41 prósent. Það er töluvert minna en hefur verið undanfarna daga. Hlutfall jákvæðra sýna hefur undanfarna daga verið á bilinu þrjú til fimm prósent. Færri fari í sóttkví Fram kom í máli nokkurra ráð- herra eftir ríkisstjórnarfund að von væri á breytingum á reglum um sóttkví. Merkja mátti skýran vilja ráðherra til að takmarka fjölda fólks sem skylda þarf í sóttkví, kæmi til smits innan fjölskyldna, en stutt er í skólasetningu grunnskóla og fram- haldsskóla um land allt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra tók sem dæmi að ekki væri sjálfgefið að foreldrar og heilu heim- ilin færu í sóttkví kæmi upp smit á meðal barna. Hægt væri að hafa einn í fjölskyldu í sóttkví á heimili á meðan aðrir í fjölskyldunni viðhefðu smitgát. Það þýddi til dæmis að fólk gæti áfram farið út fyrir heimili sín, verslað og sótt vinnu en ekki fjöl- menna viðburði eða heimsótt stofn- anir á borð við hjúkruanrheimili. Viðurkenning og notkun svokall- aðra hraðprófa við Covid-19 var einnig til umræðu. Katrín sagði að nú stæðu yfir um- ræður innan ríkisstjórnarinnar um eins konar framtíðarsýn í sótt- vörnum vegna heimsfaraldursins. Til stæði að tillögur yrðu tilbúnar þegar reglugerð sem nú gildir um sóttvarnaaðgerðir rennur út í lok næstu viku. Ljóst er notkun hraðprófa í aukn- um mæli og útfærsla á slíku er til umræðu á meðal ráðherra þar sem til greina kemur að hraðprófa inn á stærri viðburði, heimsóknir á við- kvæmar stofnanir eða fyrir ferðalög. Þurfi að breyta útfærslu Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í samtali við mbl.is að meðal tillagna sem væru í umræðu væri framkvæmd landamæraeftirlits. Greint hefur verið frá mikilli ör- tröð á Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar stutt er á milli koma flugvéla að utan. Ekki er mælt með því að fleiri en hundrað nemendur komi saman í hverju rými í grunnskólum, frí- stundamiðstöðvum, tónlistarskólum eða félagsmiðstöðvum höfuðborg- arsvæðisins að því er kemur fram í leiðbeiningum almannaverndar- nefndar höfuðborgarsvæðisins, fyrir skóla- og frístundastarf. Sjúklingum á Landspítala vegna Covid-19 hefur fækkað í 22 en þeir voru 25 í gær, þar af eru 15 á bráða- legudeildum og eru sjö þeirra óbólu- settir. Í gær voru 19 á bráðalegu- deildum spítalans. Á gjörgæslu eru sjö og er það sami fjöldi og í gær. Fimm gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélarstuðning og eru tveir þeirra óbólusettir. Virkum smitum fækkar um 20 frá í gær í 1.180 en börnum með virkt smit fjölgaði milli daga um átta og eru nú 272. Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær 936 eru í skimunar- sóttkví2.529 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlandssmita frá 12 júlí 150 125 100 75 50 25 0 150 125 100 75 50 25 0 9.980 staðfest smit alls júlí ágúst Staðfest innanlandssmit 7 daga meðaltal 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 107 119 57 105 141 84 119 130 82 64 55 103 124 108 61 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 61 nýtt innan- landssmit greindist sl. sólarhring 262.291 einstaklingur er fullbólusettur 1.137 eru með virkt smit og í einangrun Hlutfall jákvæðra sýna lágt í gær - Von á nýjum áherslum í reglum um sóttkví - Fleiri greinast í sóttkví - Aukin áhersla á hraðpróf Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Aðhlynning Færri sjúklingar með Covid-19 eru nú á Landspítala en jafn margir eru á gjörgæslu. Þá eru fimm bundnir öndunarvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.