Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 14
VIÐTAL Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ósamræmd svæðaskipting stjórn- sýslunnar um landið og ólík mörk um- dæmanna hafa lengi verið talin óhag- kvæm. Má í því sambandi til að mynda benda á mismunandi skipt- ingu landsins í heilbrigðisumdæmi, lögregluumdæmi, skattumdæmi, sóknaráætlunar- svæði, svæða- skiptingu Vega- gerðarinnar eða önnur landfræði- leg mörk í stjórn- sýslunni. Þessu hefur meðal ann- ars fylgt sá ókost- ur að erfiðara hef- ur verið að bera saman gögn mismunandi stofnana sem starfa innan ólíkra marka stjórn- sýslunnar, auk þess sem þetta tor- veldar samanburð og yfirsýn. Stjórnvöld skipuðu síðastliðinn vet- ur starfshóp sem falið var að skoða möguleika á að samræma þessa skiptingu stjórnsýslunnar í umdæmi og leggja fram valkosti um einfaldari og samhæfðari skiptingu. Starfshópurinn hóf störf í janúar, hefur haldið marga fundi um verkefni og fengið á sinn fund fulltrúa stofnana sem málið snertir. Skýrsla hópsins liggur nú fyrir. Sveitarfélagið Höfn er skil- greint í tveimur landshlutum „Þetta er ekki nýtt viðfangsefni. Í 77 ára sögu lýðveldisins hefur þessu oft verið velt upp, sérstaklega á sein- ustu árum. Tvær eða þrjár atlögur hafa verið gerðar að þessu áður og skýrslur verið skrifaðar,“ segir Héð- inn Unnsteinsson, formaður starfs- hópsins. Ólíkar skiptingar umdæma um landið hafa ekki talist hagkvæmar og tekur Héðinn sem dæmi að ef lands- hlutasamtök setji sér markmið í sókn- aráætlun um heilbrigðismál þá geti þau ekki notað mælikvarða frá Land- lækni, af því að þeir eru lagðir fyrir heilbrigðisumdæmi, sem er ekki sama umdæmi og sóknaráætlunin nær til. Fleiri slík dæmi megi nefna um praktísk atriði sem gera stjórn- sýsluna flóknari en ella. Staðan er sú í dag að landinu er skipt í að minnsta kosti sex mismun- andi landsvæði og er skipting heil- brigðisumdæma ólíkust öðrum skipt- ingum. Héðinn bendir á að skilgreiningar geta líka gengið á skjön við aðrar. Þannig er t.d. Höfn í Hornafirði hluti af Austurlandi samkvæmt Hagstof- unni en Suðurlandi samkvæmt skil- greiningu annarra. Iðulega kemur það líka fyrir að upplýsingar sem unnar eru innan einnar skiptingar nýtast ekki öðrum og svo framvegis. Tveir heimar mætast „Við ákváðum strax að kalla til aðila frá átta lykilstofnunum og fljótlega rann upp fyrir okkur að við tölum sí- fellt minna um einhver landfræðileg mörk, hvar þessi landshluti endar eða mörk sveitarfélags og fórum að tala meira um gagnamál. Okkur varð það snemma ljóst að í stóru myndinni mætast tveir heimar, heimur tækni- framþróunar og heimur þess sem var og er. Það einhvern veginn blasir bara við að við erum sífellt að tala um gögn og fást við spurningar á borð við hvar eiga grunngögn landsins að vera, hver sér um hvaða gögn, hver miðlar þeim og hver samræmir gögnin?“ segir Héðinn. Þrír valkostir settir fram Fram kemur í skýrslunni að enginn þeirra sem komu á fund hópsins vildi meina að landfræðileg skipting skipti höfuðmáli í starfsemi stofnana þeirra. Samræmd notkun gagna og miðlun þeirra myndi auðvelda vinnuna og auka notkun gagnanna. Íbúar geri auknar kröfur til opinberrar þjónustu og hröð þróun er á innleiðingu staf- rænnar þjónustu. ,,Þróun í skráningu og vinnslu með gögn þýðir að aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að vinna með gögn út frá mismunandi staðsetningu í gegnum t.d. reitakerfi og staðföng. Sem dæmi geta upplýsingar um einstak- linga, sem skráðar eru í einu kerfi, flætt yfir í annað. Það minnkar tví- verknað og ekki þarf að óska eftir upplýsingum frá íbúunum, sem ríkið býr þegar yfir,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur fram þrjá valkosti sem kynntir voru á ríkis- stjórnarfundi í vikunni, að sögn Héð- ins. Fyrsti kosturinn er að allir opin- berir aðilar birti upplýsingar og vinni gögn samkvæmt landshluta- skiptingu sveitarfélaga og sóknar- áætlana. Annar kosturinn er að engin breyting verði á opinberri skiptingu landsins en notkun staðfanga og reitakerfa verði hraðað verulega. Þriðji valkosturinn er svo ein sam- hæfð skipting landsins samkvæmt landshlutaskiptingu sveitarfélaga og sóknaráætlana. Einfalt í framkvæmd Leggur hópurinn til að fyrsti kost- urinn verði lagður til grundvallar ef kemur til samhæfingar enda sé lands- hlutaskipting sveitarfélaga sú sem flestir nota. Þetta væri einfalt í fram- kvæmd og lítið inngrip í starfsemi stofnana. Bent er á að þessi valkostur snúist að öllu leyti um gögn og sam- ræmda birtingu þeirra. Hópurinn segir um annan kostinn, það er að segja að hraða innleiðingu á notkun staðfanga og reitakerfis hjá öllum ríkisaðilum, að hann hafi meðal annars þann kost að styðja við staf- ræna þróun. Ef þriðji kosturinn yrði fyrir val- inu, en hann er þyngstur í vöfum, verður til skýr skipting stjórnsýslu og þjónustu sem m.a. auðveldar stefnu- mótun og töku ákvarðana. En honum fylgir meðal annars kostnaður við breytingar á stofnanaumgjörð og heilbrigðisþjónustu og gæti komið í veg fyrir sameiningar stofnana. Hagfellt fyrir íbúa landsins Í grunninn snerist verkefnið ekki um landfræðileg mörk heldur frekar um samræmt aðgengi og samræmda birtingu gagna. Héðinn segir líkleg- ast að valkostir eitt og tvö verði ofan á og þá sé bara eftir að ræða hvernig þeir verða útfærðir. Spurður hvernig þessar umbætur og breytingar snerti hag íbúa lands- ins segist Héðinn vonast til að allar upplýsingar í stjórnsýslunni verði samræmdari og um leið aðgengilegri fyrir einstaklingana. „Þetta er líka til þess fallið að hjálpa til við tæknilegar útfærslur á markmiðum opinberra stefna og áætlana þannig að auðveldara verði að mæla hvort árangri er náð. Á end- anum hljótum við líka að horfa til þessarar stóru myndar af samspili opinberrar þjónustu, en um 73% heildarþjónustunnar eru á höndum ríkisins en sveitarfélögin eru með um 27%,“ segir hann. Héðinn segir enn fremur að þegar til framtíðar er litið eins og gert er í þessari skýrslu þá sé tækniþróunin það hröð að hún bjóði upp á miklu stærri og skilvirkari skipulagsheild- ir. „Þessir tveir heimar mætast þar sem landfræðilega skiptingin skiptir alltaf minna og minna máli og hag- kvæmara er að vera með stærri stjórnsýslueiningar og það er auð- veldara ef gögnin eru samhæfð með þessum hætti,“ segir hann að lokum. Einfalda ólík mörk stjórnsýslunnar - Hröð tækniþróun býður upp á miklu stærri og skilvirkari skipulagsheildir segir Héðinn Unnsteins- son - Starfshópur leggur fram tillögur um að samræma skiptingu stjórnsýslunnar í umdæmi Morgunblaðið/Árni Sæberg Við tölvur Hraðar tækniframfarir leiða umræðuna frá landfræðilegum skiptingum og beina sjónum að gögnum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hornafjörður Svæðaskiptingar fara ekki alltaf saman. Höfn er t.d. hluti af Austurlandi skv. Hagstofunni en Suðurlandi skv. skilgreiningu annarra. Héðinn Unnsteinsson 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Einbýlishús í Vesturborginni óskast Viðskiptavinur okkar leitar að 250-350 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. STAÐGREIÐSLA Í BOÐI Grensásvegi 11 108 Reykjavík | Sími 588-9090 | eignamidlun.is Sverrir Kristinsson Löggiltur fasteignasali sverrir@eignamidlun.is 861 8514 Sigurður Bogi Sævarsson Veronika S. Magnúsdóttir Hitabylgja úr suðri teygir sig yfir Norður- og Austurland í næstu viku og vænta má að hiti í Ásbyrgi nk. þriðjudag nái 24 gráðum og verði litlu lægri á Akureyri. Hlýindin koma síðdegis á mánu- dag og vara fram á miðvikudaginn. Frægt dæg- urlag er Í sól og sumaryl eftir Gylfa Ægisson sem hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri flutti endur fyrir löngu. Í raun er texti þess lags, sem margir kunna, spásögn um hvernig veðrið verður norðanlands næstu daga. Þá hlýnar allverulega á Austur- landi á þriðjudag en síðdegis þá gæti hitastig á Egilsstöðum farið í 22 gráð- ur og jafnvel hærra á Seyðisfirði. „Þetta er hlý tunga sem ætlar að teygja sig frá Spáni og hingað og ætti að vera hérna í tvo til þrjá daga,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson veð- urfræðingur við mbl.is í gær. „Útlitið er gott, sagði Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ás- byrgi, í samtali við Morgunblaðið. „Sumarið allt hefur verið mjög sólríkt og sú hátíð heldur áfram samkvæmt veðurspánni. Sem betur fer fengum við rigningu hér í vikunni sem var gott fyrir gróðurinn hér í Jökulsár- gljúfrum. Hér á svæðinu er líka tals- vert enn af ferðafólki, mest útlend- ingar en Íslendingum á ferðalögum er farið að fækka.“ Reiknað með rigningu sunnanlands og vestan Á höfuðborgarsvæðinu má búast við rigningu eftir helgina, en að hiti verði 15-16 gráður. Raunar má reikna með rigningu alveg frá Mýrdalssandi og vestur á firði, skv. veðurspám. Þetta á sérstaklega við um mánudag- inn, en eftir það dettur í meinleys- isveður. Þegar komið er svo fram í síðustu daga ágústmánaðar má ann- ars hvað úr hverju fara að búast við haustlægðum og hvassviðri, þótt eng- ar spár um slíka veðráttu liggi fyrir enn sem komið er. Norðaustrið verður heitt - Hitabylgja eftir helgina er í kortunum - Hlýjast verður í Ásbyrgi og á Akureyri - Gott eystra- Í sól og sumaryl Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Veðursældin þar í bænum er oft með miklum eindæmum. Guðmundur Ögmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.