Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Eldgosinu í Geldingadölum eru gerð
góð skil í bókinni Umbrot, eftir þá
Ara Trausta Guðmundsson jarðeðl-
isfræðing og Ragnar Th. Sigurðsson
ljósmyndara, sem kom út á dög-
unum. Í bókinni er sagt frá umbrot-
unum og löngum aðdraganda þeirra;
því hvernig jörðin nú kraumar á
Reykjanesskaganum þar sem allt
hafði verið með kyrrum kjörum í 800
ár.
Í texta útskýrir Ari Trausti jarð-
fræði skagans og hvað gerðist undir
yfirborði jarðar sem orsakaði eldgos.
Skýringarteikningar í bókinni setja
málin í samhengi, en annars eru ljós-
myndir Ragnars Th. í aðalhlutverki.
Bókin er 96 blaðsíður og er af For-
laginu gefin út á íslensku og ensku, á
síðarnefnda málinu undir titlinum
On fire. Af svipuðum toga er önnur
ný bók sömu höfunda; Lava, sem
fjallar um eldvirkni á Íslandi.
Samvinna í áratugi
„Hugmyndin að bókinni Umbrot
kom í raun áður en eldgosið í Geld-
ingadölum hófst. Allar spár bentu til
að gos væri yfirvofandi og því beið ég
þess sem verða vildi. Var kominn
suður að Fagradalsfjalli strax um
kvöldið 19. mars og flaug yfir gos-
stöðvarnar með þyrlu næsta morg-
un. Ferðir mínar að gosinu síðan eru
orðnar um tuttugu og myndirnar
skipta þúsundum,“ segir Ragnar Th.
sem hefur starfað sem ljósmyndari
síðan á unglingsaldri – og einbeitt
sér síðustu áratugina að landslagi og
náttúru.
Samvinna þeirra Ara Trausta og
Ragnars Th. spannar áratugi og rit
þeirra eru orðin allmörg. Þannig
gáfu þeir út bók um Grímsvötn og
Vatnajökul eftir eldgosið árið 1996
og um Eyjafjallajökul meðan á gos-
inu þar stóð árið 2010. „Í Gjálpargos-
inu fyrir aldarfjórðungi voru allar
myndir teknar á filmur, sem svo átti
eftir að framkalla og vinna sem gat
verið langt ferli. Stafrænar mynda-
tökur voru komnar í gosinu í
Eyjafjallajökli, en að því varð ekki
komst í návígi, nema á Fimmvörðu-
hálsi. Eigi að síður náði ég þar mörg-
um frábærum myndum og frá því að
nefnt var að gefa út bók um gosið í
jöklinum og hálsinum uns hún kom
út, liðu aðeins átján dagar,“ segir
Ragnar.
Myndað í návígi ofan í gíga
Sérstaða eldgossins í Geldinga-
dölum er annars hve nærri þéttbýl-
inu það er og aðgengilegt, að sögn
Ragnars. Hægt er að komast í návígi
við eldinn og mynda ofan í gígana
með drónum.
„Myndavélar verða líka æ betri og
tæknilegir möguleikar þeirra sífellt
meiri. Svo hafa tugir þúsunda fólks
gengið að umbrotunum, tekið mynd-
ir og birt á netinu – svo tala má um
eldgos á samfélagsmiðlum. Hvað
varðar bækur okkar Ara þá verða
slíkar ekki til nema menn þekkist
vel, nái saman og viti hvernig standa
skal að verki,“ segir Ragnar og held-
ur áfram:
„Sjálfur hef ég mínar skoðanir á
því hvernig myndir í svona bók skuli
vera og Ari skrifar góðan texta. Báð-
ir erum við sáttir við útkomuna – og
ef til vill munum við senda meira frá
okkur um umbrotin á Reykjanes-
skaganum í náinni framtíð. Tilefni er
til slíks, því eldgosið tekur stöðugt
nýja stefnu.“
Veislan fyrir vísindi
„Hrein flæðigos líkt og það sem nú
vellur í Geldingadölum eru fátíð á
okkar tímum á Íslandi,“ segir Ari
Trausti Guðmundsson. Síðasta slíka
gosið var í Surtsey, 1963-1967. Sé svo
litið á jarðsöguna og um aldir alda
aftur í tímann má á Reykjanesskag-
anum finna yfir 20 dyngjur, sem
mynduðust í gosum sem ætla má að
sum hafi staðið lengi.
„Í Geldingadölum gefst vís-
indamönnum nú tækifæri til þess að
fylgjast með upphafi að dyngjugosi,
sem kom upp á öðrum stað en reikna
mátti með,“ segir Ari. „Hegðan goss-
ins er líka talsvert öðruvísi en búast
mátti við. Mælingar á gosinu nú eru
líka teknar með nýrri, fullkominni
tækni, svo sem GPS-tækjum og jarð-
skjálftamælum sem eru vel nákvæm-
ir. Efnagreiningar á bergi svara
ýmsum spurningum. Sömuleiðis fást
ýmsar vísbendingar um hvað er að
gerast niðri á 15-17 kílómetra dýpi,
þar sem upptökin eru. Í raun má
segja að þetta eldgos í öllum sínum
tilbrigðum sé veisla fyrir vísindin. Og
það er engin leið að segja neitt til um
goslok. Fremur má reikna með að
gosið standi lengi, jafnvel ár, sem þá
gæti leitt af sér viðvarandi gasmeng-
un, skemmdir á vegum og fleira
slíkt.“
Eldstöðvar minna á sig
Ari Trausti er jarðeðlisfræðingur
að mennt og hefur mest og helst
starfað við ritstörf, kennslu, ráðgjöf,
leiðsögn, sjónvarpsþáttagerð, upp-
setningu sýninga og slíkt. Hefur frá
2016 verið þingmaður VG, en gefur
ekki kost á sér í þingkosningum í
næsta mánuði. „Já, nú reikna ég með
að snúa mér aftur að fyrri verkefnum
og hlakka til þess. Í jarðfræði lands-
ins er líka sitthvað að gerast sem er
áhugavert og spennandi að fylgjast
með, það er að eldstöðvarnar Hekla,
Katla, Grímsvötn, Bárðarbunga og
Öræfajökull hafa að undanförnu ver-
ið að minna á sig, hver sem útkoman
verður. Svo eru það norðurslóða-
málin. Þau standa mér mjög nærri.“
Ljósmynd/Ragnar Th Sigurðsson
Sjónarspil Blóðrauð sól og ólgandi eldur. Svipsterk litapalletta í eldgosi, sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og göngugarpar birta margar myndir af á samfélagsmiðlum.
Eldgosið tekur stöðugt nýja stefnu
- Jörðin kraumar - Bækur um gosið í Geldingadölum - Hugmyndin vaknaði áður en umbrotin hóf-
ust - Flæðigos eru fátíð - Mælt er með nýjustu tækni - Ari Trausti af Alþingi aftur í jarðfræðina
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Flugsýn Stefnt að kraumandi gígnum. Myndin er tekin úr Gæsluþyrlu, sem eru mikið notaðar til eftirlitsferða.
Ljósmynd/Forsetaembættið
Bókamenn Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson afhentu
Guðna Th. Jóhannessyni eintök af bókunum góðu, sem eru alls þrjár.
WWW.ASWEGROW.IS