Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
ur ekki til orð yfir kraftinum í þér
og oftar en ekki þegar þú varst
spurð var svarið allaf „ég er bara
góð“. En á endanum var baráttan
orðin erfið og enn erfiðara að
horfa á sjúkdóminn taka völdin.
Elsku besta Unnur mín, allar
góðu stundirnar sem við höfum átt
saman og minningarnar eru dýr-
mætar og ógleymanlegar. Ég
hugsa til þín með ást og kærleika
og mun sakna þín að eilífu.
Elsku Hilmir, Auður Anna,
Kiddi, Arnór, Auður, Valdi, Heiða
og fjölskylda, megi minningin um
yndislegu fallegu Unni okkar lifa í
hjarta okkar alla ævi.
Þín vinkona,
Ása Guðrún.
Hjartans Unnur mín.
Ég hlusta á „nostalgíu“-tónlist-
ina okkar frá því við vorum yngri,
sem við blöstuðum um árið á
Sunny-inum keyrandi yfir Trölla-
skarðið milli Sigló og Króksins,
alltaf að fara eða koma af skíðum.
Þeirri sömu og við botnuðum í vor
þegar við vorum að plana þyrlu-
skíðaferðina okkar á Tröllaskaga.
Góð kona sagði mér að þegar að
mögulegt fráfall væri yfirvofandi
þætti sálinni ljúft að gera alls kyns
skemmtileg plön, sem við gerðum.
Mikið er ég þakklát fyrir stund-
irnar okkar þar sem við nutum
þess að tala klukkustundum sam-
an alveg hömlu- og ritskoðunar-
laust, um lífið eftir dauðann og alls
kyns möguleika vitundarinnar.
Ég gleðst yfir tækifærinu sem ég
fékk til að þakka þér í lifandi lífi
fyrir allt okkar.
Á svona stundum verða bænir
umfangsmeiri í hjartanu og æðru-
leysisbænin spilar sig sjálfkrafa.
Magnað finnst mér þó að löngu áð-
ur en þessi veikindi dundu yfir
varstu algjör holdgervingur æðru-
leysis en fyrsta lexían sem þú
gafst mér var fyrir um 25 árum en
við vorum báðar komnar á fast.
Ég var í einhverju óöryggi með
mína sjálfsmynd í mótun að spyrja
þig ráða. Hvernig þú gætir alltaf
verið svona slök og svöl þegar
kærastarnir okkar væru víðs
fjarri? Mér fannst svarið þitt svo
merkilegt og það fylgdi mér. Þú
sagðir: „hann getur bara átt sig
sjálfur ef …“. Þú varst ekki mikið
að láta dramatíkina koma þér úr
jafnvægi.
Ég man líka þegar við fengum
skyndihugdettu um bíóferð. Eins
og flestir vita gerðum við ekki
mikið af því í okkar heimabæjum
og þurftum við því að sækja vatnið
yfir lækinn, yfir í annan fjörð. Við
vorum orðnar seinar í bíóið á Ak-
ureyri þrátt fyrir að vera á
Eclipse-inum hans Ómars og var
ferðin okkar stöðvuð langt yfir
leyfilegum hámarkshraða. Við
fengum auðvitað vandað tiltal en
önnur okkar var svo heppin að
rétt sleppa frá því að missa prófið
á staðnum þar sem eins kílómetra
vikmörk í umferðarlögum björg-
uðu okkur fyrir horn. Merkilegt
hvað okkur fannst við alltaf rosa-
lega góðir bílstjórar, ósnertanleg-
ar og jafnvel eilífar. Sekt og
nokkrir punktar voru okkar eina
refsing á þeim tíma. Annað en
vægðarleysið sem við erum öll að
takast á við núna. Orðin fanga
ekki hversu brothætt og dýrmætt
lífið er.
Var það ekki frekar mót-
straums þegar við fórum að rugla
saman reytum skvísurnar, Skag-
firðingar og Siglfirðingar? Við lét-
um ekki smábæjaríginn þvælast
fyrir okkur frekar en námið. Þið
Ása, Kolla, Ólöf, Lárey, Una og
við Lilja og tvíburarnir vorum
mest bara að skemmta okkur.
Miðgarður miðpunktur alheims
okkar. Ég man hvað mér fannst
þú sérstök, með þitt fagra og
framandi útlit, augu sem sáust
sjaldan á okkar norðurslóðum, vá.
Síðustu daga höfum við vinkon-
urnar deilt myndum og minning-
um með þér og grátið og hlegið yf-
ir þeim. Sjá okkur á ströndinni í
útskriftarferð þar sem ég var að
bera á þig sólarvörn, þú með þína
dökku húð en ég bleik og brennd
þér við hlið, mjög kómískt. Svo
varst þú með húðflúr af sólinni
sjálfri þegar engum öðrum datt
slíkt í hug, váá.
Við elskum þig Unnur. Megi
allt þitt fólk vera ævinlega blessað
og baðað ljósi.
Meira á: https://mbl.is/andlat
Sólveig Þórarinsdóttir.
Það er okkur ákaflega erfitt að
kveðja okkar elskulegu Unni, ein-
staka vinkonu sem er farin frá
okkur langt fyrir aldur fram.
Leiðir okkar lágu saman í Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki.
Strax við fyrstu kynni ræktaðist
dýrmætur vinskapur þar sem
Unnur og við tvíbbarnir, eins og
hún kallaði okkur, fórum í ófáar
heimsóknir á sveitaböllin í Mið-
garði, héngum á heimavistinni og
ekki má gleyma Síldarævintýrinu
á Siglufirði ásamt ótal fleiri æv-
intýrum.
Við minnumst Unnar okkar
helst af brosinu, hlátrinum og
prakkaraskapnum. Það var alltaf
stutt í húmorinn, hún var ávallt
tilbúin að taka þátt, gera grín og
skemmta sér, allir vildu vera í
kringum Unni.
Þrátt fyrir annir í þessum
hraða heimi og að hafa búið hver í
sínum landshluta, höfum við alltaf
haldið góðu sambandi, hist reglu-
lega og rifjað upp gamla tíma. Það
eru ótalmargar minningar sem
streyma nú í huga okkar um allar
frábæru stundirnar sem við áttum
saman.
Við kveðjum með miklum sökn-
uði fallegu vinkonu okkar sem
mun lifa í minningu okkar um alla
tíð.
Elsku hjartans Hilmir og Auð-
ur, Rögnvaldur, Auður, Heiða og
aðrir ástvinir, við vottum ykkur
okkar innilegustu samúð
Hvíldu í friði, elsku vinkona.
Við elskum þig.
Tvíbbarnir þínir,
Jóhanna (Jóka) og
Theodóra (Tedda).
Í dag kveðjum við einstaka
unga konu sem fallin er frá í blóma
lífsins. Unga konu sem hefur af
miklu æðruleysi tekist á við illvíg-
an sjúkdóm sem að lokum hafði
yfirhöndina.
Unnur Guðrún Rögnvaldsdótt-
ir var fyrrverandi samstarfskona
okkar hér í Grunnskóla Fjalla-
byggðar til nokkurra ára eða þar
til veikindin sögðu til sín og hún
varð að leggja alla sína orku í að
berjast gegn þeim. Hún hóf störf
við Grunnskóla Fjallabyggðar í
starfi skólaritara. En hún var svo
miklu meira en það. Hún var nem-
endum skjól og vinur og starfs-
fólkinu mikil hjálparhella, alltaf
boðin og búin að létta undir eða
leysa úr málunum.
Það var einstakt að fylgjast
með henni, hvernig hún tókst á við
veikindin, alltaf með þá hugsun að
lifa fyrir börnin sín, unga nemend-
ur okkar, taka þátt í öllu starfi
með þeim og skapa góðar minn-
ingar. Ásamt því stundaði hún
áhugamál sín eins og best hún
mátti, spilaði blak, fór á skíði, lék
golf svo eitthvað sé nefnt. Sam-
hliða öllu þessu tók hún kennara-
nám í fjarnámi og kláraði meist-
aranám sitt sem nemi hjá okkur
síðastliðinn vetur. Hún var svo
glöð þegar við sátum á skrifstofu
minni í vor og ræddum um lok
námsins, öll verkefni komin inn og
útskrift 11. júní.
En ekki fæst alltaf við örlögin
ráðið. Nú var komið að lokum hjá
elsku Unni, eftir svo harða bar-
áttu. Við kveðjum hana með sorg í
hjarta og lofum henni því að hlúa
vel að börnum hennar.
Við vottum börnum Unnar og
allri fjölskyldunni, okkar dýpstu
samúð. Minning einstakrar ungr-
ar konu lifir í hjörtum okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
Að ljósið bjarta skæra
Veki þig með sól að morgni
Veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Fyrir hönd starfsfólks Grunn-
skóla Fjallabyggðar
Erla Gunnlaugsdóttir
skólastjóri.
Vegir lífsins eru óútreiknanleg-
ir og á stundu sem þessari er erfitt
að skilja tilganginn. Elsku hjart-
ans vinkona, nú skilur leiðir okkar
í bili.
Maður er aldrei undir það bú-
inn þegar kemur að kveðjustund,
sorgin er mikil en þakklæti, ást og
kærleikur heldur okkur sem eftir
eru gangandi. Við brosum í gegn-
um tárin þegar við rifjum upp all-
ar minningarnar. Þær voru ófáar
stundirnar sem við í „Besta“ bröll-
uðum saman og alltaf með gleðina
í fyrirrúmi og nú síðast á afmæl-
isdaginn þinn sem var svo dásam-
legur.
Þú þessi mikla keppniskona
gafst ekkert eftir og barðist eins
og ljón öll veikindin og tókst þátt í
lífinu af fullum krafti. Varst börn-
um þínum góð mamma, útskrifað-
ist sem kennari, stundaðir íþróttir
af bestu getu og varst okkur
dásamleg vinkona og fyrirmynd.
Þú kenndir okkur að allt sem
skiptir máli er að elska, lifa og
njóta, það munum við svo sann-
arlega reyna að gera. Það verður
okkur ævinlega dýrmætt að hafa
fengið tækifæri til að kveðja þig
og við trúum því að við munum
hittast á ný í eilífðinni, sitja í sól-
inni og skála í bubblum eins og
okkur einum er lagið. Þú skilur
eftir mikið af góðu fólki sem mun
alltaf hugsa um elsku sólargeisl-
ana þína, Hilmi Darra og Auði
Önnu. Fjölskyldu þinni vottum við
okkar dýpstu samúð á þessum erf-
iðu tímum.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Besti saumaklúbburinn,
Ása Guðrún, Hugborg
Inga, Hanna Sigríður,
Ólöf Kristín og
Sigurlaug Ragna.
Blakfélag Fjallabyggðar hefur
kvatt einn sinn mikilvægasta fé-
lagsmann. Unnur Guðrún okkar
varð loks að játa sig sigraða eftir
erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Baráttan stóð í rúm fjögur
ár, en þessi mikla keppnismann-
eskja ætlaði ekki að láta í minni
pokann. Hún fór í nokkrar aðgerð-
ir, í gegnum hverja geislameðferð-
ina af annarri og lyfjagjafir fleiri
en tölu er á festandi en alltaf kom
hún aftur á blakvöllinn og æfði
með okkur og keppti. Þær stundir
veittu henni mikla ánægju og gleði
og það var alltaf spilað til sigurs þó
svo að líkamlegt ástand gæfi ekki
tilefni til þess. Hinn ótrúlegi, and-
legi styrkur hennar og æðruleysi
fleyttu henni yfir fjölmargar
hindranir og hún hélt áfram að
berjast þegar aðrir hefðu verið
búnir að leggja árar í bát. Hún var
ákveðin í því að lifa lífinu til fulls
og láta ekkert stoppa sig í því,
taka þátt og vera með í fjörinu.
Það er óhætt að segja að við
sem áttum þessar stundir með
henni, innan vallar sem utan,
séum nú fátækari. Við höfum
fylgst með Unni takast á við veik-
indin með sínum einstaka hætti.
Hún öðlaðist aðdáun okkar allra
og gleðin þegar hún sneri til baka
á völlinn aftur og aftur eftir erf-
iðar meðferðir, sem sannarlega
tóku sinn toll, var ósvikin hjá öll-
um hennar æfingafélögum. Að sjá
hana ganga aftur í salinn með bros
á vör varð sannarlega til þess að
okkur hlýnaði um hjartaræturnar.
Svo vildi hún að sjálfsögðu halda
áfram að keppa og mætti á fjölda
móta og stóð fyrir sínu sem fyrr.
Eru sérstaklega eftirminnileg
Öldungamótin þar sem blakfélag-
ar nutu samverunnar innan vallar
sem utan. Þar lét Unnur sig ekki
vanta og með ómetanlegri aðstoð
vinkvenna sinna gat hún notið
þeirra stunda.
„Stelpur, við erum að fara að
vinna þennan leik,“ voru gjarnan
síðustu orð Unnar áður en gengið
var til leiks, með mikilli áherslu á
„að vinna“. Þrátt fyrir keppnis-
skapið og alla baráttuna varð hún
að lokum að játa sig sigraða. En
hún kenndi okkur svo margt, eins
og það hvernig á að mæta erfið-
leikum, að gefast ekki upp fyrr en
í fulla hnefana, að lifa lífinu lifandi
þó á móti blási, að sannur fé-
lagsandi er ómetanlegur, að
rækta félagsskapinn sinn og
hvernig á að vera sannur vinur.
Þess vegna var hún einn okkar
mikilvægasti félagsmaður.
Elsku Unnur okkar, þó sporin
þín verði ekki fleiri á þessari jörð
þá mun hláturinn þinn hljóma
áfram, brosin þín skína og minn-
ing þín lifa í hjörtum okkar. Við
munum sjást aftur og þá verður
faðmast og síðan spilað til sigurs í
hverjum leik. Takk fyrir fé-
lagsskapinn, vináttuna og allar
ómetanlegu stundirnar.
Fjölskyldu Unnar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi guð og allar góðar vættir
styðja ykkur og styrkja í sorg-
inni.
F.h. Blakfélaga á Siglufirði
Þórarinn Hannesson.
Það var bjartur og fallegur
dagur í firðinum fagra þann 10.
ágúst sl. þegar fréttir bárust um
að elsku Unnur okkar hefði kvatt
þetta líf eftir þá orrustu sem hún
hafði háð síðustu ár.
Unnur var einstakur persónu-
leiki, alltaf stutt í brosið, einlæg,
ljúf og með hjarta úr gulli. Hún
var mikil íþróttamanneskja, góð í
öllu eins og við myndum orða það.
Sennilega hefði hún rúllað upp
skólahreysti ef sú keppni hefði
verið á sínum tíma. Jákvæðni,
lífsgleði og barátta einkenndu
Unni alla tíð og uppgjöf var ekki
til í hennar orðabók. Hún lifði fyr-
ir gullmolana sína sem sást svo
vel þegar stund var milli stríða og
heilsan leyfði, þá var hún mætti
til að styðja við bakið á þeim í því
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Fyrir tveimur árum komum
við saman á Sigló og fögnuðum 40
árunum okkar. Við áttum tvo frá-
bæra daga saman sem enduðu í
grilli og gleðskap eins og okkur er
lagið. Fyrir þá stund sem við átt-
um saman verðum við ævinlega
þakklát.
Stórt skarð hefur myndast í
okkar frábæra hóp við fráfall
elsku Unnar. Þú munt alltaf eiga
stað í hjörtum okkar, við munum
aldrei gleyma þér.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst í báðar hendur.
(Höf. ók.)
Við sendum börnum Unnar,
þeim
Hilmi Darra og Auði Önnu,
foreldrum, systur og fjölskyld-
unni allri, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
F.h. árgangs 1979,
Eva Björk Ómarsdóttir
og Fanney Steinsdóttir.
✝
Elías Ingjaldur
Helgason fædd-
ist á Patreksfirði 8.
júlí 1952. Hann lést
á sjúkahúsinu á Ak-
ureyri 14. ágúst
2021. Hann var sjó-
maður og útgerð-
armaður á Bakka-
firði allt sitt líf.
Foreldrar hans
voru Helgi Elíasson,
f. 18. apríl 1917, d.
4. október 1978, og Ingibjörg
Ingimundardóttir, f. 8. febrúar
1918, d. 10. desember 1999, þau
voru bændur á Hvallátrum.
Systkini Elíasar 1) Þórunn, f.
1938, d. 1999, 2) Jóna Guð-
munda, f. 1942, 3) Barði, f. 1945,
d. 1999, 4) Ingólfur, f. 1948, 5)
Halldóra, f. 1950, 6) Gestur, f.
1954, 7) Valur, f. 1956, 8) Elín
Kristín, f. 1959, 9) Sigrún Ólafía,
f. 1960, og 10) Stefnir, 1961.
Elías giftist Freydísi Sjöfn
Magnúsdóttur, 11. september
1976. Foreldrar Freydísar voru
Magnús Jónas Jóhannesson, f.
1913, d. 2004, og
Járnbrá Ein-
arsdóttir, f. 1918, d.
2001. Börn Elíasar
og Freydísar eru 1)
Helgi, f. 1976, 2)
Magnús, f. 1977,
maki Lisa Kepner
Elíasson, börn
þeirra eru: Annika
Freydís, Aría Ann,
Alexandra Ann, Ax-
el Dean, Lilja Rós
og Leila Bríet, börn Lisu eru
Avonleigh Ann og Adam Joshep.
3) Hafþór, f. 1980, maki Una
Bjarnadóttir, sonur þeirra er
Stefnir Snær. 3) Víðir, f. 1981,
maki Ásdís Ósk Guðbjörnsdóttir,
dætur þeirra eru: Guðbjörg
Nanna og Freydís Lára, sonur
Ásdísar er Þórður Axel. 5) Stefn-
ir, f. 1985, maki Hildur Emils-
dóttir sonur þeirra er Elías
Ágúst, dóttir Hildar er Andrea
Sif.
Útförin fer fram frá Skeggja-
staðakirkju í dag, 21. ágúst 2021,
klukkan 13.
Ég lærði margt af mörgu góðu
fólki sem ég kynntist ungur mað-
ur í upphafi þátttöku minnar í
sjávarútvegsgeiranum. Fáir
kenndu mér samt meira en Elías
Helgason sem nú er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Mig langar
til þess að minnast hans og þakka
fyrir viðkynningu sem gefið hefur
mér svo margt í gegnum árin.
Elías var sjómaður og afar far-
sæll skipstjóri alla tíð. Hann var
hreinlyndur, sem er dýrmætur og
orkusparandi eiginleiki. Hann
kom til dyranna eins og hann var
klæddur, blátt áfram, hreinskil-
inn, fljótur að hugsa og taka
ákvarðanir. Handsalið var sama
og samningur – orð skyldu ein-
faldlega standa. Þannig voru okk-
ar samskipti alla tíð frá því ég
kynntist þessum mikla öndvegis-
manni.
Elías treysti mér kornungum
fyrir miklu hvað varðaði útgerð
hans frá Bakkafirði. Verkefnin
fyrir hann voru í senn ögrandi og
lærdómsrík. Hann lagði mikið til
málanna sjálfur með alla sína
þekkingu og reynslu í farteskinu
og árangurinn mældi hann ávallt í
samhengi við hagsmuni Bakka-
fjarðar. Fyrir honum var framlag-
ið til þorpsins alltaf það sem skipti
mestu og sama gilti reyndar um
fjölskylduna, konuna, börnin og
barnabörnin.
Elías átti líka pláss fyrir annað
fólk. Þegar hann sló á þráðinn, vit-
andi að ég stóð í ströngu á ein-
hverjum vígstöðvum, var aðalat-
riðið alltaf hvernig staðan væri hjá
okkur hjónunum, mér persónu-
lega, börnunum, foreldrum mín-
um og bræðrum. Umhyggjan fyr-
ir fólkinu alltaf í fyrirrúmi, ekki
bara sínu heldur einnig vina sinna.
Ég er ekki frá því að stundum hafi
hann nánast vitað svörin áður en
hann spurði. Að minnsta kosti
fannst mér hann oft ótrúlega
næmur á hjartsláttinn.
Og svo kenndi hann mér allt um
grásleppu. Ég var þar á byrjunar-
reit en hann með hvert einasta
smáatriði á tæru eftir áratuga
nám í skóla lífsins. Hann leið-
beindi af mikilli nákvæmni og ann-
an eins hafsjó fróðleiks hafði ég
eiginlega aldrei upplifað um eitt
afmarkað svið sjávarútvegsins.
Ég festi mér hvert orð í minni og
ég held að Elías hafi látið sér það
vel líka hve duglega var svo ausið
úr þessum þekkingarbrunni.
Ég færi Elíasi þakkir fyrir allt
það sem hann gaf mér og kenndi.
Fjölskyldu hans votta ég mína
innilegustu samúð.
Friðbjörn Ásbjörnsson.
Elías Ingjaldur
Helgason
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF BRANDSDÓTTIR
frá Suður-Götum í Mýrdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 11. ágúst. Útför hennar fer
fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn
26. ágúst klukkan 13.
Guðbjörg Vallaðsdóttir Jón Norðmann Engilbertsson
Sigrún Vallaðsdóttir
og fjölskyldur