Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
Þ
að fór eins og búist var
við að Símon Þórhallsson
varð einn efstur í áskor-
endaflokki Skákþings Ís-
lands en mótinu lauk um síðustu
helgi. Símon vann sjö fyrstu skák-
ir sínar og gerði svo jafntefli í
lokaumferðunum. Baráttan var í
raun um 2. sætið sem einnig gaf
þátttökurétt í landsliðsflokki.
Fyrir síðustu umferð var Símon
með 7½ vinning en Birkir Ísak
Jóhannsson, Lenka Ptacnikova og
Pétur Pálmi Harðarson komu
næst með 6 vinninga. Birkir stóð
best að vígi samkvæmt móts-
stigum, en mætti hinum unga
Benedikt Briem í lokaumferðinni,
komst ekkert áfram og varð að
sætta sig við jafntefli. Lenka og
Pétur Pálmi tefldu spennu-
þrungna skák sem reyndist úr-
slitaviðureign um landsliðssætið.
Pétur Pálmi, sem var með svart,
lenti í miklum erfiðleikum eftir
byrjunina en svo kom þessi staða
upp:
Áskorendaflokkur 2021 9. um-
ferð:
Lenka – Pétur Pálmi
Eftir að hafa byggt upp yfir-
burðastöðu missti Lenka þráðinn
en lék síðast 32. Hf1-c1. Pétur
Pálmi svaraði með 32. … De7? og
missti þar af tækifæri til að vinna
skákina. Eftir 33. Bf1 og 34. Bg2
gat hvítur tryggt varnir sínar á
kóngsvængnum og vann eftir 42
leiki. Eins og bent var á gat Pét-
ur leikið 32. … Hh7! Og unnið því
ekki dugar 33. Bf1 vegna 33. …
Hh1+! 34. Kxh1 Dh7+ og mátar.
Það kann að vera að Pétur hafi
ekki áttað sig á því að leiki hvítur
33. Hc7 er besta svarið ekki 33.
… Dd8, vegna 34. Hxh7 Kxh7
35.Bf1 og – Bg2, en hins vegar
vinnur 33. … Hh1+! strax t.d. 34.
Kxh1 Dd8! og svartur hefur á
sérkennilegan hátt unnið leik í
samanburði við afbrigðið hér að
ofan og stendur til sigurs. Eftir
þessa skák lágu úrslitin fyrir en
efstu menn urðu: 1. Símon Þór-
hallsson 8 v. (af 9) 2. Lenka
Ptacnikova 7 v. 3. Birkir Ísak Jó-
hannsson 6½ v. 4.-6. Einar Hjalti
Jensson, Guðni Pétursson og Pét-
ur Pálmi Harðarson 6 v.
Góð frammistaða í Uppsölum
Íslendingar áttu tíu keppendur
á skákhátíðinni á skákmótinu í
Uppsölum í Svíþjóð sem lauk um
síðustu helgi. Aðalskipuleggjandi
ferðarinnar var Helgi Árnason,
fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla,
og voru nokkrir íslensku þátttak-
endurnir gamlir nemendur skól-
ans. Teflt var í mörgum flokkum,
þ.á m. þremur flokkum sem voru
allir þéttskipaðir alþjóðlegum tit-
ilhöfum. Í opna flokknum náði
Kristján Dagur Jónsson bestum
árangri, hlaut fimm vinninga af
sjö mögulegum og varð í 5. sæti af
62 keppendum.
Í IM-flokki I hafnaði Hilmir
Freyr Heimisson í 4.-5. sæti.
Hann átti góða spretti en tap í
lokaumferðinni kom í veg fyrir
hærra sæti. Þeir Dagur Ragn-
arsson og Vignir Vatnar Stef-
ánsson tefldu svo í IM-flokki II.
Dagur hefur lítið teflt síðasta árið
og virkaði ryðgaður, hlaut 4½
vinning og hafnaði í 6.-7. sæti.
Vignir Vatnar var nýkominn frá
þremur mótum í Serbíu, hlaut sjö
vinninga af níu mögulegum og
varð í 2. sæti. Hann vann nokkrar
skákir í góðum stíl: var í 6. um-
ferð:
Skákhátíðin í Uppsölum 2021,
6. umferð:
Vignir Vatnar – Alexander
Hart
Síðasti leikur svarts var 28. …
f7-f5 sem Vignir svaraði snarlega
með:
29. Dc8!
Hugmynd að kæfingarmáti, 29.
… fxe4 30. Dxe6+ Kh8 30. Rf7+
Kg8 (30. … Hxf7 31. De8+ og
mátar) 31. Rh6+ Kh8 32. Dg8+
Hxg8 33. Rf7 mát. Hart varð því
að leika …
29. … Rf4
en eftir …
30. Bxa8 g6 31. Dc4! gafst hann
upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ǵóður árangur Lenka Ptacnikova varð í 2. sæti í keppni áskorendaflokks á
Skákþingi Íslands.
Lenka hafði
betur í baráttunni
um 2. sætið
Sigríður Eyþórsdóttir fædd-
ist 21. ágúst 1940 í Torfabæ í
Selvogi, dóttir hjónanna Ey-
þórs Torfasonar, bónda í Tor-
fabæ, og Bergljótar Guð-
mundsdóttur frá Nesi. Sigríður
fór til vinafólks í Reykjavík 11
ára og gekk í Melaskólann í
Vesturbænum og síðan í
Kvennaskólann og aðeins 16
ára gömul fór hún í Leiklist-
arskóla Lárusar Pálssonar
leikara. Hún giftist Jóni Laxdal
Arnalds, dómara og ráðuneyt-
isstjóra, og átti með honum
börnin Eyþór og Bergljótu
Arnalds. Þau skildu.
Sigríður sinnti leiklistar-
kennslu og leikstjórn víða og sá
um barna- og unglingaþætti í
útvarpinu. Hún stofnaði ýmsa
leiklistarhópa og er án efa
þeirra frægastur Perlan, sem
var stofnaður 1982. Hún setti
upp fjölda leikrita með Perl-
unni og flutti leiksýningar víða
um heim og hlaut margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf sín.
Sigríður skrifaði einnig
barnabækurnar Gunnar eign-
ast systur og Lenu Sól auk
þess að skrifa barnaleikrit fyrir
útvarp. Eins birtust eftir hana
ljóð og smásögur í tímaritum
og bókum. Árið 1997 var Sig-
ríður sæmd riddarakrossi
fálkaorðunnar.
Sigríður lést 22. júlí 2016.
Merkir Íslendingar
Sigríður
Eyþórsdóttir
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
„Á einfaldan hátt
má segja að frelsi sé
annars vegar frelsi
manna til að gera eitt-
hvað, og hins vegar
frelsi þeirra frá því að
verða fyrir einhverju“.
Þetta er bara skyn-
samlega mælt af
Þórði. Einkum er síð-
ari hlutinn eftirtekt-
arverður og vert að
hafa hann í huga við lestur greinar
hans. Það hefði hann líka sjálfur
mátt gera við ritun hennar.
Afglapavæðingin
„Frelsi til að skaða sig og ráða yfir
eigin líkama. Frelsið, samkvæmt
henni [hverri?], virðist til að mynda
ekki ná yfir frelsi fólks til að skaða
sig sjálft, til dæmis með fíkniefna-
neyslu. Árum saman hefur verið
unnið að því á Alþingi að afglæpa-
væða neysluskammta af fíkniefnum.
Tilgangurinn er að hætta að refsa
veiku fólki og taka stórt skref í átt að
því að skilgreina fíknisjúkdóma sem
heilbrigðis- og félagslegt mál, ekki
glæp. Þetta mál fékkst ekki afgreitt
út úr nefnd í lok þings og ýmsir sjálf-
skipaðir boðberar frelsis innan
stjórnmálastéttarinnar lögðust gegn
því.“ Það voru nú aðallega lögreglan
og landlæknir ásamt mörgum sér-
fræðingum sem lögðust gegn frum-
varpinu um refsileysi (ég veigra mér
við að nota hortittinn afglæpavæð-
ing, afglapavæðing er betra orð)
neysluskammta ásamt öðru fólki
sem þekkir vel til málanna. Frelsi
fólks til að skaða sjálft sig hefur á
hinn bóginn aldrei verið hátt skrifað
í löggjöfinni sem betur fer. Hafi til-
gangurinn einvörðungu verið að
hætta að refsa veiku fólki þá flutu
eiturlyfjasalarnir með. Enda veikum
sjaldnast refsað og þá til mála-
mynda. Maður spyr sig hvort ein-
hverjir þeirra sem harðast börðust
hafi viljað afnema orðsporsáhættu
sem þeir sjálfir standa frammi fyrir?
Gæti komið sér vel að geta valsað um
sali Alþingis með fulla vasa? Og af
einhverjum ástæðum
njóta sölumennirnir
líka góðs af.
Vernd barna fyrir
eiturlyfjum
Fyrir mér er það
klárt að frelsi barna frá
því að verða fórnarlömb
eiturlyfjanna vegur
þarna þyngra en nokk-
uð annað. Ég spurði
Þórólf Þórlindsson,
heimskunnan vísinda-
mann og fyrirlesara á
þessu sviði, um helsta áhættuþáttinn
að hans mati. Hvað veldur því að
sumir verða háðir eiturlyfjum? Hann
kvað það vera tilviljun; þegar heilinn
er í mótun á unga aldri sé stórfelld
hætta samfara því að neyta eitur-
lyfja. Sem sé, líta má svo á að fram-
boðið sé helsti áhættuþátturinn. Við
sem lögðumst gegn frumvarpinu
töldum það myndi auðvelda aðgengi
að eiturlyfjum. Það er engum sæm-
andi að mínu mati að að gera rök-
semdir vopnasala í Bandaríkjunum,
að breyttu breytanda, að sínum.
Hvað er nú
heftandi gjaldmiðill?
Þórður lætur gamminn geisa í
grein sinni. Hann telur mikinn
meirihluta fyrir einu og öðru þótt
hann birti nú ekki gögnin. Enda er
hætt við að málið tæki þá fyrst að
vandast fyrir hann. Frelsi, sem hann
ræðir um, til að láta suma búa við
„heftandi gjaldmiðil“ lýsir ekki mik-
illi þekkingu. Ég á töluvert efni
handa Þórði, honum til hjálpar til að
geta rætt gjaldmiðlamál án þess að
maður fari hjá sér fyrir hans hönd.
Hafðu endilega samband Þórður!
Það er meir en velkomið.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
» Frelsi barna frá því
að verða fórnarlömb
eiturlyfja vegur þyngra
en nokkuð annað
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þegar Þórður Snær Júl-
íusson talar um frelsið
er betra að vara sig