Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þ
egar árið 1971 gekk í garð
var fólki á Sauðárkróki ekki
ljóst að til tíðinda myndi
draga í bænum, en um
þessar mundir var liðin öld frá því að
farið var að tala um þéttbýli í bænum
við Sauðá og undir Nöfunum.
Straumhvörf urðu og engu var líkara
en bærinn hefði fengið vítamín-
sprautu. Reistar voru byggingar, at-
vinnulífið efldist og íbúum fjölgaði.
Hvað raunverulega gerðist varð best
ljóst síðar, þegar saga og samhengi
höfðu myndast.
Frá þessu öllu greinir í bókinni
Á Króknum 1971 – Svipmyndir frá
bæjarlífinu á 100 ára af-
mælisárinu, sem Ágúst
Guðmundsson, fast-
eignasali á Króknum,
tók saman og gefur út.
Bókin er 136 blaðsíður,
og fróðleg mjög. Um til-
urð bókarinnar segir
Ágúst að sér hafi fyrir
nokkrum árum dottið í
hug að sjá hve margar
verslanir voru opnar á
100 ára afmælisári Sauðárkróks 1971.
Hann kannaði málið og flutti erindi
um efnið á fundi Rótarýklúbbs Sauð-
árkróks. Við lestur heimilda hafi svo
komið í ljós að árið 1971 var ekkert
venjulegur tími í sögu bæjarins.
Skannað í stórum stíl
„Ég ákvað því að rannsaka til
hlítar hvaða búðir voru á Króknum
1971, finna eigendur þeirra og starfs-
fólk, allt eftir þeim heimildum sem
fundust. Eitt leiddi af öðru og með
heimildir um þetta einstaklega við-
burðaríka ár varð bókin til,“ segir
Ágúst um bókina þar sem ljósmyndir
eru í aðalhlutverki.
Undanfarin ár hafa ljósmyndir
verið skannaðar í stórum stíl á Hér-
aðsskjalasafni Skagfirðinga. Þaðan
er fenginn umtalsverður hluti af ljós-
myndum bókarinnar og má þar nefna
myndir frá Stefáni Pedersen ljós-
myndara, Guðjóni Ingimundarsyni
og Kristjáni C. Magnússyni. Margar
myndir eru frá Gunnari Helgasyni og
Jóhannesi Jósefssyni, sem voru báðir
afkastamiklir áhugaljósmyndarar á
síðustu öld. „Afkomendur þeirra voru
svo vinsamlegir að veita mér aðgang
að söfnum þeirra. Fjölmargir aðrir
lánuðu mér myndir að auki,“ segir
Ágúst, sem sömuleiðis á myndir í
bókinni.
Breyttur bær
Bæjarbragurinn og ásýnd
Sauðárkróks hefur gjörbreyst á síð-
ustu 50 árum, segir
Ágúst. Menningar-
lífið í bænum árið
1971 var reyndar
óvenjulega fjöl-
breytt vegna há-
tíðahalda sem þá
var efnt til vegna af-
mælis byggð-
arinnar.
„Varanlegar
breytingar urðu á
atvinnulífinu. Fyrsti skuttogarinn
kom til Sauðárkróks 1971. Útgerð
og fiskvinnsla hefur síðan þá dafnað
og þróast á Króknum öll þessi ár
undir stjórn dugmikilla manna og
kvenna. Kaupfélag Skagfirðinga
opnaði árið 1983 Skagfirðingabúð
sem er glæsilegur stórmarkaður á
okkar mælikvarða. Þar sameinaði
Kaupfélagið svo til allar sínar versl-
anir undir sama þaki. Fjölmörg önn-
ur fyrirtæki og verslanir eru í dag
rekin af myndarskap í bænum. Þó
eru nú aðeins örfá fyrirtæki enn
starfandi er voru við lýði afmælisárið
1971. Enn eru nýjustu kvikmynd-
irnar sýndar í Sauðárkróksbíói. Nú
þurfa menn ekki lengur að panta sér
brennivín frá Siglufirði eða keyra eft-
ir því þegar mikið liggur við,“ segir
Ágúst og heldur áfram:
„Við megum vel við una “
„Í dag eins og fyrir 50 árum eru
Skagfirðingar ríkir að góðum iðn-
aðarmönnum. Enn er Sæluvikan
haldin árlega. Ekki eru dansleikir öll
kvöld, en Leikfélag Sauðárkróks er í
fullu fjöri. Fyrir 50 árum voru reglu-
lega haldnir dansleikir með hljóm-
sveitum eins og Geirmundi Valtýs-
syni. Á böllunum hittust ungir og
gamlir og kærustupör urðu til á heil-
brigðan hátt, ef svo má að orði kom-
ast. Nú eru dansleikir sjaldgæfir. Má
segja að sú breyting í mannlífinu sé
kannski sýnilegust. Kaupstaðurinn
hefur þróast og breyst í takt við tím-
ann. Við megum vel við una á Krókn-
um.“
Þótt tímar og aðstæður breytist
segir Ágúst að enn sem fyrr sé gott
að búa á Sauðárkróki fyrir þá sem
kjósa svo. „Bærinn er nægilega stór
til þess að hér er flesta þá þjónustu að
finna sem fólk þarfnast. Atvinnulífið
stendur traustum fótum. Bæjar-
félagið er hæfilega stórt, sameinar
kostina við að hafa allt við höndina, en
jafnframt að búa í dreifbýli þar sem
stutt og þægilegt er að komast í úti-
vist og afþreyingu,“ segir Ágúst.
Panta má bókina á netfanginu
ag@simnet.is
Árið var einstaklega viðburðaríkt
Hálf öld! Sauðárkrókur 1971 í nýrri bók. Bærinn nú
með öðrum svip, segir Ágúst Guðmundsson sem er
höfundur bókarinnar og útgefandi. Reistar voru bygg-
ingar, atvinnulífið efldist og íbúum fjölgaði.
Ljósmynd/Kristján C. Magnússon
Kaupfélagið Kristín Sölvadóttir í
vefnaðarvörudeild árið 1971.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðárkrókur „Bærinn er nægilega stór til þess að hér er flesta þá þjónustu
að finna sem fólk þarfnast,“ segir Ágúst Guðmundsson, hér með bók sína.
Ljósmynd/Stefán Pedersen
Bæjarmynd Skrúðganga og hópreið um göturnar. Hús, bílar, tíska og tíðarandi.
Allt er – eðlilega – gjörbreytt frá því sem var þegar þessi mynd var tekin.
Bæjarfélagið er
hæfilega stórt,
sameinar kostina
við að hafa allt
við höndina, en
jafnframt að búa í
dreifbýli
Ríflega 1.000 trjáplöntur voru gróð-
ursettar um síðustu helgi í Loftslags-
skógum Reykjavíkur á fyrsta al-
menna gróðursetningardeginum í
suðurhlíðum Úlfarsfells.
Loftslagsskógunum er ætlað að
kolefnisjafna starfsemi Reykjavík-
urborgar um leið og til verður fal-
legur útivistarskógur sem eykur skjól
í borginni, eins og það er orðað í
fréttatilkynningu frá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur.
Með gróðursetningardögum er
leitast við að auka þátttöku almenn-
ings í skógrækt, vekja áhuga og auka
þekkingu. Skógræktarfélag Reykja-
víkur, sem ræktar upp skóginn fyrir
hönd Reykjavíkurborgar, stefnir að
því að halda fleiri gróðursetningar-
daga, bæði fyrir almenning og af-
markaða hópa.
Um 50 manns tóku þátt í gróð-
ursetningardeginum. Bæði var það
fólk sem er vant því að fara með
bakkaplöntur og geispur, og fólk sem
var að vinna sín fyrstu handtök í
skógrækt. Starfsmenn félagsins
kenndu grundvallaratriði í gróð-
ursetningu trjáa, deildu út plöntum
og leiðbeindu fólki.
Fyrsti almenni gróðursetningardagur Loftslagsskóga
Þúsund plöntur til kolefnisjöfn-
unar hjá Reykjavíkurborg
Ljósmyndir/Skógræktarfélag Reykjavíkur
Gróðursetning Góð þátttaka var í gróðursetningunni um síðustu helgi.
ÚRVAL
ÚTILJÓSA
www.rafkaup.is