Morgunblaðið - 21.08.2021, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Vandaverk Vaskir menn í steypuvinnu í Hafnarfirði á dögunum. Vandaverk er að steypa gólfplötu og vissara að jafna steypuna vel út og pússa gólfflötinn eftir kúnstarinnar reglum.
Eggert
Öllum eru ljósar
þær miklu áskoranir
sem við sem sam-
félag höfum staðið
frammi fyrir á und-
anförnum misserum.
Þó smit hafi verið
hlutfallslega fá hér,
og vel hafi tekist að
halda faraldrinum
niðri hefur það verið
gert í skugga víðtækra aðgerða
með verulegum samfélagslegum
áhrifum.
Á undraverðum tíma tókst að
þróa bóluefni gegn kórónuveirunni
sem við fyrstu skoðun virtust nán-
ast stöðva dreifingu smita og al-
varlega fylgikvilla sýkinga. Eftir
að bóluefni fóru að berast til lands-
ins flykktust Íslendingar til að láta
bólusetja sig og hafa rúmlega 93%
Íslendinga eldri en 16 ára fengið
a.m.k. fyrri skammt bólusetningar.
Þessi ótrúlega mikla þátttaka ber
vott um almennt traust til heil-
brigðisyfirvalda og vísinda. Vegna
stökkbreyttra afbrigða reyndist
vörn gegn smitum vera lakari en
vonir stóðu til.
Eftir að í ljós kom að kór-
ónuveirunni yrði ekki útrýmt, og
við þyrftum að búa við smit og inn-
lagnir þrátt fyrir mikla þátttöku í
bólusetningum er farið að bera á
þreytu og skort á samstöðu hjá yf-
irvöldum varðandi áframhaldandi
aðgerðir. Ljóst er að hagkerfið
hefur fengið verulegan skell og
ríkissjóður verið rekinn með um-
talsverðum halla vegna faraldurs-
ins og aðgerða tengdum honum.
Það er mikil mildi að kórónu-
veiran er mun vægari hjá yngstu
kynslóðunum og er um 1.000-
faldur munur á líkum á alvarlegum
veikindum milli yngstu og elstu
aldurshópa. Fá börn hafa veikst al-
varlega hérlendis, þó vissulega séu
fregnir að utan um að börn hafa
þurft gjörgæslumeðferð og jafnvel
látist. Það er sem betur fer afar fá-
títt.
Nú stendur til að hefja bólusetn-
ingar barna hérlendis. Vel má vera
að góðar ástæður séu fyrir for-
eldra að láta bólusetja börn sín en
mjög víðtækar bólusetningar full-
orðinna hafa veruleg verndandi
áhrif gegn alvarlegum sjúkdómi,
einnig hjá börnum. Heilbrigð börn
án alvarlegra, undirliggjandi sjúk-
dóma eru í afar lítilli áhættu á að
veikjast alvarlega í kjölfar kór-
ónuveirusýkinga. Áhætta bólusetn-
ingar er sömuleiðis lítil en ekki
hverfandi. Þannig hafa ungmenni á
Íslandi greinst með hjartavöðva-
bólgu og bólgu í gollurshúsi eftir
bólusetningar. Oft er um að ræða
væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir
sjúkdómar geta valdið varanlegum
skaða á hjartavöðvann og áhrifin
koma oft ekki fram til fulls fyrr en
mörgum árum síðar. Af gögnum
frá Bandaríkjunum virðast þessir
fylgikvillar koma fram mun oftar
eftir seinni bólusetningu. Einnig
sýna gögn að drengir og ungir
karlmenn séu í sérstaklega mikilli
áhættu fyrir þessum fylgikvilla.
Ungmenni sem fengu Janssen-
bóluefni hafa verið hvött til að fá
örvunarskammt af öðru bóluefni.
Þetta er að okkar mati hæpið þar
sem ávinningur hjá þessum hóp er
mjög lítill, og hætta á fylgikvillum
er til staðar og getur vegið á móti
litlum ávinningi. Þessi hópur þarf
að fá mjög skýrar upplýsingar þar
sem þessi aðgerð hefur ekki form-
lega hlotið nægjanlega rannsókn.
Sér í lagi gildir þetta um ung-
menni sem eru ekki í áhættuhóp-
um.
Einnig hafa ungmenni sem hafa
sögu um staðfesta fyrri kórónu-
veirusýkingu verið boðuð í tvær
bólusetningar þó gögn sýni að þau
séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri
sýkingu. Rannsóknir hafa sýnt að
mótefnasvar þessara einstaklinga
eftir eina bólusetningu sé mun
sterkara en þeirra sem hafa fengið
tvær bólusetningar án sögu um
fyrra smit. Hjá þessum hópi er af-
ar ólíklegt að tvær bólusetningar
hafi ávinning umfram einn bólu-
setningarskammt.
Við leggjum til að farið sé var-
lega í fulla bólusetningu hjá börn-
um. Það er afar mikilvægt að for-
eldrar og einstaklingar gefi
upplýst samþykki og fái viðhlítandi
upplýsingar varðandi ávinning og
hættu af bóluefnum. Þá ber að
gæta þess að upplýsingar séu að-
lagaðar þessum aldurshóp og ekki
sé eingöngu stuðst við gagnsemi í
fullorðnum, sem er ótvíræð. Einn-
ig skorum við á sóttvarnaryfirvöld
að gefa ekki fleiri skammta af
bóluefnum en nauðsynlegt er með
tilliti til ávinnings og áhættu hjá
þeim sem gefa samþykki sitt fyrir
bólusetningu. Það mun skýrast á
næstu mánuðum hver ávinningur
af bólusetningum hjá börnum er,
en þær framskyggnu rannsóknir
sem stuðst er við eru gerðar fyrir
tilkomu Delta-afbrigðisins.
Foreldrar barna og ungmenna
ættu að kynna sér vel ávinning og
áhættu af bólusetningu og við
óvissu er rétt að bíða og sjá hvað
setur. Ef foreldrar hafa góðar
ástæður fyrir bólusetningu ætti að
íhuga að þiggja bara fyrri bólu-
setningu meðan frekari gagna er
aflað. Foreldrar barna með und-
irliggjandi sjúkdóma þar sem ætla
má að aukin hætta fylgi sýkingu,
verða auðvitað að meta stöðu sína
með hliðsjón af þeirri áhættu.
Ekki er með þessu á neinn hátt
hallað á ávinning af fullri bólusetn-
ingu hjá fullorðnum sem hafa ekki
fyrri sögu um kórónuveirusmit.
Þar er ávinningurinn langt um-
fram áhættu, en þar eins og við
aðrar meðferðir ber að gæta þess
að fullnægjandi upplýsts sam-
þykkis sé aflað.
Til að það mikla traust sem al-
menningur ber til sóttvarnar-
aðgerða glatist ekki er mikilvægt
að ekki sé of geyst farið.
Eftir Sigfús Örvar
Gizurarson
og Kristján
Guðmundsson
»Heilbrigð börn án al-
varlegra undirliggj-
andi sjúkdóma eru í afar
lítilli áhættu á að veikj-
ast alvarlega í kjölfar
kórónuveirusýkinga.
Sigfús Örvar
Gizurarson
Höfundar eru hjartalæknar.
Ávinningur og áhætta af bólusetningum
barna og ungmenna við kórónuveiru
Kristján
Guðmundsson
Pólitískir vindar
mega ekki gjörbylta
heilbrigðiskerfinu.
Stundum blása þeir
frá hægri, stundum
vinstri og stundum
yfir miðjuna. Búa
þarf þannig um hnút-
ana að þótt svipt-
ingar kunni að verða
á Alþingi, fái sá sem
á heilbrigðisþjónustu
þarf að halda góða þjónustu, fljótt
og örugglega. Notandi þjónust-
unnar verði alltaf í fyrsta sæti.
Undanfarin misseri hafa verið
rækileg áminning um hversu mik-
ið samfélög eiga undir heilbrigð-
iskerfum sínum. Á okkar litla
landi höfum við séð heilbrigðis-
kerfi smáþjóðar lyfta grettistaki í
baráttu sinni við heimsfaraldur, en
á sama tíma höfum við séð skýrar
en oft áður hvar brotalamirnar er
að finna. Um þetta verður fjallað
á ráðstefnu SA og SVÞ um heil-
brigðiskerfi á kross-
götum á miðvikudag
klukkan 16.
Einkaframtak
létti á biðlistum
Eitt dæmi um vanda
sem Íslendingar eiga
við að etja er óboðleg-
ur biðtími eftir nauð-
synlegri heilbrigðis-
þjónustu. Landlæknir
hefur gefið út viðmið
um biðtíma. Hins veg-
ar er ekki gefið upp
hvernig gangi að
standast þau.
Einu opinberu upplýsingarnar
eru um bið eftir völdum aðgerð-
um. Samkvæmt þeim eru einungis
44 prósent sjúklinga sem fá að-
gerð innan þriggja mánaða marks-
ins – óásættanleg tölfræði sem
birt var áður en heimsfaraldurinn
setti enn frekara strik í reikning-
inn. Staðan er enn verri í dag.
Auk þess þekkjum við sjálf flest
dæmi þess að óratíma taki að fá
tíma hjá sérfræðingi eða að bíða
eftir nauðsynlegri aðgerð.
Þjónustutrygging
Í Svíþjóð hins vegar gildir svo-
kölluð þjónustutrygging fyrir not-
endur heilbrigðisþjónustu. Þar á
fólk rétt á mati á vanda sínum á
örfáum dögum, tíma hjá sérfræð-
ingi innan þriggja mánaða og ef
aðgerðar er þörf þá er tryggt að
hún fari fram innan 90 daga. Þessi
viðmið eru skýr, skiljanleg og hafa
að stórum hluta náðst þar í landi.
Hér ætti vitaskuld að gilda svip-
að fyrirkomulag. Ef fyrirsjáanlegt
er að ekki verði unnt að veita
þjónustuna innan tímamarka verði
viðkomandi gert um það viðvart
og honum heimilað að sækja þjón-
ustuna annars staðar – hjá einka-
aðilum hér á landi eða erlendis ef
ekki vill betur – án viðbótarkostn-
aðar fyrir einstaklinginn.
Því er gjarnan haldið fram að
fjárskortur standi heilbrigðis-
þjónustunni fyrir þrifum. Ljóst er
að ef ekki fylgja auknar kröfur um
hvernig fjármunirnir eru nýttir
munu þeir hverfa án þess að
nokkur merkjanlegur munur verði
á þjónustunni. Heilbrigðisþjón-
ustan er að langmestum hluta
greidd af skattfé sem fólkið og
fyrirtækin í landinu greiða. Það er
því ríkið og stofnanir þess sem
semja við þá sem veita þjónustuna
um gæði, öryggi, árangur og hag-
kvæmni. Því miður er töluverður
hluti heilbrigðiskerfisins rekinn án
samninga heldur fær fé beint af
ríkinu án þess að samið sé um
nýtingu þess fyrir fram.
Endurskoða viðmið
Nú er lag að endurskoða samn-
inga og viðmið í íslensku heil-
brigðiskerfi. Létta álagi af Land-
spítala til að hann geti sinnt betur
sínum mikilvægustu skyldum. Rík-
ið ætti að vera kaupandi vel skil-
greindrar þjónustu í kerfi sem
byggir á fjölbreyttum rekstrar-
formum til að ná fram hagræð-
ingu, skilvirkni og auknum gæð-
um, byggt á faglegum viðmiðum.
Ríkið ákveður verð, magn og gæði
en margir aðilar geta boðið í þjón-
ustuna. Með slík markmið fyrir
augum er óhjákvæmilegt að við
nýtum krafta sjálfstætt starfandi
sérfræðinga, einkafyrirtækja og
félagasamtaka.
Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur
einfaldlega á krossgötum. Við
stöndum frammi fyrir risavöxnum
úrlausnarefnum á borð við hraða
öldrun þjóðar og tækniframfarir
sem nauðsynlegt er að við til-
einkum okkur. Lausnirnar verða
að miðast við óskerta, framúrskar-
andi heilbrigðisþjónustu án þess
að kostnaður notenda hennar stór-
aukist.
Látum ekki pólitískar kreddur
byrgja okkur sýn á þeirri vegferð.
Heilbrigðiskerfi á krossgötum
Eftir Eftir Halldór
Benjamín
Þorbergsson
» Því miður er tölu-
verður hluti heil-
brigðiskerfisins rekinn
án samninga heldur fær
fé beint af ríkinu án
þess að samið sé um
nýtingu þess fyrir
fram.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins.