Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 42

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningin Unheard of verður opnuð í dag, laugardag, milli kl. 14 og 18 í galleríinu Kling & Bang í Marshall- húsi og má á henni sjá og heyra ný verk eftir Erik DeLuca, í samvinnu við Julius Rothlaender og Melittu Urbancic, og Þórönnu Dögg Björns- dóttur í náinni samvinnu við Derrick Belcham. Með sýningunni „teygir listafólkið sig frá hljóðverkum sínum yfir í sam- ræðuferli við hljóð – og eða þagnir – með snertingu og í nærveru, fjarveru og tilhugsun líkama sem hreyfast um mismunandi rými“, eins og segir í til- kynningu og er upphafspunktur sýn- ingarinnar sagður liggja í þeirri hreyfingu. Rannsóknir, skáldskapur, hljóðupptökur, skjalagreining, plönturæktun og alltumlykjandi hljóðinnsetning er það sem blasa mun við sýningargestum. Báðir lista- mennirnir unnu í samvinnu við aðra listamenn og einstaklinga við gerð verkanna og eru þeir fjölmargir og úr ólíkum fræði- og starfsgreinum. Innri hljómur Það er mikið havarí þegar blaða- mann ber að garði í Kling & Bang á fimmtudegi, unnið af kappi í öllum rýmum að uppsetningu verka. Við innganginn má sjá fjölda lítilla gróðurpotta og er þar verið að sá melgresi. Í öðru rými stendur maður uppi í stiga og málar stóran þríhyrn- ing á vegg og í einu hangir netakúla niður úr lofti, fest með snæri. Becky Forsythe, annar tveggja sýningarstjóra, brosir þegar blaða- maður nefnir að mikið gangi á og fullvissar hann um að sýningin verði svo til tilbúin næsta dag, þ.e. á föstu- degi, í gær. Hinn sýningarstjórinn, Ana Victoria Bruno, er ekki á land- inu og verður því fjarri góðu gamni við opnunina. Inni í innsta sal er Þóranna önnum kafin við undirbúning en blaðamaður fær að trufla hana í örfáar mínútur og ræða við hana um sýningu þeirra Eriks DeLuca. Við byrjum á titlinum en hann er á ensku þar sem báðir sýningarstjór- arnir eru enskumælandi. Hann má skilja á tvo vegu, annars vegar að hér sé eitthvað á ferðinni sem hafi áður verið óþekkt og einnig eitthvað sem ekki hafi heyrst áður. „Þetta er svona innri hljómurinn,“ útskýrir Þóranna. Þau Erik DeLuca vinni bæði mikið með hljóð í sínum verkum, séu að miðla því með marg- víslegum hætti. „Þessi tilvísun í eitt- hvað sem þú hefur ekki heyrt áður á líka við um þetta sem hljómar innra með manni þegar maður er að túlka eitthvað sem maður skynjar í hljóð- umhverfinu. Hvernig maður túlkar það innra með sér og býr síðan eitt- hvað nýtt til úr því,“ útskýrir hún. Erik DeLuca er mynd- og tón- listarmaður sem vinnur með gjörn- inga, skúlptúr og texta, í samræðu við samfélagslegar venjur og gagn- rýni, segir í tilkynningu, er nú um stundir gestaprófessor við tónlistar- og margmiðlunardeild Brown- háskóla í Bandaríkjunum og heldur fyrirlestra í grunnnámi við Rhode Island-hönnunarskólann. Þóranna er hljóð- og myndlistar- maður og tónskáld og tónlistar- flytjandi, lauk burtfararprófi í klass- ískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH og er með BA-gráðu í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskól- anum í Haag og M.Art.Ed-gráðu í kennslufræði lista við Listaháskóla Íslands. Derrick Belcham er svo kana- dískur kvikmyndagerðarmaður sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir gerð heimildarmynda og tónlistarmyndbanda og hefur unnið með listafólki á borð við Philip Glass, Steve Reich, Laurie Anderson og Paul Simon og hundruðum annarra við tónlist, dans, leikhús og byggingarlist og unnið verk og hald- ið fyrirlestra við virtar listastofnanir. Sýnendur hafa því komið við í fleiri listgreinum en myndlist og segist Þóranna hafa farið þverfaglegu leið- ina og þreifað fyrir sér í ýmsum miðl- um. Hún er spurð að því hvort tón- listin hafi smitast mikið yfir í mynd- listina hjá henni og segir hún svo vera. Tónlistin sé enda afar góður grunnur og hún sæki mikið í tónlist- arnám sitt þegar kemur að því að búa eitthvað til. Mikil samvinna Blaðamaður nefnir að í tilkynn- ingu sé mjög mörgum einstaklingum þakkað fyrir örlæti sitt og samvinnu, fólki úr ólíkum áttum. „Það eru ýms- ir og veistu af hverju?“ segir Þór- anna um þann langa lista og blaða- maður segist ekki geta svarað því. „Þessi verk byggjast mjög mikið á samvinnu, sérstaklega stærri verkin. Það eru tvö veigameiri verk á sýn- ingunni, eftir okkur Erik, sem maður gerir ekkert einn. Þetta er ofsalega mikið samtal í báðum verkunum, milli tveggja einstaklinga eða fleiri, um mikilvægi eða ekki mikilvægi út- komunnar, hvernig sem maður túlk- ar það,“ svarar Þóranna. „Svo er þetta líka bara þannig að við lista- fólkið þurfum að reiða okkur svolítið mikið á samstarfsvilja annarra,“ bætir hún við. Samstarfið og að- stoðin geti verið af ýmsu tagi. Eitt verkanna á sýningunni er hljóð- og myndverk sem Þóranna gerði með vini sínum, Derrick Belch- am. „Hann er búsettur í New York og kom hingað sérstaklega til að taka þetta verk upp með mér,“ segir Þór- anna. Belcham hafi lagt á sig gríðar- mikla vinnu en geti því miður ekki verið viðstaddur opnunina. Þóranna segist líka vera með skúlptúr á sýningunni, í annarri inn- setningu, sem hafi verið smíðaður eftir hennar forskrift og í öðru verki vitnar hún í texta eftir heimspeking- inn Þorvarð Árnason. DeLuca fékk Árna Heimi til að skrifa texta fyrir sig og þannig mætti áfram telja hvað varðar samvinnu listafólksins við fólk úr öðrum greinum. Loksins opnun Til stóð að opna sýninguna í janúar en vegna kófsins hefur opnun verið frestað í tvígang. En allt er þá þrennt er og nú á loksins að opna sýninguna. „Þetta er svolítið svakalegt,“ segir Þóranna um þessar frestanir en hún segist þó ánægð með að geta loksins lokið þessu ferli með sýningaropnun. „Ég held að verkin mín tali algjör- lega inn í þennan tíma, þau eru mikið að snerta á þessu, hvernig við skynj- um umhverfið og þessu samtali við heildina sem við náum stundum að fara í og stundum ekki,“ segir Þór- anna um kófið. Augnablikshughrif sem veiti fólki innsýn og bjóði upp á nýjan skilning á umheiminum. Frekari fróðleik um sýninguna og galleríið má finna á this.is/klingog- bang. Morgunblaðið/Eggert Ĺistafólk Þóranna Dögg Björnsdóttir, Becky Forsythe og Erik DeLuca í Kling & Bang-galleríinu. Augnablikshughrif sem veita innsýn - Rannsóknir, skáldskapur, hljóðupptökur, skjalagreining, plönturæktun og alltumlykjandi hljóð- innsetning koma við sögu á sýningunni Unheard of í galleríinu Kling & Bang sem opnuð verður í dag Ljósmyndakeppni mbl.is Vilt þú vinna farsíma frá Samsung eða glæsilegan ferðavinning frá Icelandair? Allar myndir sem sendar eru inn birtast á mbl.is og þemað er flug. Það er líka hægt að taka þátt á Instagrammeð myllumerkinu #mblflug 1.-2. Sæti Samsung Galaxy s21+ 3. Sæti 100.000 kr. gjafakort frá Icelandair Chuck Close, einn þekktasti mynd- listarmaður Bandaríkjanna síðustu áratuga, er látinn 81 árs að aldri. Close sló í gegn á áttunda áratugn- um fyrir flennistór raunsæisleg málverk, portrettmyndir sem sýndu einkum hann sjálfan og aðra listamenn í hans nánasta umhverfi. Fyrstu árin málaði hann í ofur- raunsæislegum stíl en þróaði nálg- unina með margvíslegum hætti. Árið 1988 sprakk æð í mænu Close og lamaðist hann við það upp að hálsi. Hann fékk þó aftur mátt í handleggina að hluta og náði, þótt hann væri í hjólastól, að halda áfram að mála með penslana festa við hendurnar. Verkin breyttust við það en þóttu áfram heillandi. Fyrir fjórum árum stigu fram nokkrar konur sem Close hafði málað í vinnustofu sinni og ásökuðu hann um að hafa áreitt sig kyn- ferðislega með særandi og ljótum munnsöfnuði. Vegna þess hætti Þjóðarlistasafnið í Washington DC við að setja upp stóra yfirlitssýn- ingu á verkum hans. Raunsæismálarinn Chuck Close látinn AFP Portrettmálari Árið 2008 þyrptust gestir á sýningu á þá nýrri sjálfsmynd Close. Kammerhópur- inn Cauda Coll- ective heldur tónleika á Sígild- um sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 og er þema tón- leikanna „Að fanga frelsið“. Hópurinn veltir því fyrir sér, í samstarfi við Ingi- björgu Friðriksdóttur tónskáld, hvað verði um sköpunarkraftinn í frelsissviptingu og hvernig lista- menn hafi í gegnum tíðina skapað frelsi fyrir sköpunarþörf sína í ein- hvers konar hliðarveruleika á með- an þeir sátu í fangavist. Flutt verða ný og gömul verk sem tengjast föngum og frelsi, m.a. Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messia- en, sem var saminn og frumfluttur í fangabúðum nasista árið 1941, og frumflutt verður nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur sem byggist á bréfaskriftum bandarísks hermanns í síðari heimsstyrjöld. Miðasala fer fram á Tix.is. Frelsið fangað með Cauda Collective Ingibjörg Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.