Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 36

Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021 Kæri, einstaki Jón Ben. Að leiðarlokum vil ég þakka þér ein- staka vináttu í lífinu og þinn skínandi glaðværa húmor í öllum hinum og þessum veðrum, hvernig sem vindurinn blés hverju sinni. Á golfvellinum var pelinn dreginn upp hjá Stöddanum Palla ef einhver fékk fugl og heimatilbúinn snaps boðinn í hollinu og áframahaldandi fuglar flugu og héldu áfram sem aldrei fyrr, pelinn tómur og Palli þurfti að taka fram nýjan, óuppátekinn úr sínu farteski. Þín þarfa þjónusta við okkur Fjarðabyggðarbúa, sem þú sýnd- ir í verki af alúð, með því að vera með einu sönnu austfirsku fisk- búðina í þínum fjallabíl á Reyð- arfirði í Fjarðabyggð, með allt sem laut að hágæða sjávarafurð- um og einskæra þjónustulund. Kúnnarnir báru virðingu fyrir þér og elskuðu, sökum gæsku þinnar og tryggðar. Jón Ben Sveinsson ✝ Jón Ben Sveinsson fæddist 10. sept- ember 1963. Hann lést 27. júlí 2021. Útförin fór fram 20. ágúst 2021. Aðspurður hvers vegna dætur hans væru svo glæsileg- ar, var svarið einfalt og svona: „Ég vanda mig við allt sem ég geri ásamt minni góðu eiginkonu.“ Sakna þín minn kæri vinur, nú á þessum erfiðu stundum og sendi alúðarkveðjur til ykkar ástvina allra. Emil Thorarensen. Fyrir tæpum sjö árum var ég á leið til Stöðvarfjarðar með nýju kærustunni minni að hitta nýju tilvonandi tengdaforeldra mína, veðrið var fallegt þótt væri farið að hausta. Þegar á „Stöddann“ var komið, komst ég fljótt að því að hjá þessu fólki var mikil hlýja og ég fann hversu velkominn ég var inn á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna, þeirra Jóns Ben og Jóhönnu. Fyrsta minningin er tónlist sem berst út á pall og greinilega mikil gleði á heimilinu. Fyrsta minningin mín um Jónba er þegar gellur út eldhús- inu: „viltu bjór? Ég veit samt að þú drekkur ekki, en það er dóna- skapur að bjóða ekki með, það er svo þitt hvort þú þiggur hann eða ekki“. Þessi hefð var viðhöfð það sem eftir var. Jónbi var með eindæmum hjálpsamur og var mikið umhug- að um hag dætra sinna og barna- barna, oft var bankað á dyrnar og fyrir utan stóð Jónbi með fullan kassa af mat, fiski sem hann verkaði sjálfur og alls kyns kjöt- meti sem honum hafði áskotnast. Jónbi verkaði fisk og seldi um nokkurra ára skeið og sat í bíln- um sínum á sama stað og seldi fólki harðfisk sem hann verkaði frá grunni, ásamt ferskum, sölt- uðum og reyktum fiski. Hann hafði skapað sér góðan orðstír fyrir vel frágenginn og góðan fisk, og af þessu nutum við fjöl- skyldan góðs. Ef hann bað mig um aðstoð við völsun eða pökkun var það ávallt auðsótt mál enda var hann alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd í hvaða formi sem var, ef hann hafði ekki tök á því þá reddaði hann því bara. Því var það mikið reiðarslag þegar ég var ræstur um miðnætti þann 27. júlí síðastliðinn og beð- inn að hringja í Kristel mína strax, þar sem hún tilkynnti mér að faðir sinn, tengdafaðir minn, væri farinn á vit annarra ævin- týra, æ síðan hef ég spurt sjálfan mig hvers vegna lífið þarf að vera eins ósanngjarnt og það getur verið, enn og aftur hefur verið höggvið skarð sem ekki verður fyllt. Þegar móðir mín kvaddi fyr- ir fimm árum voru þau Jónbi og Jóhanna mér innilega til halds og trausts og sýndu mér allan þann stuðning sem þau gátu, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur, mig grunaði ekki að ég stæði í þeirra sporum rúmlega fimm árum síð- ar. Eins og þetta er ólýsanlega sárt og ósanngjarnt getum við öll yljað okkur við fallegar og góðar minningar um duglegan, hjálp- saman og góðan dreng. Nú hefur þú róið til annarra og fjarlægra miða, elsku tengda- pabbi minn, þitt skarð verður aldrei fyllt og ég mun ávallt sakna þín. Ég verð þér ævinlega þakklát- ur fyrir að taka mér eins vel og þú gerðir, og ekki síst er ég þér þakklátur fyrir að þú tókst dætr- um mínum tveim, þeim Lilju og Önnu, eins og þær væru þínar. Maður elskar alltaf börn, sama hvort blóðtenging er eða ekki, það sagðirðu við mig strax í upp- hafi okkar kynna. Steinholt verður aldrei eins. Hornið þitt verður aldrei eins. Ég mun halda utan um stelp- una þína, hana Kristel, og auga- steinana þína, þau Jóhönnu Mar- gréti, Kára Ben, Lilju Önnu og Dagbjart litla. Takk fyrir allt, elsku Jónbi minn, við sjáumst þegar minn tími kemur. Þinn tengdasonur Eðvarð Þór Grétarsson. ✝ Guðrún Bjarnadóttir (sem alla tíð var kölluð Gunný) fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1963. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 4. ágúst 2021. Hún var dóttir hjónanna Hjördísar Pétursdóttur hús- móður, f. 1922, d. 2007, og Bjarna Hallmunds- sonar gullsmiðs, f. 1925, d. 1967. Systkini Gunnýjar voru: Pétur Bjarnason, f. 1946, d. 1997, maki Sophie Weibull Fritsch Bjarna- son, f. 1943, d. 2002; Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1951, maki Hannes Erlendsson, f. 1949, og Ágúst Bjarna- son, f. 1956, sam- býliskona Guðrún C. Emilsdóttir, f. 1963. Fósturfaðir Gunnýjar var Gunnsteinn Magn- ússon flugumferð- arstjóri, f. 1927, d. 2017. Barn Gunnýjar og fyrrver- andi sambýlismanns, Haraldar Hreinssonar, f. 1958, er Daníel Gunnsteinn, f. 1996. Útför Gunnýjar fór fram í kyrrþey 16. ágúst 2021. Elsku litla systir mín er dáin. Slíka setningu ímynda ég mér að lesa í skáldsögu, en nú skrifa ég setninguna hér, annars vegar vegna þess að hún er dáin og hins vegar vegna þess að ævi hennar birtist mér líkt og bók, heil saga með upphafi og endi. Fyrstu kafl- arnir í bernskunni, miðjan litrík eins og árstíðirnar og lokasíðurnar á Landspítalanum þar sem þær birtust mér með ljúfum harmi, líkt og góðar bækur skilja oft lesendur sína eftir eða svipað og í góðri óp- eru þar sem aðalpersónan deyr í lokin og tárin streyma. Hún Guð- rún systir mín var einstök og leyfði sér að dreyma, hún var eins og hún var, en þannig vil ég minnast henn- ar, frjálsrar og glaðværrar tónlist- arkonu. Öllum sem hana þekktu og kynntust vil ég votta samúð mína og sér í lagi syni hennar, Daníel Gunnsteini Haraldssyni. Öllum þeim sem unnu henni og lögðu lið á oft þyrnum stráðum leiðum hennar um rósadali vill fjölskyldan þakka af heilum hug og með ást í hjarta, þar má nefna; E-12 á Landspítal- anum sem önnuðust hana með ást og umhyggju síðustu daga hennar, einnig því frábæra starfsfólki Konukots, sem stóð með henni í gegnum tíðina, VoR-teymi Reykja- víkurborgar og starfsfólki Brims í Skipholti, öllum er þeim enn og aft- ur þakkað með ást og virðingu. Ágúst bróðir. Árið 1972 fluttist ég til Íslands og kunni ekki stakt orð í íslensku. Ég var skráð í ballett þá um haust- ið, í þeirri von foreldranna að ég myndi aðlagast og eignast vinkon- ur. Það gekk eftir og fyrsta vinkon- an mín á Íslandi varð Gunný. Með sinni hlýju og glaðværð tók hún mig undir sinn verndarvæng, þessa litlu óttaslegnu mús sem ekki gat tjáð sig á þessu framandi tungu- máli. Við þurftum ekki orð til að skilja hvor aðra – svipbrigði og handapat dugði. Á táknmáli lofuð- um við að hringjast á, en áttuðum okkur svo jafnharðan á því að við gætum ekki talað við hvor aðra í gegnum síma og var þá hlegið. Við Gunný vorum saman í ball- ettskóla Þjóðleikhússins í 6 ár og urðum bestu vinkonur. Á þeim ár- um tíðkaðist að ná í aukaleikara í ballettskólann til að leika í upp- færslum leikhússins. Við Gunný lékum saman í tveimur vinsælum barnaleikritum, Ferðinni til tungls- ins og Kardimommubænum. Þetta var mikið ævintýri og fannst okkur við vera orðnar ansi veraldarvanar er við kynntumst öllum baksviðs og þekktum hvern krók og kima í þessu stórbrotna húsi sem Þjóð- leikhúsið er. Svo veraldarvanar, að við fórum í verkfall af því að okkur leist ekki á kjólana sem við áttum að vera í! Gunný var listfeng og hafði verið spilandi á píanó frá eins árs aldri. Hún hafði ótrúlega næmt tóneyra og átti auðvelt með að pikka upp lög eftir eyranu. Mér fannst það töfrum líkast þegar hún spilaði og studdist ekki við neinar nótur. Hún hóf tónlistarnám, en kláraði það aldrei. Á unglingsárunum var margt brallað og var ég þá heimagangur hjá Gunný. Ingibjörg, systir henn- ar, útvegaði okkur vinnu og unnum við í skólafríum í sælgætisverk- smiðjunni Víkingi. Gunný var hörkudugleg og vel metinn starfs- kraftur. Við stálumst upp á loft til stóra bróður hennar, Ágústs, þegar hann var ekki heima og hlustuðum á plötur úr safni hans. Stóri vina- hópurinn hennar Gunnýjar varð líka minn. Byggðir voru kofar við Ægissíðuna og hafði klíkan þar at- hvarf. Framan af lék allt í lyndi, en eftir því sem unglingsárin færðust yfir, þá kom áfengið til sögunnar. Gunný var ein þeirra sem fannst sopinn góður. Smátt og smátt ánetjaðist hún áfenginu og má segja að æviganga hennar hafi þá ráðist og líf hennar markast af þeirri stefnu þar til hún lést. Við fjarlægðumst hvor aðra og höfðum lítið sem ekkert samband eftir tví- tugt. Mér þótti þó vænt um að Gunný kom til mín um 10 árum síðar og virtist vera á góðum stað í lífinu. Hún var hætt að drekka og með plön um að halda áfram tónlistar- námi og koma lífi sínu á réttan kjöl. Hún ætlaði ekki að gefast upp. Það var gott að sjá hana hamingjusama og tilbúna að takast á við lífið. En áfengistaugin var römm og henni tókst ekki að klára verkefnið. Um aldamótin kynntumst við Ágúst bróðir hennar að nýju og felldum hugi saman. Ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá henni, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum, þegar hún dró andann í síðasta sinn. Það var gott að geta haldið í hönd henn- ar síðasta spölinn og látið hana vita að við elskuðum hana. Gunný mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hvíl í friði, kæra vin- kona. Guðrún Catherine Emilsdóttir. Guðrún Bjarnadóttir „Ég er hinn frjálsi förusveinn / á ferð með staf og mal …“ Börnin syngja og Ása slær gít- arinn. Það var oft glatt á hjalla á Nýrækt, veturna kringum 1970, þó voru engar tölvur né sjónvarp til að stytta vetrarkvöldin. Ása og Valli tóku inn á heimili sitt þau börn, sem lengst áttu að sækja í skóla, þótti ekkert mál að bæta 4-6 aukabörnum við hópinn sinn, hýsa þau og gefa að borða og hafa svo ofan af fyrir þeim ut- an skólatíma. Ása var fjölhæf kona, las fyrir okkur og með okk- ur, lét okkur teikna og mála, spila Áshildur Öfjörð Magnúsdóttir ✝ Áshildur Öfjörð Magn- úsdóttir fæddist 29. september 1930. Hún lést 31. júlí 2021. Útför Áshildar fór fram 13. ágúst 2021. og syngja. Þar var hún á heimavelli. Hún var einstök fyrirmynd, sterk kona, sem leiddi ungmennin inn í leyndardóma lífsins með jákvæðni og huggaði þegar heimþráin varð of sterk. Síðar urðum við jafningjar í sam- félagi sveitarinnar, stjórn kvenfélagsins og alls stað- ar var hún styrk stóð, úrræðagóð með húmor og gleði sem smitaði út frá sér. Þegar ég kveð Ásu finnst mér að vissu leyti að hún hafi verið eins og „hin“ mamma mín, svo margt gott kenndi hún mér, og í huganum er glaðleg rödd hennar að syngja um frjálsan förusvein, á ferð með bros á vör … Takk fyrir samveruna Ása mín. Ég votta afkomendum hennar mína dýpstu samúð. Sigurlína Kristinsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR SIGRÍÐAR AXELSDÓTTUR frá Ásláksstöðum. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deild V-2 á Grund fyrir góða umönnun. Þórður Ingimarsson Björn Ingimarsson Elín Björnsdóttir Sveinn Ingimarsson Oddný S. Jónsdóttir barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, fv. póst- og símstöðvarstjóra, Hrísmóum 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki hjúkrunarheimilis Hrafnistu, Hraunvangi, Hafnarfirði. Guðbjörg Þorleifsdóttir Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS B. THORS, fv. forstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og starfsmönnum nýrna- og skilunardeildar Landspítala fyrir frábær störf. Jóhanna J. Thors Hilmar Thors Hlíf Thors Arnlaugsdóttir Ólafur Baldvin Thors Kristín V. Magnúsdóttir Benedikt Thor Thors Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR BECK frá Reyðarfirði, Lækjarsmára 6, Kópavogi. Bjarni Steingrímsson Ellen Rósa Jones Páll Grétar Steingrímsson Kristjana Erlen Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.