Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 26

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn blasir við vetur hafta og takmarkana vegna kórónu- veirunnar. Í sjón- varpsfréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudagskvöld fóru rúmar tíu mínútur í veiruna, tæpur helmingur fréttatímans, einu og hálfu ári eftir að kórónuveiran barst fyrst til landsins. Að auki var fjallað um veiruna í Kastljósi sjón- varpsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að takmarkanir innanlands þurfi að vera í gildi á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar í heiminum, að því er fram kemur í minnisblaði, sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra um fyrirkomulag sóttvarna innanlands og á landamærunum til framtíðar fyrir tíu dögum. Rúmlega 2.500 manns eru nú í sóttkví og tæplega þús- und til viðbótar í skimunar- sóttkví. Smit hafa verið fleiri í yfirstandandi bylgju veirunnar en í fyrri bylgj- um. Nú eru hins vegar það margir bólusettir að mun færri hafa veikst alvarlega við að smitast af kórónuveir- unni. Allt frá því að yfir- standandi bylgja hófst hefur hlutfall þeirra, sem eru með engin eða væg einkenni, ver- ið um eða yfir 95%. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt og hlýtur að teljast vísbending um að ólíklegt sé að útbreidd smit setji heil- brigðiskerfið á hliðina. Jafnt og þétt berast frétt- ir af frestuðum viðburðum. Tónlistarmenn eru orðnir ærið aðþrengdir. Í vikunni var frestuðu Reykjavíkur- maraþoni aflýst og fer það þó fram utandyra. Einu fjöldasamkomurnar um þessar mundir eru haldnar daglega í Leifsstöð í boði hins opinbera. Nú er skólastarf að hefj- ast. Í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndi Jón Pétur Zimsen reglur um sóttkví. Hann benti á að allt yrði komið í lás eftir eina til tvær vikur ef reglurnar yrðu óbreyttar. Þessi orð hafa greinilega haft sín áhrif. Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráð- herra sagði í gær að regl- urnar yrðu endurskoðaðar og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála- ráðherra kváðust sömuleiðis í gær vilja slaka á regl- unum. Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir ferðamála- ráðherra talar um breytingar á núverandi fyrirkomulagi í grein í Sunnudagsblaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, og segir stöðuna „þann- ig hér að þjóðfélagið okkar er komið að þolmörkum sóttkvíar“. Þetta er án efa rétt mat hjá ráðherranum. Það er engin ástæða til þess að hér séu harðari reglur en í lönd- unum í kringum okkur, ekki síst vegna þess að hér er mun hærra hlutfall íbúanna bólusett en þar. Sjálfsagt er að mæla smit. Segja má að sá fjöldi smita, sem greinist í dag, gefi heil- brigðisyfirvöldum vísbend- ingu um hvað margir megi búast við að þurfi læknis- aðstoð eftir viku. Það þarf hins vegar að vera ljóst þeg- ar daglegar fréttir eru flutt- ar af smitum að þeim fylgi ekki lengur sú ógn, sem af þeim stafaði áður en farið var að bólusetja. Tilgangurinn með öllum aðgerðunum vegna kórónu- veirunnar er að verja heilsu almennings. Það hefur að mestu tekist vel til þessa. Hlutfall þeirra, sem látist hafa af völdum veirunnar hér á landi, er með því lægsta sem gerist. Aðeins á Möltu er hlutfall bólusettra sambærilegt við það sem hér gerist. En hver er staðan nú? Við mat á því til hvaða aðgerða skuli gripið verður að líta á heildaráhrif. Oft hefur komið fram að takmarkanir og lokanir hafi orðið til þess að fólk hafi hreyft sig minna. Niður- stöður rannsókna hjá Ís- lenskri erfðagreiningu sýna að fólk er nú beinlínis í verra formi en áður. Þá skapast sú hætta þegar allt snýst um veiruna að annað sitji á hakanum – að ástand- ið leiði til þess að aðgerðum sé frestað, eða einfaldlega að sjúkdómar, til dæmis krabbamein, sem lykilatriði er að greina snemma, finnist ekki fyrr en í óefni er komið. Það gengur ekki upp ef hætta er orðin á að aðgerð- irnar vegna kórónu- veirunnar valdi heilsu fólks meira tjóni en þær afstýra. Það gengur ekki upp ef hætta er orðin á að aðgerðirnar vegna kórónuveir- unnar valdi heilsu fólks meira tjóni en þær afstýra} Slökun sóttkvíarreglna Ó hætt er að segja að stórir þjóð- félagshópar á Íslandi búi við mikla fátækt. Í þeim hópi er gamalt fólk sem þarf að velja á milli þess hvort það kaupir sér mat eða lífs- nauðsynleg lyf, börn sem hafa ekki fjárhags- legan stuðning til þess að stunda íþróttir né önnur áhugamál, einstæðir foreldrar sem þurfa að velta því fyrir sér hvort þeir hafi efni á því að greiða rafmagnsreikninginn og veikt fólk sem missir alla von í kviksyndi fátæktarinnar sem íslenska kerfið er. Lægstu mánaðarlegu greiðslur til lífeyris- þega, sem engar aðrar tekjur hafa, eru aðeins 256.500 kr. eða 221.000 kr. eftir skatt. Þeim sem búa við svo kröpp kjör er haldið í vonlausri fátæktargildru. Á meðan framfærslukostnaður heldur áfram að stóraukast hafa greiðslur almannatrygg- ingakerfisins ekki fylgt almennri launaþróun í landinu. Síðasta áratug hefur sú upphæð sem öryrkjar hafa til framfærslu skerst um 29% miðað við launaþróun. Á árinu 2018 voru tæplega 6.000 eldri borgarar með undir 293.000 kr. á mánuði í tekjur, fyrir skatt! Hættum að skattleggja fátækt! Í skýrslu um dreifingu skattbyrði, sem unnin var fyrir Eflingu árið 2019, kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa á meðan skatt- byrði lægstu tekjuhópa jókst. Áður fyrr voru skattleys- ismörk hærri en óskertur lífeyrir almannatrygginga. Nú eru skattleysismörk við 161.500 kr. í mánaðartekjur en grunnlífeyrir fyrir skatt er 256.500 kr. á mán- uði. Skattleysismörk eru því töluvert lægri en grunnlífeyrir. Afleiðingarnar eru stóraukin skattbyrði þeirra lægst launuðu. Þessu verður að breyta til hins betra. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Meðal annars hafa verið lagðar fram til- lögur um aukna þrepaskiptingu, eignarskatta og lækkun skatthlutfalls. Flokkur fólksins tel- ur að hagkvæmasta og sanngjarnasta leiðin sé að hækka skattleysismörkin í 350.000 kr. á mánuði og miða við fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur felur í sér að eftir að 350.000 kr. skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Þ.e.a.s. þá myndi persónuafsláttur ná núverandi fjárhæð við ákveðinn vendipunkt, sem dæmi 575.000 kr. á mánuði. Allir sem hafa tekjur undir 575.000 kr. á mánuði fá auknar ráðstöf- unartekjur en persónuafsláttur þeirra sem hafa hærri mánaðartekjur verður lægri en hann er nú. Þannig má auka verulega ráðstöfunartekjur láglaunafólks en einnig koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með því að lækka persónuafslátt hátekjufólks. Með þessum tveimur aðgerðum væri hægt að útrýma þeirri fátækt sem er okkur til skammar strax á næsta kjörtímabili! Inga Sæland Pistill 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is V ið spyrjum að leikslokum,“ sagði útgerðarmaður sem rætt var við í gær um mak- rílvertíðina. Nú er búið að veiða um 80 þúsund tonn eða rúm- lega helming af heimildum upp á alls um 157 þúsund tonn. Á sama tíma í fyrra var makrílaflinn kominn yfir 100 þúsund tonn. Í fyrra datt veiðin niður í Síldarsmugunni milli Íslands og Noregs viku af september og hegði makríllinn sér á svipaðan hátt í ár eru innan við þrjár vikur til stefnu. Lítið hefur veiðst af makríl í ís- lenskri lögsögu í sumar þrátt fyrir nokkra leit fram eftir júlímánuði. Vit- að er að talsvert er af makríl í lögsög- unni, en hann hefur ekki fundist í þéttleika sem hentar veiðum. Skipin hafa því mestmegnis verið að veiðum í Síldarsmugunni og suma daga hefur veiðst ágætlega, en afli dottið niður á milli. Um hálfan annan sólarhring tekur að sigla af miðunum á hafnir fyrir austan og norðaustan, þó mis- jafnt eftir því hvar skipin hafa verið að veiðum í Síldarsmugunni. Skip einstakra útgerða eða fyrirtækja sem vinna saman hafa samstarf um veiðarnar. Þannig er afla dælt um borð í eitt skip sem sigl- ir með hann í land, en hitt eða hin skipin geta haldið áfram veiðum. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að skipin séu að sigla langan veg með lítinn afla og eins tryggir það að afl- inn berst ávallt sem ferskastur að landi. Tvö ný skip eru á makríl, Vil- helm Þorsteinsson og Börkur, en (gamli) Börkur II er einnig á makríl og ný Álsey hefur bæst í flota Ís- félagsins. Hvar er stóri makríllinn? Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, segir að vertíðin hafi verið erfið, en vonandi rætist úr á næstunni. Makríllinn í Síldarsmug- unni hafi verið smærri og lélegra hrá- efni en sá sem veiðst hafi í íslenskri lögsögu og menn spyrji sig hvar stóri fiskurinn sé. „Á hann eftir að koma inn í Síldarsmuguna næstu daga á leið sinni suður eða austur,“ spyr Stefán. Makríll úr skipum Ísfélagsins hefur verið unninn á Þórshöfn. Auk Íslendinga hafa Færey- ingar, Grænlendingar, Rússar og ein- staka norskt skip verið að veiðum í Síldarsmugunni. Norðmenn og Fær- eyingar settu sér mun stærri makríl- kvóta en þeir höfðu áður. Norðmenn hafa ekki lengur heimild til að veiða makríl í breskri lögsögu og óljóst er hvernig makrílvertíðin þróast hjá þeim. Stefán segir að mest af makr- ílnum frá Íslandi fari á lönd í Austur- Evrópu og sé verð sambærilegt við það sem var í fyrra, en krónan er hins vegar sterkari en á síðasta ári. Fær- eyingar og Grænlendingar geta selt sinn afla til Rússlands, en Íslend- ingar ekki. Erfið makrílvertíð en vonandi rætist úr Staðsetning íslensku makrílveiðiskipanna Kortagrunnur: marinetraffic.com ÍSLAND NOREGUR Staðsetning skipanna kl. 13 í gær Vísitala lífmassamakríls í uppsjávarleiðöngrum 2010-2020 2010 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Hver reitur er tvær breiddargráður og fjórar lengdargráður 480 Lífmassi, 0-48 tonn/km2 Heimild: Hafrannsóknastofnun Göngur Kortin sýna útbreiðslu og þéttleika makríls á norðurslóðum 2010 til 2020. Um miðja næstu viku eru vænt- anlegar endanlegar niðurstöður úr makrílleiðangri fimm skipa fyrr í sumar. Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að í mörg ár hafi stærsti makríllinn gengið lengst í vestur, en fiskurinn hafi verið blandaðri í Smugunni og smærri fiskur nær ströndum Noregs og í Norðursjó. 2018 hafi farið að bera á minni útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu og sú þróun hafi haldið áfram. Heldur meiri útbreiðsla makríls hafi verið fyrir austan land í sumar heldur en 2020, en magnið verið mjög svipað og í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.