Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Norski laxeldisrisinn SalMar, meiri-
hlutaeigandi Arnarlax, hefur tilkynnt
að gert verði tilboð í meirihluta hluta-
bréfa í Norway Royal Salmon (NRS)
sem á meirihluta hlutafjár í Arctic
Fish. Gangi þessi áform eftir má gefa
sér að vestfirsku fiskeldisfyrirtækin
sameinist í eitt í kjölfar sameiningar
eignarhalds móðurfélaganna.
Norska fyrirtækið NTS hefur ver-
ið að bæta við sig hlutabréfum í NRS
og viljað ná meirihluta í fyrirtækinu.
Í gærmorgun blandaði SalMar sér í
baráttuna og tilkynnti að það myndi
gera tilboð í hlutabréf í fyrirtækinu á
talsvert hærra verði en NTS býður
og miklu hærra verði en hefur verið á
markaði á undanförnum vikum. Til-
boð SalMar verður háð því að það nái
yfirráðum í fyrirtækinu með kaupum
á að minnsta kosti helmingi hlutafjár.
Hagsmunir síðarnefndu fyrirtækj-
anna liggja nokkuð saman í starfsemi
í Norður-Noregi.
Veruleg samlegðaráhrif
SalMar á meirihluta hlutafjár í
Arnarlaxi en NRS á meirihlutann í
Arctic Fish. Bæði vestfirsku fiskeld-
isfyrirtækin eru skráð á hlutabréfa-
markaði í kauphöllinni í Ósló í gegn-
um norsk eignarhaldsfélög. Í
tilkynningu SalMar til kauphallar-
innar kemur fram að hugsanleg sam-
eining vestfirsku fiskeldisfyrirtækj-
anna muni hafa veruleg
samlegðaráhrif í för með sér og gæti
skapað möguleika á frekari uppbygg-
ingu.
Bæði fyrirtækin eru í stækkunar-
ferli. Sem dæmi um samvinnu og
samlegð við sameiningu má nefna að
öllum laxi beggja félaganna er slátr-
að hjá Arnarlaxi á Bíldudal en for-
stjórar fyrirtækjanna hafa verið að
leita að nýjum stað til að byggja upp
sameiginlegt sláturhús sem gæti tek-
ið við aukningu. Þá eru fyrirtækin
með kvíar í sömu fjörðum að hluta og
bæði eru með umsóknir um eldisleyfi
í Ísafjarðardjúpi.
Tvö í stað fjögurra
Ef þessi kaup ganga eftir og dótt-
urfélögin á Íslandi verða sameinuð
munu verða tvö stór fyrirtæki í sjó-
kvíaeldi hér á landi í stað fjögurra því
unnið er að sameiningu fyrirtækj-
anna tveggja á Austfjörðum. Bæði
fyrirtækin yrðu að meirihluta í
norskri eigu.
Eigandi undirbýr tilboð í eiganda
- Ef hinn norski meirihlutaeigandi Arnarlax kaupir meirihlutann í eiganda Arctic Fish gæti það leitt til
sameiningar vestfirsku laxeldisfyrirtækjanna - Sjá fyrir sér hagræðingu í rekstrinum á Vestfjörðum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Samvinna Laxi slátrað fyrir Arctic
Fish í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal.
Mikið sjónarspil blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins þegar
virkni eldgossins í Geldingadölum tók við sér að nýju aðfara-
nótt föstudags. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, kveðst ekki geta sagt til
um hvort flæðið hafi verið óvenju mikið þetta kvöld eða hvort
hraunflæðið hafi nýlega tekið aðra stefnu. „Við sjáum nátt-
úrlega bara eitt sjónarhorn. Það getur verið að hraunflæðið
hafi verið svipað undanfarna daga en bara farið í aðra átt.“
Að sögn Lovísu hefur virkni og óróinn í gosinu verið með
nokkuð taktföstum hætti undanfarna daga þar sem gosið fer í
dvala og tekur sig upp á kvöldin. „Eins og ég segi stundum:
það tekur sér lúr og kemur síðan upp á kvöldin.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgosið í Geldingadölum að koma úr dvala að næturlagi
Fleiri börn hafa lagst inn á spítala í
Bandaríkjunum af völdum Delta-
afbrigðisins en fyrri afbrigðum.
Þetta kemur fram í tölfræði frá fé-
lagi bandarískra
barnalækna.
Skýrsla sótt-
varnastofnunar
Evrópu (ECDC)
sýnir fram á að
Delta-afbrigðið sé
meira smitandi og
þar séu börn eng-
in undantekning.
Ekki liggja fyr-
ir upplýsingar um
hlutfall veikra
barna af þeim börnum sem smitast,
samanborið við fyrri bylgjur.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir hefur talað um að Delta-afbrigðið
„leggist þyngra á börn en fyrri af-
brigði“. Segist hann byggja það eink-
um á skýrslum ECDC og CDC en
ekki síst á mati bandarískra barna-
lækna sem segjast sjá börn veikjast
verr nú en í fyrri bylgjum. Samtök
bandarískra barnalækna halda utan
um þessi gögn og birta reglulega á
vefsíðu sinni. Fylgjast þau einnig
grannt með þróun faraldursins. Þór-
ólfur segir að af gögnum samtak-
anna megi meta það svo að fleiri
börn smitist af völdum Delta-
afbrigðisins en af völdum fyrri af-
brigða og fleiri börn leggist inn á
spítala en áður.
Í skýrslu ECDC sjást sambæri-
legar ályktanir dregnar; að Delta-
afbrigðið sé meira smitandi gagnvart
börnum en fyrri afbrigði veirunnar.
Þar er þó ekki fjallað sérstaklega um
spítalainnlagnir.
Með tilkomu Delta-afbrigðisins má
sjá uppsveiflu á vikulegum gröfum
og súluritum sem samtök barna-
læknanna birta reglulega.
Þórólfur segir að gögnin sem
stofnanirnar birta séu ekki nægilega
nákvæm til að hægt sé að ráðast í
allsherjargreiningu út frá þeim. For-
svarsmenn stofnananna hafi þó betri
aðgang að þessum gögnum og þeirra
tilfinning sé sú að Delta kunni að
leggjast þyngra á börn.
Upplýsingar sóttvarnayfirvalda
hér á landi sem og annars staðar
hafa hingað til komið frá þeim að-
ilum sem eru í framlínunni að kljást
við heimsfaraldurinn, að sögn Þór-
ólfs. Eru þær þá ekki endilega í
formi hreinnar tölfræði sem gæti
staðið ein og sér í rannsóknar-
greinum en það getur reynst erfitt
að útiloka alla utanaðkomandi þætti.
thorab@mbl.is
Börn smitist frekar af Delta
- Mat bandarískra barnalækna að börn veikist verr en áður
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Þórólfur
Guðnason