Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilegaHotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn meðÁstu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson AÐVENTUFERÐIR ELDRI BORGARA TIL KAUPMANNAHAFNAR 2021 Síðast seldust allar ferðirnar upp 1. ferð: 21.–24. nóvember 3. ferð: 5.- 8. desember 2. ferð: 28. nóv.–1. des Verð: 149.500 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 29.500 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum. Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Bókanir fara fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið hotel@hotelbokanir.is eða hafa samband í símum 783-9300 og 783-9301. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðu okkar www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér finnst eðlilegt að fólk hafi eins mikla innsýn í stjórnsýsluna og unnt er,“ segir Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Umræðunni var frestað Stefán hefur lagt fram erindi í bæjarstjórn þar sem farið er fram á að bæjarstjórinn í Mosfellsbæ birti reglulega dagbók sína á netinu. Þar eigi bæjarbúar að geta fylgst með því hver dagleg verkefni bæjar- stjórans eru. Erindi Stefáns var vís- að til forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar til umsagnar fyrr í sumar. Í vikunni var umræðu um téða umsögn frestað í bæjarráði vegna tímaskorts. Samræmist lýðræðisstefnu Stefán segir í samtali við Morg- unblaðið að hugmyndin sé sótt til ráðherra í ríkisstjórninni auk þess sem Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, greini reglulega frá helstu verkefnum sínum með þessum hætti. „Allt sem þessir aðilar gera, ráð- herrar og bæjarstjórar, er opinber framkoma. Þeir sitja fundi og taka á móti viðskiptavinum, hvort sem það eru íbúar, félagasamtök eða annað, og það samræmist að mínu viti lýð- ræðisstefnu Mosfellsbæjar að bæj- arbúar geti lesið um þessi störf. Auk þess ber opinberum starfsmönnum að skrá samskipti sín enda gætu þau orðið gagn í málum síðar. Það er hins vegar enginn að óska eftir upp- lýsingum um hvað fer nákvæmlega fram á þessum fundum.“ Stefán segir að þessi ósk hans um birtingu dagbókar snúist alls ekki um Harald Sverrisson bæjarstjóra persónulega. Því fari fjarri að hann gruni hann um græsku. Snýst ekki um bæjarstjórann „Nei, menn kunna að draga slíkar ályktanir en svo er alls ekki. Við boð- uðum það í kosningabaráttunni að við vildum upplýsa eins mikið og hægt væri. Það hafa verið framfarir síðustu ár, en ég tel rétt að upplýsa frekar meira en minna.“ Vill að bæjarstjórinn haldi dagbók á netinu - Stjórnsýsla í Mosfellsbæ verði opnari - Ekki persónulegt Morgunblaðið/Árni Sæberg Við Álafoss Það er fallegt um að litast í Mosfellsbæ og líflegt mannlíf. Bæj- arstjórinn hefur því eflaust frá mörgu að segja ef hann birtir dagbók sína. Haraldur Sverrisson Stefán Ómar Jónsson Fáskrúðsfjörður | Síðastliðinn vet- ur voru tvær gæsir við smábáta- höfnina á Fáskrúðsfirði og var þeim færður matur reglulega. Voru það eigendur Kaffi Sumarlínu sem sáu um það, hjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason. Í sumar komu gæsirnar upp fjórum ungum; þrem- ur gráhvítum og einum brúnum. Á þessari stundu er ekki vitað hvað verður um þessa fjölskyldu, hvort hún verður fjarlægð eins og villifuglarnir sem voru farlægðir síðasta haust. Margir bæjarbúar velta þessu fyrir sér, þegar fylgst er með gæsafjölskyldunni. - Par með fjóra unga á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Gæsafjölskyldu færður matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.