Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 0-'**5746-' Lengjudeild karla Víkingur Ó. – Fjölnir................................ 0:7 Staðan: Fram 17 15 2 0 44:11 47 ÍBV 16 11 2 3 30:13 35 Fjölnir 17 9 2 6 29:18 29 Kórdrengir 16 8 4 4 25:18 28 Grótta 17 8 2 7 34:31 26 Vestri 16 8 1 7 25:29 25 Grindavík 17 6 5 6 31:34 23 Þór 16 5 4 7 29:28 19 Afturelding 16 5 4 7 30:31 19 Selfoss 17 4 3 10 26:38 15 Þróttur R. 17 3 1 13 27:40 10 Víkingur Ó. 16 1 2 13 17:56 5 Lengjudeild kvenna ÍA – Grindavík .......................................... 3:2 Grótta – Haukar ....................................... 1:2 Staðan: FH 15 11 2 2 38:13 35 Afturelding 15 10 4 1 42:15 34 KR 15 10 3 2 42:20 33 Víkingur R. 15 6 4 5 25:29 22 Haukar 15 5 3 7 22:28 18 Grindavík 15 3 6 6 23:28 15 ÍA 14 4 2 8 15:30 14 Grótta 15 4 1 10 20:35 13 HK 13 3 3 7 18:30 12 Augnablik 14 2 2 10 18:35 8 2. deild kvenna Álftanes – KM........................................... 6:0 Staðan: FHL 12 10 1 1 71:13 31 Völsungur 11 8 2 1 26:11 26 Fram 11 8 1 2 30:11 25 KH 11 8 0 3 36:11 24 Fjölnir 11 7 2 2 40:12 23 ÍR 10 5 1 4 28:23 16 Sindri 11 5 1 5 23:24 16 Hamrarnir 10 3 2 5 21:22 11 Einherji 11 2 4 5 19:20 10 Álftanes 12 3 0 9 15:24 9 Hamar 10 2 3 5 14:24 9 SR 11 1 1 9 18:35 4 KM 11 0 0 11 1:112 0 Meistaradeild kvenna 1. umferð: Zürich – Valur.......................................... 1:3 Hoffenheim – AC Milan .......................... 2:0 - Guðný Árnadóttir var allan tímann á bekknum hjá AC Milan. _ Valur hafnaði í 3. sæti riðilsins en Hof- fenheim kemst áfram í 2. umferð. Þýskaland B-deild: Düsseldorf – Holstein Kiel ..................... 2:2 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotað- ur varamaður hjá Holstein Kiel. Holland B-deild: Den Bosch – Jong Ajax ........................... 2:3 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 78 mínúturnar hjá Jong Ajax. Tyrkland Kayserispor – Adana Demispor .............1:1 - Birkir Bjarnason kom inn á sem vara- maður á 71. mínútu með Adana Demispor. Danmörk Midtjylland – Silkeborg .......................... 3:0 - Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn með Midtjylland. Mikael Anderson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. - Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 85 mínúturnar með Silkeborg. B-deild: Esbjerg – Hvidovre ................................. 1:2 - Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 75. mínútu hjá Esbjerg en Ísak Óli Ólafsson var ekki í hópnum. Svíþjóð Växjö – Vittsjö.......................................... 0:0 - Andrea Mist Pálsdóttir lék fyrstu 61 mínútuna með Växjö. Hammarby – Eskilstuna ........................ 0:2 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék allan leikinn með Hammarby. EM karla U19 Portúgal – Ísland................................. 33:30 _ Ísland leikur gegn Svíþjóð um 7. sætið. $'-39,/*" KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: HS Orku-völlur: Keflavík – FH .............L14 Kópavogsvöllur: Breiðablik – KA.....L16:15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Valur ...S19:15 Lengjudeild kvenna: Kópavogsvöllur: Augnablik – HK ..........S14 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Sindri ...................L14 Húsavík: Völsungur – Fram...................L14 Grýluvöllur: Hamar – SR .......................L14 Extra-völlurinn: Fjölnir – KH ...............L14 Hertz-völlurinn: ÍR – Einherji...............L14 2. deild karla: Grenivík: Magni – Reynir S. ..................S13 Vogaídýfuv: Þróttur V. – Leiknir F. .S13:30 Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – ÍR..............S14 KR-völlur: KV – KF ................................S16 Akraneshöllin: Kári – Völsungur ...........S16 UM HELGINA! FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Bikarkeppnunum fyrir árið 2021 var frestað síðasta vetur, bæði í hand- knattleik og körfuknattleik, en keppnirnar voru ekki slegnar af. Nú styttist í að bikarkeppnirnar haldi áfram. Að óbreyttu verður ljóst 18. september hverjir verða bikarmeist- arar í körfunni og 2. október hverjir verða bikarmeistarar í handbolt- anum. Í blakinu tókst að ljúka keppni í Kjörís-bikarnum í mars. „Fyrstu leikirnir verða fimmtudag- inn 9. september. Við munum í fram- haldinu spila 16-liða og 8-liða úrslit karla og kvenna. Væntanlega verður spilað á fimmtudegi, föstudegi, mánu- degi og þriðjudegi,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann í gær. Úrslitahelgin svokallaða verður um mánaðamótin. Undanúrslitaleikir kvenna verða miðvikudaginn 29. sept- ember og undanúrslitaleikir karla verða 30. september. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 2. október. Nú er hins vegar ekki hægt að leika í Laugardalshöllinni því þar er unnið að viðgerðum og mun hún ekki verða opnuð fyrr en eftir einhverja mánuði. „Ég reikna með að við spilum „final four“ á Ásvöllum. Haukarnir hafa verið okkur velviljaðir og þar höfum við spilað landsleiki eftir að Laug- ardalshöll var lokað. Ég býst við að það verði niðurstaðan,“ sagði Róbert en segir að hólfaskipting sé ekki ein- föld eins og sóttvarnarreglurnar eru um þessar mundir. „Takmarkanir eru aðallega út af hólfaskiptingum. Eins og staðan er núna þá eru tvö hundruð í hverju hólfi. Fyrir okkur í innanhússíþrótt- unum þá getur þetta verið flókið í framkvæmd í kringum stærri við- burði. Það getur verið erfitt að skipta þessum húsum upp í hólf. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þróunin verð- ur næstu vikurnar varðandi sam- komutakmarkanir. Einnig varðandi reglur í sambandi við sóttkví al- mennt. Við sjáum núna að nokkur lið í fótboltanum eru í sóttkví,“ sagði Ró- bert Geir Gíslason. Undanúrslitin hjá KKÍ verða ekki á hlutlausum leikstað Enn styttra er í að bikarkeppnin haldi áfram í körfuknattleiknum. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, tjáði Morgunblaðinu að fyrstu leikirnir verði í þessum mánuði. „Leikið verður í forkeppni 29. ágúst. Við þurftum að breyta fyrir- komulagi keppninnar og settum þá liðin sem voru í 1. deild síðasta vetur í forkeppni. Þau leika um að komast í 16-liða úrslit fyrir utan að Selfoss og Hrunamenn sögðu sig frá þátttöku. Fyrir vikið fara Breiðablik og Vestri beint í 16-liða úrslitin [lið sem leika í úrvalsdeildinni í vetur]. Leikið verður 5. og 6. september í 16-liða úrslitum hjá körlum og konum, en flestir leik- irnir verða 6. september. Eftir það verður leikið nokkuð þétt eða á þriggja til fjögurra daga fresti. Við ætlum að draga alla leið, þ.e.a.s. dregið verður um 8-liða og undan- úrslit. Liðin vita því hvaða leið þau þurfa að fara í úrslitin. Líklega verð- ur það gert um mánaðamótin. Í mars var dregið í 16-liða úrslit,“ sagði Snorri Örn. Rétt eins og í handboltanum er hefðin sú að bikarúrslitaleikirnir séu í Laugardalshöll. Bikarúrslitaleikirnir þetta árið verða í Kópavoginum en undanúrslitin verða ekki á hlut- lausum leikstað. „Undanúrslitin verða 15. og 16. september. Undanúrslitin verða spil- uð á heimavelli þess liðs sem kemur á undan upp úr skálinni þegar dregið verður. Úrslitaleikirnir verða í Smár- anum 18. september en við sáum okk- ur ekki fært að taka frá hús nánast í viku því á þessum tíma eru æfingar og ýmislegt í gangi hjá félögunum í hreyfingunni.“ Snorri bindur vonir við að sam- komutakmarkanir verði ekki eins strangar. „Vonandi verða aðgerðirnar aðeins slakari. Eins og þetta er núna þá er þetta mjög takmarkandi upp á áhorfendur að gera þótt aðgerðirnar hafi lítil áhrif á leikina sjálfa. Að geta bara tekið á móti tvö hundruð áhorf- endum í hólf er mjög takmarkandi. Við erum nefnilega með nokkuð stóra leiki strax í 16-liða úrslitum eins og Stjarnan - KR og Njarðvík - Valur. En auðvitað vitum við ekki hvort fólk kæri sig um að koma strax í húsin en það á eftir að skýrast. Vonandi verður meiri skynsemi í þessum sóttvarn- araðgerðum því félögin hafa nú þegar upplifað talsvert tekjufall tvö tímabil í röð. Vonandi förum við ekki inn í þriðja tímabilið með takmörkuðum tekjumöguleikum,“ sagði Snorri enn fremur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Morgunblaðið/Íris 2020 Fram varð síðast bikarmeistari kvenna í handknattleik eftir úrslitaleik gegn KA/Þór. - Úrslit í bikarkeppnunum fyrir árið 2021 ráðast á næstu vikum Ljósmynd/KKÍ/Jónas 2020 Stjarnan varð síðast bikarmeistari karla í körfuknattleik eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. Bikarúrslitaleikirnir verða utan höfuðborgarinnar _ Enska knattspyrnufélagið Arsenal gekk í gær frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið gæti farið upp í 30 milljónir punda. Kaupin gætu þýtt að Rúnar Alex Rúnarsson yfirgefi Arsenal, en hann hef- ur m.a. verið orðaður við félög í Tyrk- landi. Fyrr um daginn gekk Arsenal frá kaupum á norska miðjumanninum Mart- in Ödegaard frá Real Madrid á Spáni, einnig á 30 milljónir punda. _ Enska knattspyrnufélagið Everton tilkynnti í gær að félagið hefði gert þriggja ára samn- ing við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Hún kemur til Everton frá Örebro, en hún fór til sænska fé- lagsins frá Fylki eftir síðustu leik- tíð. Hún verður áfram að láni hjá Örebro þar til í janúar 2022, áður en hún verður leikmaður Everton. Liver- pool-liðið endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. _ Knattspyrnumaðurinn Aron Jó- hannsson meiddist illa á öxl í leik með varaliði Lech Poznan á dögunum. Framherjinn bæði axlarbrotnaði og fór úr axlarlið þegar hann lenti illa á öxl- inni eftir skallaeinvígi. Aron gæti þurft að vera frá í allt að sex mánuði vegna meiðslanna. _ Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson er genginn til liðs við norska B- deildarfélagið Sogndal að láni frá Sarpsborg. Emil, sem er 28 ára gam- all, gekk til liðs við Sarpsborg frá Sandefjord fyrir þetta tímabil en hann hefur fengið takmörkuð tækifæri með liðinu undanfarið. Emil hefur leikið 12 af 16 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, sjö þeirra í byrjunarliði. _ Cyera Hintzen skoraði tvívegis fyrir Val í 3:1-sigri gegn Zürich í leik um 3. sæti síns riðils í 1. umferð Meist- aradeildar kvenna í knattspyrnu í Zür- ich í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark liðsins áður en Hintzen bætti við tveimur mörk- um. Valur tapaði 0:1-fyrir Hoffen- heim í Zürich í fyrsta leik riðlakeppn- innar og átti því ekki möguleika á því að komast áfram í 2. umferð. _ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fór upp um eitt sæti og upp í það sext- ánda á nýjasta styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í gær. Ísland er í tí- unda sæti af Evrópuþjóðum listans. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.