Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 32
32 UMRÆÐAN
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20.
Prestur er Guðmundur Guðmundsson. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór
Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í um-
sjón fermingarbarna sem tóku þátt í ágústnám-
skeiði presta, djákna og æskulýðsstarfsmanna
kirkjunnar. Ath. 200 manna hámark og grímu-
skylda.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurð-
ur Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna Ássafnað-
ar. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti er
Bjartur Logi Guðnason.
Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garðakirkju
alla sunnudaga klukkan 11. Ástjarnarkirkja tek-
ur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á
síðunni.
BREIÐHOLTSKIRKJA |
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Björn
Björnsson. Organisti er Örn Magnússon. Alþjóð-
legi söfnuðurinn:
Guðsþjónusta á ensku kl. 14. Prestur er Toshiki
Toma og sr. Ása Layfey Sæmundsdóttir.
International Congregation:
Worship & Prayer service 14. Ása Layfey Sæ-
mundsdóttir, pastor for immigrants and refu-
gees preaches and serves together with Toshiki
Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl.
20. Félagar úr kór kirkjunnar annast tónlist
ásamt kantor Jónasi Þóri. Sr. Eva Björk Valdi-
marsdóttir annast þjónustu ásamt messuþjón-
um.
DIGRANESKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11.
Sr. Gunnar Sigurjónsson þjónar. Organisti er Sól-
veig Sigríður Einarsdóttir. Súpa og brauð að
messu lokinni. Messa í Hjallakirkju sunnudag kl.
17. Sr. Sunna Dóra Möller. Tónlist Matthías V.
Baldursson.
DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Prestur er
Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar er organisti og
Dómkórinn syngur.
FELLA- og Hólakirkja | Sameiginleg guðsþjón-
usta Breiðholtsprestakalls haldin í Breiðholts-
kirkju kl. 11. Sr. Magnús Björnsson þjónar og
predikar. Kór kirkjunnar syngur, kaffisopi eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni og sr. Sig-
urvin Lárus leiða stundina. Hljómsveitin Mantra
og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn
ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fjölskyldur ferm-
ingarbarna eru hvattar til að mæta.
GARÐAKIRKJA | Sr. Bragi J. Ingibergsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jóhann
Baldvinsson og meðhjálpari Benedikt Sigurðs-
son. Boðið verður upp á kaffi og Prince Polo í
hlöðunni á Króki eftir messu. Benedikt Sigurðs-
son leikur harmonikutónlist. Messan verður í
beinu streymi á facebook.com/sumarmessur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn kl. 11
verður kaffihúsamessa í Grafarvogskirkju. Kaffi-
húsamessurnar eru sumarmessur og verða á
sunnudögum kl. 11 út ágústmánuð. Forsöngv-
ari, prestur, organisti og kirkjuvörður annast
þjónustuna. Kaffi og meðlæti.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjón-
um. Jónas Þórir kantor og Kirkjukór Grensás-
kirkju leiða sönginn. Kyrrðarstund þriðjudaginn
24. ágúst kl. 12, einnig á netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Kvöld
helgistund sunnudaginn 22. ágúst kl. 11. Prest-
ur er Leifur Ragnar Jónsson sem þjónar og pré-
dikar fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir
og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lov-
isa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir mess-
una.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kvennakórinn
Aurora syngur. Stjórnandi er Sigríður Soffía Haf-
liðadóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergs-
son. Lokatónleikar orgelsumars sunnudag kl.
17. Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klais-org-
elið.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Fermingarbörn vetrarins og forráða-
menn boðin velkomin og skráning fer fram í
fermingarfræðsluna. Kordía, kór Háteigskirkju
syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldstund í Keflavík-
urkirkju 21. ágúst. Arnór Vilbergsson og félagar
úr kór Keflavíkurkirkju færa okkur söng og ljúfa
tóna. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari,
Heiða B. Gústafsdóttir djáknakandídat leiðir
okkur í bæn.
KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum |
Sumarmessa í Keflavíkurkirkju sunnudag kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sumarmessum.
Sjá Keflavíkurkirkju hér á síðunni.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa sunnudag kl.
11. sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar, organisti er
Magnús Ragnarsson og Nobili kór syngur. Kaffi-
sopi eftir messu.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr
kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn
Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur
er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fermingar-
börn og foreldrar sérstaklega boðin velkomin.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sum-
armessa í Keflavíkurkirkju sunnudag kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sumarmessum
Sjá Keflavíkurkirkju hér á síðunni.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Messa kl.
14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar al-
mennum safnaðarsöng. Prestur er Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryn-
dís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari,
Douglas A. Brotchie leikur á orgel og félagar úr
Kór Seljakirkju leiða söng. Messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar.
Friðrik Vignir Stefánssone er organisti. Félagar
úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffi-
veitingar og samfélag í safnaðarheimili kirkjunn-
ar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garða-
kirkju, alla sunnudaga kl. 11.
Vídalínskirkja tekur þátt í sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sumar-
messur í Garðakirkju alla sunnudaga kl. 11. Víði-
staðakirkja tekur þátt í sumarmessunum.
Sjá Garðakirkja hér í síðunni.
YTRI-Njarðvíkurkirkja |
Sumarmessa í Keflavíkurkirkju sunnudag kl. 20.
Njarðvíkurprestakall tekur þátt í sumarmessum.
Sjá Keflavíkurkirkju hér á síðunni.
ÞINGMÚLAKIRKJA | Sunnudagur. Kvöld-
messa kl. 20; útimessa. Að þessu sinni munum
við safnast saman til helgihaldsins úti undir ber-
um himni í Þingmúlakirkjugarði. Prestur er Þor-
geir Arason. Tónlist Torvald Gjerde. Meðhjálpari
er Ásta Sigurðardóttir. Kvöldsopi í boði sóknar-
nefndar að messu lokinni. Allra sóttvarnarreglna
gætt! Sjá nánar: egilsstadaprestakall.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kópavogskirkja.
Er það ekki oftast
hreint ótrúlegt sem
kemur í ljós þegar
sannleikurinn kemur
loksins upp á yfirborð-
ið? Þegar næstum all-
ur heimurinn horfir
með hryllingi á yfir-
töku talíbana á afg-
önsku þjóðinni þá eru
það Hamas-samtökin á
Gasa, sem kúgað hafa
íbúa Gasastrandar-
innar í um 15 ár, sem fyrst eru til að
lýsa yfir velþóknun og miklum
stuðningi við talíbana, eins og fram
kom í fjölmiðlum 17. ágúst síðastlið-
inn. Þessi yfirlýsing Hamas er gríð-
arlega merkileg því hún segir ein-
faldlega til um það að Hamas-
samtökin eru nákvæmlega sams
konar samtök og talíbanar. Hún
segir einfaldlega að Hamas og talíb-
anar séu systursamtök. Stundum er
sagt að óþverrinn þurfi að fljóta upp
á yfirborðið svo hann sé sýnilegur
öllum.
Athyglisvert er að svo virðist sem
mbl.is sé eini fjölmiðillinn hér á
landi sem birti frétt um þessa yfir-
lýsingu. Maður spyr sig hvað veldur.
Eru einhverjir fjölmiðlungar að
vakna upp við þann vonda draum að
þeir hafa verið að verja systur-
samtök talíbana svo árum skiptir?
Var þægilegra að reyna að þegja
þetta í hel en fjalla um yfirlýsinguna
eins og mbl.is og bbc.com gerðu?
Fyrir þá sem hafa viljað vita og
ekki eru í afneitun þá eru talíbanar
og Hamas-samtökin hryðjuverka-
samtök. Samtök sem yndi hafa af
hrottaskap og kúgun. Samtök upp-
full af miðaldahugsunarhætti. Sam-
tök sem bera í brjósti sér kolsvartar
hugmyndir um konur, sama hver
aldur þeirra er. Samtök sem banna
samkynhneigð og drepa alla þá sem
uppvísir verða að því að vera homm-
ar eða lesbíur, hvað þá transfólk.
Ekki má heldur gleyma því að þeir
sem flokkast sem „trúlausir“ eru
réttdræpir.
Hvorum tveggja þessum sam-
tökum er stýrt af kolbrengluðum
körlum sem víla ekki fyrir sér að
drepa alla þá sem vefengja vald
þeirra. Hamas-samtökin, sem kom-
ust til valda á Gasa
2007 í kjölfar borg-
arastyrjaldar við
Fatah-hreyfinguna,
hafa ekki haldið kosn-
ingar frá því samtökin
komust til valda. Menn
skulu ekki láta sig
dreyma um að það
verði eitthvað annað
upp á teningnum hjá
talíbönum þrátt fyrir
fögur fyrirheit í dag
um göfuglyndi og
manngæsku.
Til viðbótar þessu þá
eru forvígismenn þessara samtaka
svo mikil dusilmenni að þeir eru
vanir að fela sig í Katar á meðan
átök standa yfir. Nú er greint frá
því í fjölmiðlum að forvígismenn
talíbana streymi til Afganistans frá
Katar eftir að hafa búið þar við lúx-
us þessi 20 ár sem þeim var haldið
frá völdum í Afganistan. Það sama
hefur gilt um forvígismenn Hamas-
samtakana; þeir hafa alla tíð falið
sig í Katar þegar þeir hafa efnt til
árása og átaka við Ísrael, enda Kat-
arbúar, ásamt hinni myrku klerka-
stjórn í Íran, þeir sem fjármagna
starfsemi Hamas og talíbana þótt
sala á ópíum gefi talíbönum vel í
aðra hönd.
Hvað skyldu þeir Íslendingar,
sem áratugum saman hafa hampað
og stutt Hamas-samtökin og öll
þeirra ógæfuverk, segi núna þegar
Hamas er loksins komið út úr sínum
illa miðaldaskáp? Þar hafa þing-
menn farið fremstir í flokki og
fréttamenn sem og meðlimir ýmissa
samtaka. Létu allir þessir aðilar
blint hatur sitt á Ísrael og Ísraels-
mönnum villa sér svo mjög sýn að
þeir gleymdu að kynna sér hvað Ha-
mas-samtökin og systursamtök
þeirra standa fyrir? Hatur blindar
og fáfræði er synd.
Eftir Magnús
Magnússon
» Stundum er sagt að
óþverrinn þurfi að
fljóta upp á yfirborðið
svo hann sé sýnilegur
öllum.
Magnús Ægir
Magnússon
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og friðarsinni.
Talíbanar í Afganist-
an og Hamas á Gasa
– systursamtökNú styttist í alþing-
iskosningar og flokk-
arnir byrjaðir á fullu
að kynna sín stefnu-
mál og sína frambjóð-
endur um allt land.
Núverandi ríkisstjórn
undir forsæti Katr-
ínar Jakobsdóttur
hefur verið farsæl og
komið mörgum þjóð-
þrifamálum í gegn
eins og lesa má í grein eftir for-
sætisráðherra í Morgunblaðinu 14.
ágúst. Það var kannski ekki mikil
stemning í upphafi fyrir þessari
stjórn meðal margra stuðnings-
manna Vinstri grænna og Sjálf-
stæðisflokksins þar sem þessir
flokkar hefðu svo ólíka pólitíska
nálgun á hlutina. Stjórnmál snúast
um hagsmuni og vissulega eru
ólíkir hagsmunahópar að baki
þessum tveimur flokkum. Margir
töldu fyrir fram að þetta væri
vonlaust og að þetta stjórnarsam-
starf mundi ekki lifa lengi. Fyrr
eða síðar mundi samstarfið
springa. En þetta stjórnarsam-
starf hefur verið farsælt og árang-
ursríkt. Eins og í öllum heil-
brigðum samskiptum er tekist á
um hlutina, en menn hafa alltaf
leitað allra leiða til þess að finna
þá lausn eða nið-
urstöðu sem sátt væri
um. Það má alltaf
deila um það eftir á
hvort slík niðurstaða
hafi verið sú besta og
sennilega er hún ekki
sú besta að mati
þeirra sem ekki fengu
allt sitt fram. En í
raun og veru eru það
alltaf málamiðlanir
sem eru besta leiðin.
Leið þar sem allir
geta verið sæmilega
sáttir. Menn ná kannski ekki öllu
sínu fram en menn ná einhverju.
Góðir hlutir gerast hægt. Þolin-
mæði er dyggð. Það hefur verið
mín skoðun að þetta stjórnarsam-
starf hafi verið til mikillar gæfu
fyrir kjósendur Vinstri grænna.
Það má vel vera að ýmsum finnist
þeir illa sviknir en þá má spyrja
þá hina sömu hvort staðan hefði
verið betri hefði flokkurinn ekki
farið í þetta samstarf. Er betra að
vera eilíft í stjórnarandstöðu og
koma engum málum áfram? Það
kom mér á óvart að lesa að 70%
stuðningsmanna Vinstri grænna
vildu ekki áframhald á þessari rík-
isstjórn. Fyrir mér lýsir þetta
tvennu, þolleysi annars vegar og
hins vegar því sem ég kýs að kalla
allt eða ekkert hugarfar. Ann-
aðhvort fæ ég allt mitt fram eða
ekkert. Annaðhvort heimsyfirráð
eða dauði. Hvort tveggja getur
aldrei orðið vænlegt til árangurs.
Menn verða fyrir það fyrsta að
virða það að fólk hefur ólíka sýn á
hlutina. Forsætisráðherra nefndi í
nýlegu viðtali að í raun hefðu
flestallir flokkarnir nokkuð svip-
aða sýn á það hvernig samfélag
þeir vildu. Það væru í raun bara
leiðirnar til að ná þessu fram sem
væru ólíkar. Og það er einmitt
styrkur sterkra leiðtoga eins og
Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga
að geta rökrætt hlutina og tekið
farsæla ákvörðun okkur öllum til
hagsbóta. Þessi ríkisstjórn hefur
staðið sig vel í ákaflega erfiðum
aðstæðum og vonandi mun hún
eiga framhaldslíf jafnvel þó það líf
verði ekki allt dans á rósum og
ekki fái allir sínar ýtrustu kröfur
uppfylltar.
Eftir Ragnar
Thorarensen »En í raun og veru
eru það alltaf mála-
miðlanir sem eru besta
leiðin. Leið þar sem allir
geta verið sæmilega
sáttir.
Ragnar Thorarensen
Höfundur er félagi í
Vinstri grænum.
raggithor@simnet.is
Allt eða ekkert stjórnmál
Það er dálítið um það núna að vilja
breyta sögunni, ekki síst í henni
stóru Ameríku þar sem styttum
löngu dauðra karla er velt af stalli
því verk þeirra og skoðanir falla
ekki að nútímasmekk.
Okkur er ekki svona uppsigað
við styttur og seint held ég að við
myndum amast við styttu Krist-
jáns IX eða Jóns Sigurðssonar. Þó
er ég ekki frá því að Jón hafi ein-
hvern tíma fengið á sig málning-
arslettu en ekki svo að ei yrði
bætt.
En það er fleira sem amast er
við ef menn þola ekki söguna eins
og hún kemur af skepnunni. Á
samfélagsmiðlum hafa skapast
heiftúðugar umræður um gömul og
gegn plöntunöfn og margt látið
fjúka um rasisma og þjóðaeinelti.
Það er hin lífseiga og þolinmóða
pottaplanta gyðingurinn gangandi,
tradescantia, sem hefur komið
fólki í uppnám. Að baki nafninu er
ævagömul arfsögn, sem er sérlega
táknræn því gyðingar eru dreifðir
um allar jarðir.
Væri nafnið aflagt af misskildum
tepruskap væri sögunni misþyrmt
og Fljúgandi Hollendingurinn ekki
heldur gjaldgengur í óperunni.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Styttur, vandalismi og gyðingurinn gangandi