Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 48
CHANEL Nettur stóll
frá Calia Italia
Stærð: 67 cm
Leður: Biscotto. Verð 190.000 kr.
Stóllinn er einnig fáanlegur með
snúningsfæti. Hægt að panta í
tveggja og þriggja sæta sófa, í
mörgum litum, bæði
í leðri og taui
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377
bustod@bustod.is | www.bustod.is
FALLEGAR VÖRUR
JULIET er æðislega fallegur sófi frá Calia á Ítalíu.
Stærð 216 cm. Verð 690.000 kr.
Einnig fáanlegur sem stóll og 2ja sæta sófi (160 cm).
ORLANDO tungusófi frá Calia á Ítalíu.
Nautsleður allan hringinn.
Stærð: 271x167 cm. Verð 590.000 kr.
Einingasófi þar sem hægt er að púsla saman sófa á marga
vegu. Einnig hægt að panta í tveggja og þriggja sæta sófum.
Hægt að panta í mörgum litum, bæði í leðri og taui.
PIER sófinn frá Calia á Ítalíu er orðið eitt vinsælasta módel
Bústoðar. Það er fáanlegt í fjölmörgum litum af taui, micro-
fiber eða leðri. Hægt er að fá Pier í mörgum útfærslum,
bæði með og án rafmagns, og jafnvel tungusófa.
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Hornsófi 270 x 227 cm með rafmagni í sæti. Verð 615.000 kr.
Stóll á snúningsfæti í ítölsku
nautsleðri. Einnig fáanlegur
á löppum. Hægt að panta
stólinn í mörgum litum,
bæði leðri og taui.
75 cm á breidd.
Verð frá 139.000 kr.
Á tíundu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veit-
ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, í dag kl.
15, kemur fram kvartett djass-
söngkonunnar Marínu Óskar. Á
sviðinu með Marínu verða Anna
Gréta Sigurðardóttir píanóleik-
ari, Johan Tengholm kontra-
bassaleikari og Matthías
Hemstock trymbill. Mar-
ína, Anna Gréta og Johan
stunduðu nám við Kon-
unglega tónlistar-
háskólann í Stokk-
hólmi og útskrifuðust
þaðan nýverið með
meistaragráður. Boðið
verður upp á ylhýra og
dillandi létta djasstónlist
sem smellpassar í öll
djasselskandi eyru. Tón-
leikarnir fara fram úti á
Jómfrúartorginu.
Kvartett Marínu á Jómfrúnni
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 233. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir úr Hjól-
reiðafélagi Reykjavíkur verður fyrst Íslendinga til þess
að keppa í handahjólreiðum á Ólympíumóti fatlaðra
þegar hún keppir í tímatöku og götuhjólreiðakeppni í
H3-flokki handahjólara í Tókýó.
Arna hlaut eitt umsóknarsæta sem Alþjóðahjólreiða-
sambandið úthlutaði og keppir á sínu fyrsta Ólympíu-
móti. „Ég er bara spennt,“ sagði Arna við Morgun-
blaðið, en hún hefur rutt brautina í handahjólreiðum á
Íslandi undanfarin ár. »41
Keppir fyrst allra í handahjólreiðum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nú um helgina verður lokið við að
hlaða upp grjótveggi sem liggja að
síðum hins víðfræga sæluhúss
Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi.
Nokkuð er síðan austurveggurinn
var hlaðinn en í sumar hefur verið
unnið að hleðslu við húsið vestan-
vert.
Skálinn byggður um 1930
„Grjóthleðsla er kannski ekki
flókin vinna en mikilvægt er að hafa
góða tilfinningu fyrir því hvernig
standa skuli að verki, svo prýði sé að
hleðslunni. Hér í grenndinni höfum
við svo fundið kynstrin öll af grjóti
sem er gott að hlaða úr,“ segir Unn-
steinn Elíasson, hleðslumeistari frá
Ferjubakka í Borgarfirði. Verkið í
Hvítárnesi er í höndum Unnsteins
og með honum hafa að undanförnu
starfað þeir Halldór Hafdal og Einar
Hugi Böðvarsson, starfsmenn FÍ.
Þá kappa hitti blaðamaður Morgun-
blaðsins á fjöllum í gærdag.
Við Kjalveg hinn forna
Hvítárnesskálinn var tekinn í
notkun árið 1930 og var smíðin eitt
af fyrstu verkefnum FÍ, sem stofnað
var í lok árs 1927. Í gegnum tíðina
hefur skálinn, sem er 40 fermetrar
að grunnfleti, verið sterkur hluti af
ímynd félagsins. Húsið, einfalt í allri
gerð með stakri burst, fellur líka vel
að umhverfinu við Hvítárvatn, þar
sem jöklar skríða fram.
Uppbygging skála við Kjalveg var
áherslumál á fyrstu áratugunum í
starfi FÍ, sem gjarnan hefur verið
með ferðir þangað í áætlunum sín-
um. „Skálinn stendur við Kjalveg
hinn forna, eins og raunar fleiri
byggingar okkar á þessu svæði. Enn
í dag erum við reglulega með ferðir
um þessar slóðir, segir Páll Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri FÍ.
Endurbætur í áföngum
Endurbætur á húsinu í Hvítárnesi
hafa verið teknar í áföngum síðustu
árin. Búið er að skipa um ytra byrði
og veggurinn hlaðni kemur í stað
jarðvegsfyllingar sem lá að útveggj-
unum. Einnig hafa margvíslegar
bragarbætur verið gerðar innanhúss
í skálanum, þar sem er gistipláss
fyrir um 25 manns.
„Byggingin er friðuð og endur-
bætur eru því ströngum skilyrðum
háðar. Við látum okkur annt um
þetta hús, sem margar sögur eru
tengdar,“ segir Páll. Margir telja að
í Hvítárnesi sé eitthvað á sveimi.
Ýmsir hafa orðið varir við unga konu
frá heiðarbýli á þessum slóðum sem
varð úti. Andi konunnar mun þó
hreint ekki vera slæmur og hún oft-
ar komið góðu til leiðar en slæmu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hleðsla Páll Guðmundsson, Halldór Hafdal og Unnsteinn Elíasson í Hvítárnesi í gær, með fullar hendur af grjóti.
Hlaða veggina og end-
urbyggja í Hvítárnesi
- Víðfrægt sæluhús við Kjalveg í endurnýjun lífdaga