Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSÖLU- LOK! Ennmeiri verðlækkun! 70-80% afsláttur Laugardagur 10-16 Mánudagur 10-18 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Gæðabuxur frá Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matís vinnur að því að koma upp að- gengilegum gagnagrunni, vefsíðu og appi með skrá yfir alla frumfram- leiðslu matvæla á Íslandi. Í frumgerð Matarlandslagsins eru bóndabýli og útgerðir mest áberandi. Hægt er að fá yfirlit yfir frumframleiðendur á Ís- landskorti og ætlunin að notendur geti einnig fengið þar nánari upplýs- ingar. Rakel Halldórsdóttir, sérfræð- ingur hjá Matís, segir að verkefnið sé unnið í takti við matvælastefnu Ís- lands, sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulagið. Búið er að skrá frumframleiðendur á Íslandskort, tæplega 2.600 talsins. Þar kemur þó aðeins fram staðsetn- ing þeirra og atvinnugrein, enn sem komið er. Rakel segir að það séu allt opinberar upplýsingar sem áður hafi birst á einhverjum vettvangi. Hún segir að ætlunin sé að hver og einn framleiðandi geti haft sína eigin und- irsíðu með nánari upplýsingum um starfsemina, framleiðsluna og annað sem menn kjósa og jafnvel ljós- myndir. Notendur vefjarins geti þannig á einfaldan hátt náð sér í þess- ar upplýsingar. Geta þróað sig áfram Spurð um markmiðið segir Rakel: „Við vonumst til að neytendur fái þarna möguleika á að koma á beinum og milliliðalausum viðskiptum við frumframleiðendur. Því fylgir margs konar hagræði og rímar við markmið um sjálfbærni. Þá getur framleiðand- inn sjálfur, með beinum samskiptum við neytendur, áttað sig á eftirspurn og möguleikum á vöruþróun og get- ur þannig þróað sig áfram. Hann getur einnig skoð- að hvað aðrir eru að gera og fengið við það hug- myndir og jafnvel þróað starfsemina með samstarfi við aðra.“ Þá séu þarna möguleikar fyrir erlend fyrir- tæki að komast í samband við frumframleiðendur á Íslandi. Rakel segir að Matarlandslagið verði dýrmæt leið fyrir ferðaþjón- ustuna til að fá yfirsýn yfir hvað sé í gangi og áherslur á hverjum stað. Hvaða afþreyingu sé hægt að bjóða upp á, hvar matarmarkaðir eru og framboð á mat fyrir ferðafólk sem sækir í matar- og menningarferða- þjónustu. Loks nefnir hún að stjórn- völd fái mikilvæga yfirsýn yfir hvað verið sé að gera úr auðlindum lands- ins og hvaða möguleikar kunni að vera til að styrkja byggðarlög eða stærri svæði. „Ég tel að þetta stuðli að betra fæðuöryggi okkar Íslendinga. Við sjáum hversu mikla getu við höfum til að brauðfæða okkar eigin þjóð og hvernig við getum gætt þess að of- nýta ekki auðlindirnar,“ segir Rakel. Þarf að vinna lengra Hún segir að á vegum Matís sé bú- ið að vinna heilmikið að Matarlands- laginu. Kortið er birt á samnefndum vef en Rakel segir að fjármagn vanti til að þróa verkefnið áfram. Sótt er um styrki úr rannsóknasjóðum í þeim tilgangi. Landslagið Vel á þriðja þúsund frumframleiðenda matvæla á Íslandi eiga sinn punkt á þessu korti. Þar má finna nánari upplýsingar um matinn. Getur eflt bein viðskipti - 2.600 frumframleiðendur matvæla á Íslandi skráðir í gagnagrunn hjá Matís - Allir munu eiga kost á undirsíðu með nánari upplýsingum um framleiðsluna Rakel Halldórsdóttir Blaðamaðurinn Guðrún Hálfdán- ardóttir hefur verið ráðin til RÚV og mun leysa Þórunni El- ísabetu Boga- dóttur af á Morg- unvaktinni á Rás 1 næsta hálfa ár- ið. Guðrún hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996 en hún lét af störfum þar síðastliðið vor. Þar var hún meðal annars fréttastjóri viðskiptafrétta, fréttastjóri á mbl.is og almennur fréttamaður á vefnum mörg undanfarin ár. Guðrún ráðin til RÚV Guðrún Hálfdánardóttir Árlegt heilbrigðisþing fór fram í gær á Hilton Nordica, þar sem fjallað var um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða. M.a. var kynnt skýrsla þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig auka megi þjónustu við aldraða í heil- brigðiskerfinu, þar sem bætt heima- þjónusta er meðal tillagna. Þetta er fjórða heilbrigðisþingið sem heilbrigðisráðherra efnir til í þeim tilgangi að styrkja stoðir heil- brigðiskerfisins og efla heilbrigðis- þjónustu við landsmenn. Bætt heilbrigðisþjónusta við aldr- aða hefur verið eitt af helstu for- gangsmálum heilbrigðisráðherra á kjörtímabilinu. Áhersla hefur verið lögð á að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum, fjölga úrræðum og auka sveigjanleika þjónustunnar, samhliða átaki í uppbyggingu hjúkr- unarheimila. Ákvörðun um að helga heilbrigðisþing 2021 heilbrigðisþjón- ustu aldraðra er í samræmi við þetta átak,“ að því er fram kemur í til- kynningu frá ráðuneytinu. Meðal þess sem var kynnt á þinginu var öldrunarteymið SELMA. Það var stofnað á liðnu ári og veitir sérhæfða þjónustu við aldr- aða í heimahúsum í Reykjavík. Fram kom í máli Svandísar að þessi þjónusta yrði stóraukin. Þjón- ustusvæðið verður stækkað þannig að þjónustan nái til allra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og hún verður nú einnig í boði um helgar. Svandís boðaði að verja ætti 250 milljónum króna af fjárlögum ársins til þessa verkefnis. Markmiðið væri að bæta þjónustu við einstaklinga í heimahúsum sem ekki kæmust til mats og meðferðar á heilsugæslu eða göngudeild og draga úr þörf við- komandi fyrir heimsókn á bráða- móttöku eða sjúkrahúsinnlögn. Verður fjármagn til þjónustunnar aukið varanlega úr 150 milljónum króna í 400 á ársgrundvelli. Í teyminu starfa læknir og hjúkr- unarfræðingur sem sinna vitjunum í heimahús og veita einnig ráðgjöf til starfsfólks heimahjúkrunar. Mat var lagt á árangur verkefnisins í sumar. Þá kom m.a. fram að á starfstíma teymisins hefði aðkoma SELMU komið 75 sinnum í veg fyrir að ein- staklingur þyrfti að leggjast inn á bráðamóttöku Landspítala. Morgunblaðið/Eggert Heilbrigðisþing Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra voru meðal ræðumanna á heilbrigðisþinginu í gær. Bætt þjónusta við aldraða í forgangi Fyrirlesari Helsti ræðumaður þingsins í gær var dr. Samir Sinha öldr- unarlæknir sem hefur mótað stefnu víða um heim í þjónustu við aldraða. - Heilbrigðisþing fór fram í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.