Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur skrifar um „einokun á
framleiðslu lækna“ á mbl.is og seg-
ir að líklega „ríkti neyðarástand á
læknamarkaði ef Háskóli Íslands
hefði áfram haldið
einokunaraðstöðu
sinni við að útskrifa
lækna. Eins og
flestir muna þá var
læknadeild HÍ sú
eina sem bauð upp
á læknisfræðinám
hér á landi og
sárafáir reyndu
lengst af að freista gæfunnar er-
lendis. Fjöldatakmarkanir (num-
erus clausus) einkenndu lækna-
deildina …“
- - -
Hann segir að enn virðist ís-
lenska heilbrigðis- og
menntakerfið eiga í erfiðleikum
með að mennta lækna og vísar í
umfjöllun Morgunblaðsins og seg-
ir: „Vandinn liggur hjá Landspít-
alanum en ekki hjá Háskóla Ís-
lands, að mati Þórarins Guðjóns-
sonar sem tók nýverið við sem
deildarforseti læknadeildar. …
Átti hann þá við þann vanda að
ekki sé hægt að taka á móti nema
litlum hluta þeirra nemenda sem
hafa áhuga á að stunda nám við
læknadeildina hvert ár þótt Land-
spítalinn standi frammi fyrir gríð-
arlegum mönnunarvanda og hafi
gert það um alllangt skeið.“
- - -
Sigurður Már bendir á að und-
anfarin ár hafi margir numið
læknisfræði í prýðilegum skólum í
Slóvakíu og Ungverjalandi. Og
hann bætir við að sem betur fer
vilji íslensku læknanemarnir koma
heim að námi loknu og kunnugir
segi að íslenska heilbrigðiskerfið
yrði ekki rekið án þeirra í dag.
- - -
Í ljósi ítrekaðrar umræðu um
mönnunarvanda í heilbrigðis-
kerfinu er þetta vissulega umhugs-
unarvert.
Sigurður Már
Jónsson
Geta enn fleiri lært
til læknis erlendis?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Drífa Snædal, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, segir laun forstjóra
og yfirmanna hjá fyrirtækjum sem
þegið hafa hæstu ríkisstyrkina til að
viðhalda ráðningarsamböndum, feng-
ið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki
og niðurgreidd laun, vekja athygli.
„Þegar fólk, sem hefur verið svipt
atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og
tekið skellinn á þeim forsendum að
„við séum öll á sama báti“, les tekju-
blaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning
að sumt fólk tók skellinn á meðan
aðrir mökuðu krókinn,“ segir Drífa í
tilkynningu ASÍ.
Hornsteinn jöfnuðar
Tiltekur hún að umræðan um að
allir þurfi að leggjast á árarnar í at-
vinnulífinu litist af þeirri staðreynd
að við séum ein-
mitt ekki öll á
sama báti. Sé þá
sett meiri krafa á
láglaunafólk þar
sem ætlast er til
þess að það sýni
atvinnurekendum
tryggð.
Gagnrýnir hún
einnig fjársvelt-
ingu heilbrigðiskerfisins og skort á
vilja stjórnmálamanna til að bregðast
við þeim vanda. Sérstaklega nú þeg-
ar mikil þörf er á og vilji almennings
hefur aldrei verið meiri.
„Hið arðvædda kerfi mismununar
er dýrara og kjör almenns starfs-
fólks verri þótt einstaka sérfræðing-
ar hagnist á því. Sterkt opinbert
kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál
og einn af hornsteinum jöfnuðar þar
sem ekki er mismunað eftir tekjum,
búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi
mantra verður ekki of oft endurtek-
in. Um þetta verður kosið í sept-
ember,“ kemur fram að endingu.
hmr@mbl.is
Við erum ekki öll á sama báti
- Drífa gagnrýnir há laun forstjóra
fyrirtækja sem þegið hafa ríkisstyrki
Drífa Snædal
Aðeins 41% sjúkraliða, 48% ljós-
mæðra og 64% hjúkrunarfræðinga
starfa innan heilbrigðiskerfisins.
þetta kemur fram í tölum sem
Bandalag háskólamanna, BHM,
birti í gær.
Í fréttatilkynningu frá bandalag-
inu segir að mörg þúsund menntað-
ir heilbrigðisstarfsmenn starfi utan
íslenska heilbrigðiskerfisins.
„Samkvæmt tölum frá Embætti
landlæknis voru rúmlega 10.900
starfandi heilbrigðisstarfsmenn á
Íslandi árið 2020. 83% þeirra voru
konur. Aðeins hluti þess heilbrigðis-
starfsfólks sem hefur starfsleyfi á
Íslandi starfar innan kerfisins.
Mörg þúsund menntaðir heilbrigð-
isstarfsmenn starfa utan þess og
hafa meðal annars kosið að starfa
áfram í útlöndum að loknu námi,“
segir í tilkynningu BHM.
63% lækna innan kerfisins
Þar kemur einnig fram að 63%
lækna starfa innan heilbrigðiskerf-
isins og hið sama á við um 66%
tannlækna og 52% lífeindafræðinga.
Samanburður BHM á fjölda
starfandi og fjölda leyfishafa er
byggður á gögnum Landlæknis og
gögnum frá aðildarfélögum BHM.
Bent er á að leyfishafar eru allir
þeir sem hafa leyfi samkvæmt
starfsleyfaskrá Embættis land-
læknis, óháð ríkisfangi, búsetu og
óháð því hvort þeir eru starfandi.
Stærri vanda við að
glíma en eingöngu nýliðun
BHM kveðst fagna umræðu um
mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu
sem mikið hafi borið á undanfarna
daga og er vísað til ummæla Sig-
urðar Inga Jóhannssonar, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
í viðtali á Bylgjunni í fyrradag um
að hér á landi væri ekki verið að
mennta nógu marga til starfa í heil-
brigðiskerfinu.
„Það er vissulega rétt en að gefnu
tilefni vill BHM árétta að vandinn
er margþættur,“ segir í frétt BHM.
Þar segir að miðað við þessar töl-
ur um fjölda þeirra heilbrigðis-
starfsmanna sem starfa innan heil-
brigðiskerfisins gefi auga leið að um
stærri vanda en nýliðun sé að ræða.
„Mikill skortur er á jákvæðum hvöt-
um til að sækja sér menntun á
þessu sviði og starfa í framhaldinu
innan heilbrigðiskerfisins á Ís-
landi,“ segir í umfjöllun BHM.
omfr@mbl.is
Aðeins hluti starfar
í heilbrigðiskerfinu
- Vandinn margþættur að mati BHM